Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2023 20:20 Magnús B. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Storm Orku, í viðtali fyrir fréttir Stöðvar 2. Arnar Halldórsson Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Erfiður vatnsbúskapar og aukin raforkunotkun stórfyrirtækja, heimila og smærri fyrirtækja segir Landsvirkjun valda því að fyrirtæki eins og fiskimjölsbræðslur og gagnaver þurfa nú að sæta skerðingu, sem sögð er geta staðið fram á vor. Frá Norðfirði. Séð yfir fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar.Einar Árnason „Þetta er sláandi. Það verður bara að segjast,“ segir Magnús B. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Storm Orku. „Við höfum öll tækifæri til þess að gera Ísland grænt þegar kemur að orkuöflun, algjörlega grænt. Farið í hundrað prósent orkuskipti eða því sem næst. En því miður erum við ekki að nýta okkur þessi tækifæri.“ Sjálfur stýrir Magnús fyrirtækinu Storm Orku sem í áraraðir hefur árangurslaust reynt að þoka leyfisumsókn vegna vindorkuvers í gegnum kerfið. „Það er auðveldara að fá leyfi fyrir dísilrafstöð. Það tók tvö ár að fá leyfi fyrir varaaflsdísilrafstöð Landsnets sem er ellefu megavött. En græn orka, það tekur ár eða áratugi að fá leyfi fyrir slíku verkefni.“ Magnús vitnar í nýja útreikninga Eflu fyrir Landsnet um að þjóðhagslegur kostnaður vegna raforkuskerðingar til fiskimjölsverksmiða hafi numið fimm milljörðum króna á einum vetri. Frá Vopnafirði. Þar rekur Brim fiskimjölsverksmiðju.Skjáskot/Stöð 2 „Ef þetta eru tveir vetur þá eru þetta líklega tíu milljarðar, ef þetta eru þrír vetur, þá eru það fimmtán, ef við erum að tala um sambærilegar tölur fyrir hvern vetur:“ Landsmenn hafa undanfarin misseri kappkostað að kaupa sér rafmagnsbíla. Loftslagsávinningurinn sem af þessu hlýst, hann hefur hins vegar þurrkast upp. Dísilolíunotkun fiskimjölsverksmiðja í stað rafmagns á einum vetri sá til þess, að sögn Magnúsar. „Þurrkaði út allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. Sem voru fluttir inn með ívilnunum frá ríkissjóði. Þannig að samfélagslegur kostnaður er verulegur.“ Magnús nefnir að Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, hafi bent á að huga mætti að því að leggja rammaáætlun niður, eins og Norðmenn hafi gert, og taka upp einfaldara leyfisveitingaferli. Hafa kerfið þannig að það tæki eitt ár og að það þyrfti eitt leyfi, en ekki að sækja þyrfti um leyfi frá mörgum aðilum. Orkuveita Reykjavíkur og Sveitarfélagið Ölfus ákváðu í dag að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi vegna jarðhitavirkjunar ofan Hveragerðis. Frá vinstri: Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar OR, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, og Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri OR.Einar Örn Jónsson Jarðhitavirkjun í Ölfusdal ofan Hveragerðis eru nýjustu áformin um græna orkuöflun en ráðamenn Orkuveitu Reykjavíkur og Sveitarfélagsins Ölfuss ákváðu í dag að viðstöddum umhverfisráðherra að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi. Miðað við ferli rammaáætlunar gæti orðið löng bið. „Meðaltími verkefnisstjórnar á að afgreiða verkefni þaðan voru sextán ár. Ýktustu dæmin voru að það tók 23 ár að afgreiða eitt verkefni í gegnum rammaáætlun. Og síðan á eftir að byggja verkefnin. Þannig að það sér það hver maður að þetta reikningsdæmi getur aldrei gengið upp,“ segir Magnús B. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Storm Orku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Loftslagsmál Landsvirkjun Sjávarútvegur Umhverfismál Vistvænir bílar Bensín og olía Vatnsaflsvirkjanir Vindorka Jarðhiti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skerða orku til fiskverkunar og gagnavera Landsvirkjun hefur tekið ákvörðun um að skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, fiskþurrkana og gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Þetta kemur fram í tilkynningu, þar segir að afhending á víkjandi orku verði stöðvuð frá og með 1. desember og verði í gildi þar til miðlunarstaða hafi batnað. 27. nóvember 2023 09:58 Segir algjörlega ábyrgðarlaust að tala gegn aukinni orkuvinnslu Forstjóri Landsvirkjunar sakar þá sem tala gegn aukinni orkuvinnslu um algjört ábyrgðarleysi. Staðan í orkumálum sé grafalvarleg og landsmenn þurfi að gera sér grein fyrir því hvað orkuskortur þýði. 11. október 2023 21:00 Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21 Orkuskortur kom þungt niður á kolefnisbókhaldi Síldarvinnslunnar Ef fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar á Neskaupstað hefðu haft ótakmarkað aðgengi að rafmagni hefði verið hægt að koma í veg fyrir losun 14 þúsund tonna af kolefnisígildum á síðasta ári. Forstjóri Síldarvinnslunnar segir vonbrigði að orkubúskapur landsins sé ekki í betri stöðu en raun ber vitni. 17. maí 2023 08:46 Bræðslur keyrðar á olíu vegna raforkuskerðingar Annan veturinn í röð hafa fiskimjölsverksmiðjur neyðst til að brenna dísilolíu vegna raforkuskerðingar. Landsvirkjun segir þetta vegna mikils álags, kerfið sé nánast uppselt. 11. febrúar 2023 22:00 Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. 25. maí 2020 09:15 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Erfiður vatnsbúskapar og aukin raforkunotkun stórfyrirtækja, heimila og smærri fyrirtækja segir Landsvirkjun valda því að fyrirtæki eins og fiskimjölsbræðslur og gagnaver þurfa nú að sæta skerðingu, sem sögð er geta staðið fram á vor. Frá Norðfirði. Séð yfir fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar.Einar Árnason „Þetta er sláandi. Það verður bara að segjast,“ segir Magnús B. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Storm Orku. „Við höfum öll tækifæri til þess að gera Ísland grænt þegar kemur að orkuöflun, algjörlega grænt. Farið í hundrað prósent orkuskipti eða því sem næst. En því miður erum við ekki að nýta okkur þessi tækifæri.“ Sjálfur stýrir Magnús fyrirtækinu Storm Orku sem í áraraðir hefur árangurslaust reynt að þoka leyfisumsókn vegna vindorkuvers í gegnum kerfið. „Það er auðveldara að fá leyfi fyrir dísilrafstöð. Það tók tvö ár að fá leyfi fyrir varaaflsdísilrafstöð Landsnets sem er ellefu megavött. En græn orka, það tekur ár eða áratugi að fá leyfi fyrir slíku verkefni.“ Magnús vitnar í nýja útreikninga Eflu fyrir Landsnet um að þjóðhagslegur kostnaður vegna raforkuskerðingar til fiskimjölsverksmiða hafi numið fimm milljörðum króna á einum vetri. Frá Vopnafirði. Þar rekur Brim fiskimjölsverksmiðju.Skjáskot/Stöð 2 „Ef þetta eru tveir vetur þá eru þetta líklega tíu milljarðar, ef þetta eru þrír vetur, þá eru það fimmtán, ef við erum að tala um sambærilegar tölur fyrir hvern vetur:“ Landsmenn hafa undanfarin misseri kappkostað að kaupa sér rafmagnsbíla. Loftslagsávinningurinn sem af þessu hlýst, hann hefur hins vegar þurrkast upp. Dísilolíunotkun fiskimjölsverksmiðja í stað rafmagns á einum vetri sá til þess, að sögn Magnúsar. „Þurrkaði út allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. Sem voru fluttir inn með ívilnunum frá ríkissjóði. Þannig að samfélagslegur kostnaður er verulegur.“ Magnús nefnir að Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, hafi bent á að huga mætti að því að leggja rammaáætlun niður, eins og Norðmenn hafi gert, og taka upp einfaldara leyfisveitingaferli. Hafa kerfið þannig að það tæki eitt ár og að það þyrfti eitt leyfi, en ekki að sækja þyrfti um leyfi frá mörgum aðilum. Orkuveita Reykjavíkur og Sveitarfélagið Ölfus ákváðu í dag að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi vegna jarðhitavirkjunar ofan Hveragerðis. Frá vinstri: Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar OR, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, og Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri OR.Einar Örn Jónsson Jarðhitavirkjun í Ölfusdal ofan Hveragerðis eru nýjustu áformin um græna orkuöflun en ráðamenn Orkuveitu Reykjavíkur og Sveitarfélagsins Ölfuss ákváðu í dag að viðstöddum umhverfisráðherra að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi. Miðað við ferli rammaáætlunar gæti orðið löng bið. „Meðaltími verkefnisstjórnar á að afgreiða verkefni þaðan voru sextán ár. Ýktustu dæmin voru að það tók 23 ár að afgreiða eitt verkefni í gegnum rammaáætlun. Og síðan á eftir að byggja verkefnin. Þannig að það sér það hver maður að þetta reikningsdæmi getur aldrei gengið upp,“ segir Magnús B. