Tólf ára dreng frá Palestínu verði vísað úr landi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. desember 2023 23:26 Til stendur að vísa tólf ára dreng frá Palestínu úr landi án fjölskyldu sinnar. Tólf ára strák frá Palestínu sem hefur búið á hjá íslenskri fjölskyldu á Íslandi undanfarna mánuði hefur verið neitað um vernd. Að öllu óbreyttu verður honum vísað úr landi ásamt fjórtán ára frænda sínum til Grikklands þar sem engin fjölskylda bíður þeirra. Þetta kemur fram í færslu sem Magnús Már Einarsson birti á Facebook fyrr í kvöld en drengurinn sem heitir Sameer hefur verið í fóstri hjá honum og konu hans Önnu Guðrúnu Ingadóttur síðan í júní á þessu ári. Fjölskyldan enn á Gasasvæðinu „Þar verða þeir tveir, foreldralausir, á götunni við ömurlegar aðstæður. Á Íslandi stunda þeir skóla, æfa fótbolta með Aftureldingu og líkar frábærlega enda þurfa þeir ekki að óttast sprengingar á hverjum einasta klukkutíma,“ skrifar Magnús í færsluna. Hann segir jafnframt að foreldrar Sameers og systkini búi enn þá á Gasasvæðinu og að Sameer bíði kvíðinn á hverjum degi eftir fréttum af afdrifum fjölskyldunnar. Heimili fjölskyldunnar hans sé þegar rústir einar og fjölskyldan sé nú á vergangi í rústum heimaborgarinnar. „Ótrúlega ómanneskjulegt“ „Það að ætla að senda þá í burtu frá Íslandi þegar þjóðarmorð eru í gangi í heimalandinu er ótrúlega ómanneskjulegt og eitthvað sem hlýtur að vera hægt að koma í veg fyrir,“ segir Magnús. Hann hvetur Alþingi til að veita þeim fáu Palestínumönnum sem staddir eru á Íslandi alþjóðlega vernd af mannúðarástæðum. Sameer og frænda hans Yazan bíði vanræksla á götum Aþenuborgar ef ekkert verði gert í málinu. Magnús spyr hvers vegna ekki sé hægt að veita þeim örfáu Palestínumönnum sem eru búsettir á Íslandi vernd. Fordæmi séu fyrir slíku fyrir fólk frá Afganistan og Úkraínu. „Boltinn er hjá ykkur alþingismenn. Verið hugrakkir!“ segir hann að lokum. Palestína Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu sem Magnús Már Einarsson birti á Facebook fyrr í kvöld en drengurinn sem heitir Sameer hefur verið í fóstri hjá honum og konu hans Önnu Guðrúnu Ingadóttur síðan í júní á þessu ári. Fjölskyldan enn á Gasasvæðinu „Þar verða þeir tveir, foreldralausir, á götunni við ömurlegar aðstæður. Á Íslandi stunda þeir skóla, æfa fótbolta með Aftureldingu og líkar frábærlega enda þurfa þeir ekki að óttast sprengingar á hverjum einasta klukkutíma,“ skrifar Magnús í færsluna. Hann segir jafnframt að foreldrar Sameers og systkini búi enn þá á Gasasvæðinu og að Sameer bíði kvíðinn á hverjum degi eftir fréttum af afdrifum fjölskyldunnar. Heimili fjölskyldunnar hans sé þegar rústir einar og fjölskyldan sé nú á vergangi í rústum heimaborgarinnar. „Ótrúlega ómanneskjulegt“ „Það að ætla að senda þá í burtu frá Íslandi þegar þjóðarmorð eru í gangi í heimalandinu er ótrúlega ómanneskjulegt og eitthvað sem hlýtur að vera hægt að koma í veg fyrir,“ segir Magnús. Hann hvetur Alþingi til að veita þeim fáu Palestínumönnum sem staddir eru á Íslandi alþjóðlega vernd af mannúðarástæðum. Sameer og frænda hans Yazan bíði vanræksla á götum Aþenuborgar ef ekkert verði gert í málinu. Magnús spyr hvers vegna ekki sé hægt að veita þeim örfáu Palestínumönnum sem eru búsettir á Íslandi vernd. Fordæmi séu fyrir slíku fyrir fólk frá Afganistan og Úkraínu. „Boltinn er hjá ykkur alþingismenn. Verið hugrakkir!“ segir hann að lokum.
Palestína Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira