Meðferð umsókna frá Palestínu ekki breyst frá upphafi október Lovísa Arnardóttir skrifar 5. desember 2023 10:47 Útlendingastofnun hefur afgreitt frá upphafi árs tæplega 250 umsóknir frá Palestínumönnum. Vísir/Friðrik Þór Meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu hefur ekki breyst hjá Útlendingastofnun frá því í upphafi október þegar átökin hófust á Gasa. Alls hefur stofnunin tekið til meðferðar 244 umsóknir á þessu ári. 128 hafa fengið vernd og 116 neitun á grundvelli Dyflinnarreglugerðar eða verndar annars staðar. Frá upphafi þessa árs hefur Útlendingastofnun afgreitt 128 umsóknir frá Palestínumönnum í efnislegri meðferð og fengu þau öll veitta vernd eða viðbótarvernd. Flestar veitingar verndar voru afgreiddar í febrúar, eða alls 31. Það kemur fram í svari Útlendingastofnunar til fréttastofu. Á sama tíma hafa 44 umsóknir verið afgreiddar með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 72 með ákvörðun um endursendingu á grundvelli þess að njóta þegar verndar í öðru Evrópulandi. Það eru alls 116 umsóknir. Í svari til fréttastofu um það hvort að átökin í Palestínu hafi haft áhrif á meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu segir að vegna þess hve slæmt ástandið var fyrir, hafi meðferð umsókna ekki breyst mikið. „Þessar niðurstöður sýna að þrátt fyrir að ástandið hafi versnað til muna í kjölfar átaka undanfarinna vikna þá hefur það ekki haft mikil áhrif á þessa málsmeðferð vegna þess hve ástandið var slæmt fyrir átökin. Sérhver umsókn er eftir sem áður afgreidd á einstaklings grundvelli og taka þarf tillit til þess til dæmis hvort einstaklingar séu með ríkisfang í fleiri ríkjum en þá er horft til aðstæðna í báðum ríkjum,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, í svari til fréttastofu. „Þegar umsóknir eru afgreiddar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar eða verndar í öðru ríki þá er tekið mið af aðstæðum í móttökuríki en ekki heimaríki. Önnur ríki Dyflinnarsamstarfsins eru bundin af sömu reglum og íslensk stjórnvöld um bann við því að vísa fólki brott eða endursenda þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu,“ segir Þórhildur. Vilja 44. grein útlendingalaga virkjaða Þingmaður Pírata og fósturforeldrar tveggja palestínskra drengja sem á að vísa til Grikklands sögðu í fréttum í gær að þau vildu að ráðherra virkjaði ákvæði um fjöldaflótta í útlendingalögum fyrir umsækjendur frá Palestínu eins og var gert þegar stríð braust út í Úkraínu. Það er 44. grein laga um útlendinga. Mál drengjanna er nú til meðferðar hjá kærunefnd útlendingamála en Útlendingastofnun tók mál þeirra ekki til efnismeðferðar vegna þess að þeir eru með vernd í Grikklandi. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins um hvort það kæmi til greina að virkja 44. greinina og fékk þau svör frá aðstoðarmanni að það hafi ekki verið rætt, en verði örugglega rætt. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Linnulausar loftárásir og herinn alls staðar á Gasa Ísraelsher hefur staðið í linnulausum loftárásum á Gasa frá því að hlé á átökum rann út fyrir um það bil þremur dögum. Herinn greindi frá því í nótt að aðgerðir á jörðu niðri stæðu nú yfir á svæðinu öllu. 4. desember 2023 07:07 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Frá upphafi þessa árs hefur Útlendingastofnun afgreitt 128 umsóknir frá Palestínumönnum í efnislegri meðferð og fengu þau öll veitta vernd eða viðbótarvernd. Flestar veitingar verndar voru afgreiddar í febrúar, eða alls 31. Það kemur fram í svari Útlendingastofnunar til fréttastofu. Á sama tíma hafa 44 umsóknir verið afgreiddar með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 72 með ákvörðun um endursendingu á grundvelli þess að njóta þegar verndar í öðru Evrópulandi. Það eru alls 116 umsóknir. Í svari til fréttastofu um það hvort að átökin í Palestínu hafi haft áhrif á meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu segir að vegna þess hve slæmt ástandið var fyrir, hafi meðferð umsókna ekki breyst mikið. „Þessar niðurstöður sýna að þrátt fyrir að ástandið hafi versnað til muna í kjölfar átaka undanfarinna vikna þá hefur það ekki haft mikil áhrif á þessa málsmeðferð vegna þess hve ástandið var slæmt fyrir átökin. Sérhver umsókn er eftir sem áður afgreidd á einstaklings grundvelli og taka þarf tillit til þess til dæmis hvort einstaklingar séu með ríkisfang í fleiri ríkjum en þá er horft til aðstæðna í báðum ríkjum,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, í svari til fréttastofu. „Þegar umsóknir eru afgreiddar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar eða verndar í öðru ríki þá er tekið mið af aðstæðum í móttökuríki en ekki heimaríki. Önnur ríki Dyflinnarsamstarfsins eru bundin af sömu reglum og íslensk stjórnvöld um bann við því að vísa fólki brott eða endursenda þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu,“ segir Þórhildur. Vilja 44. grein útlendingalaga virkjaða Þingmaður Pírata og fósturforeldrar tveggja palestínskra drengja sem á að vísa til Grikklands sögðu í fréttum í gær að þau vildu að ráðherra virkjaði ákvæði um fjöldaflótta í útlendingalögum fyrir umsækjendur frá Palestínu eins og var gert þegar stríð braust út í Úkraínu. Það er 44. grein laga um útlendinga. Mál drengjanna er nú til meðferðar hjá kærunefnd útlendingamála en Útlendingastofnun tók mál þeirra ekki til efnismeðferðar vegna þess að þeir eru með vernd í Grikklandi. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins um hvort það kæmi til greina að virkja 44. greinina og fékk þau svör frá aðstoðarmanni að það hafi ekki verið rætt, en verði örugglega rætt.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Linnulausar loftárásir og herinn alls staðar á Gasa Ísraelsher hefur staðið í linnulausum loftárásum á Gasa frá því að hlé á átökum rann út fyrir um það bil þremur dögum. Herinn greindi frá því í nótt að aðgerðir á jörðu niðri stæðu nú yfir á svæðinu öllu. 4. desember 2023 07:07 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Linnulausar loftárásir og herinn alls staðar á Gasa Ísraelsher hefur staðið í linnulausum loftárásum á Gasa frá því að hlé á átökum rann út fyrir um það bil þremur dögum. Herinn greindi frá því í nótt að aðgerðir á jörðu niðri stæðu nú yfir á svæðinu öllu. 4. desember 2023 07:07
Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55
Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07