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Storm Orku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Loftslagsmál Landsvirkjun Sjávarútvegur Umhverfismál Vistvænir bílar Bensín og olía Vatnsaflsvirkjanir Vindorka Jarðhiti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skerða orku til fiskverkunar og gagnavera Landsvirkjun hefur tekið ákvörðun um að skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, fiskþurrkana og gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Þetta kemur fram í tilkynningu, þar segir að afhending á víkjandi orku verði stöðvuð frá og með 1. desember og verði í gildi þar til miðlunarstaða hafi batnað. 27. nóvember 2023 09:58 Segir algjörlega ábyrgðarlaust að tala gegn aukinni orkuvinnslu Forstjóri Landsvirkjunar sakar þá sem tala gegn aukinni orkuvinnslu um algjört ábyrgðarleysi. Staðan í orkumálum sé grafalvarleg og landsmenn þurfi að gera sér grein fyrir því hvað orkuskortur þýði. 11. október 2023 21:00 Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21 Orkuskortur kom þungt niður á kolefnisbókhaldi Síldarvinnslunnar Ef fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar á Neskaupstað hefðu haft ótakmarkað aðgengi að rafmagni hefði verið hægt að koma í veg fyrir losun 14 þúsund tonna af kolefnisígildum á síðasta ári. Forstjóri Síldarvinnslunnar segir vonbrigði að orkubúskapur landsins sé ekki í betri stöðu en raun ber vitni. 17. maí 2023 08:46 Bræðslur keyrðar á olíu vegna raforkuskerðingar Annan veturinn í röð hafa fiskimjölsverksmiðjur neyðst til að brenna dísilolíu vegna raforkuskerðingar. Landsvirkjun segir þetta vegna mikils álags, kerfið sé nánast uppselt. 11. febrúar 2023 22:00 Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. 25. maí 2020 09:15 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Skerða orku til fiskverkunar og gagnavera Landsvirkjun hefur tekið ákvörðun um að skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, fiskþurrkana og gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Þetta kemur fram í tilkynningu, þar segir að afhending á víkjandi orku verði stöðvuð frá og með 1. desember og verði í gildi þar til miðlunarstaða hafi batnað. 27. nóvember 2023 09:58
Segir algjörlega ábyrgðarlaust að tala gegn aukinni orkuvinnslu Forstjóri Landsvirkjunar sakar þá sem tala gegn aukinni orkuvinnslu um algjört ábyrgðarleysi. Staðan í orkumálum sé grafalvarleg og landsmenn þurfi að gera sér grein fyrir því hvað orkuskortur þýði. 11. október 2023 21:00
Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21
Orkuskortur kom þungt niður á kolefnisbókhaldi Síldarvinnslunnar Ef fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar á Neskaupstað hefðu haft ótakmarkað aðgengi að rafmagni hefði verið hægt að koma í veg fyrir losun 14 þúsund tonna af kolefnisígildum á síðasta ári. Forstjóri Síldarvinnslunnar segir vonbrigði að orkubúskapur landsins sé ekki í betri stöðu en raun ber vitni. 17. maí 2023 08:46
Bræðslur keyrðar á olíu vegna raforkuskerðingar Annan veturinn í röð hafa fiskimjölsverksmiðjur neyðst til að brenna dísilolíu vegna raforkuskerðingar. Landsvirkjun segir þetta vegna mikils álags, kerfið sé nánast uppselt. 11. febrúar 2023 22:00
Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. 25. maí 2020 09:15
Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16