Söfnunin tók kipp: „Greinilegt að þetta snerti einhvern streng“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. desember 2023 18:22 Pökkunum hefur sýnilega fjölgað mikið síðan um helgina. Vísir/Silja Jólagjafasöfnun mæðrastyrksnefndar hefur svo sannarlega tekið kipp eftir umfjöllun helgarinnar um dræma þátttöku í söfnuninni. Markaðsstjóri Kringlunnar segir nú 2,5 milljónir hafa safnast af fjárframlögum auk fjölda pakka sem komið hefur verið fyrir undir jólatrénu í Kringlunni. Athygli vakti um helgina þegar Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar lýsti yfir áhyggjum af dræmri þátttöku í söfnuninni, sem fer fram ár hvert í verslunarmiðstöðinni. „Ég vona bara að þetta taki kipp. Þetta hefur áður farið rólega af stað og tekið kipp en þetta er óvenjulegt, þess vegna hefur maður áhyggjur,“ sagði Baldvina í samtali við Vísi á laugardag. Nú segir Baldvina horfurnar mun betri. „Það er greinilegt að þetta snerti einhvern streng, að það væri að ganga svona illa að safna jólagjöfum handa börnunum okkar,“ segir hún. „Það fór allt af stað strax á laugardaginn. Þá fóru að myndast raðir við innpökkunarborðin,“ segir Baldvina, og segir pökkunum hafa fjölgað ört og fjárframlögum líka. Raunhæft að metinu verði náð Auk pakkasöfnunarinnar er hægt að styrkja verkefnið með frjálsum framlögum á vefsíðu Kringlunnar. Baldvina segir að í morgun hafi ótrúlegar tölur komið upp úr bókhaldinu þegar staða söfnunarinnar var skoðuð. „Það voru 2,5 milljónir sem komu á laugardag og sunnudag, þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Baldvina. Baldvina Snælaugsdóttir er markaðsstjóri Kringlunnar. Aðspurð segir Baldvina að þegar best lét hafi framlögin numið um þrjár milljónir króna, þá fyrir allan desembermánuð. Hún segir því raunhæft markmið að metið verði slegið í ár. Baldvina segist himinlifandi yfir árangrinum og að skipuleggjendur verkefnisins hafi tekið gleði sína á ný eftir helgina. „Bara vá, ég trúi þessu varla,“ segir Baldvina að lokum. Kringlan Jól Góðverk Reykjavík Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Athygli vakti um helgina þegar Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar lýsti yfir áhyggjum af dræmri þátttöku í söfnuninni, sem fer fram ár hvert í verslunarmiðstöðinni. „Ég vona bara að þetta taki kipp. Þetta hefur áður farið rólega af stað og tekið kipp en þetta er óvenjulegt, þess vegna hefur maður áhyggjur,“ sagði Baldvina í samtali við Vísi á laugardag. Nú segir Baldvina horfurnar mun betri. „Það er greinilegt að þetta snerti einhvern streng, að það væri að ganga svona illa að safna jólagjöfum handa börnunum okkar,“ segir hún. „Það fór allt af stað strax á laugardaginn. Þá fóru að myndast raðir við innpökkunarborðin,“ segir Baldvina, og segir pökkunum hafa fjölgað ört og fjárframlögum líka. Raunhæft að metinu verði náð Auk pakkasöfnunarinnar er hægt að styrkja verkefnið með frjálsum framlögum á vefsíðu Kringlunnar. Baldvina segir að í morgun hafi ótrúlegar tölur komið upp úr bókhaldinu þegar staða söfnunarinnar var skoðuð. „Það voru 2,5 milljónir sem komu á laugardag og sunnudag, þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Baldvina. Baldvina Snælaugsdóttir er markaðsstjóri Kringlunnar. Aðspurð segir Baldvina að þegar best lét hafi framlögin numið um þrjár milljónir króna, þá fyrir allan desembermánuð. Hún segir því raunhæft markmið að metið verði slegið í ár. Baldvina segist himinlifandi yfir árangrinum og að skipuleggjendur verkefnisins hafi tekið gleði sína á ný eftir helgina. „Bara vá, ég trúi þessu varla,“ segir Baldvina að lokum.
Kringlan Jól Góðverk Reykjavík Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira