„Þetta er vond stjórnsýsla“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 4. desember 2023 20:30 Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar og Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Mál tveggja palestínskra drengja sem vísa á úr landi var tekið fyrir á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að um vonda stjórnsýslu sé að ræða og að ætlun Alþingis hefði aldrei verið að vísa fylgdarlausum börnum til Grikklands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði fyrir málið í pontu í dag en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var fjarverandi. Að sögn Katrínar er málið komið á borð kærunefndar útlendingamála. Rætt var við drengina tvo í Kvöldfréttum Stöðvar 2 en þeir dvelja hjá íslenskum fósturfjölskyldum. Þeir segja hræðilegar aðstæður bíða þeirra verði ákvörðun stjórnvalda um að vísa þeim úr landi að veruleika. „Það var aldrei ætlun Alþingis að vísa fylgdarlausum börnum til Grikklands,“ sagði Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að til sé nóg af ákvæðum í lögunum hefðu getað komið í veg fyrir að málið næði þessu stigi. „Þetta er vond stjórnsýsla og það á ekkert á fyrstu stigum málsins að komast að rangri niðurstöðu. Það á ekkert að þurfa að bíða eftir kærunefnd. Það er óskilvirkt, það er ómannúðlegt og sérstaklega þegar kemur að litlum börnum,“ sagði Logi. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata segist sammála því að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þá stöðu sem upp er komin. „Mér finnst þetta mál bara mjög borðleggjandi. Ég skil ekki hvers vegna við þurfum að bíða eftir niðurstöðu frá úrskurðaraðila og annarra stjórnsýslustigi,“ sagði Lenya Rún Taha Karim í Kvöldfréttum. Mottóið að skipta sér ekki af einstaka málum Hún segir að hægt hefði verið að forðast niðurstöðuna til að byrja með, með því að veita drengjunum vernd. „Það er að við hefðum getað forðast þessa niðurstöðu til að byrja með. Þessir strákar hafa verið í mjög, mjög erfiðum aðstæðum síðustu mánuði og hafa upplifað mjög mikið álag og mjög mikla óvissu,“ sagði Lenya. Logi segir málið núna á borði ráðherra. „Dómsmálaráðherra fer með málefni flóttamanna og forsætisráðherra fer með málefni mannúðar. Þannig að ég vona auðvitað að það komi jákvæð niðurstaða hjá kærunefndinni en ef ekki þá verða þær að grípa inn í.“ Lenya segist binda vonir við að dómsmálaráðherra grípi inn í. „Mottóið hjá dómsmálaráðherra er mjög oft að þau skipti sér ekki af einstaka málum en það eru auðvitað til nokkur ákvæði sem er hægt að grípa til,“ segir Lenya og nefnir ákvæðið um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta sem virkjað var í fyrra fyrir úkraínskt flóttafólk. „Ég vona bara innilega að kærunefndin muni komast að ásættanlegri niðurstöðu með hag þessara barna að leiðarljósi,“ sagði Lenya að lokun. Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði fyrir málið í pontu í dag en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var fjarverandi. Að sögn Katrínar er málið komið á borð kærunefndar útlendingamála. Rætt var við drengina tvo í Kvöldfréttum Stöðvar 2 en þeir dvelja hjá íslenskum fósturfjölskyldum. Þeir segja hræðilegar aðstæður bíða þeirra verði ákvörðun stjórnvalda um að vísa þeim úr landi að veruleika. „Það var aldrei ætlun Alþingis að vísa fylgdarlausum börnum til Grikklands,“ sagði Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að til sé nóg af ákvæðum í lögunum hefðu getað komið í veg fyrir að málið næði þessu stigi. „Þetta er vond stjórnsýsla og það á ekkert á fyrstu stigum málsins að komast að rangri niðurstöðu. Það á ekkert að þurfa að bíða eftir kærunefnd. Það er óskilvirkt, það er ómannúðlegt og sérstaklega þegar kemur að litlum börnum,“ sagði Logi. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata segist sammála því að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þá stöðu sem upp er komin. „Mér finnst þetta mál bara mjög borðleggjandi. Ég skil ekki hvers vegna við þurfum að bíða eftir niðurstöðu frá úrskurðaraðila og annarra stjórnsýslustigi,“ sagði Lenya Rún Taha Karim í Kvöldfréttum. Mottóið að skipta sér ekki af einstaka málum Hún segir að hægt hefði verið að forðast niðurstöðuna til að byrja með, með því að veita drengjunum vernd. „Það er að við hefðum getað forðast þessa niðurstöðu til að byrja með. Þessir strákar hafa verið í mjög, mjög erfiðum aðstæðum síðustu mánuði og hafa upplifað mjög mikið álag og mjög mikla óvissu,“ sagði Lenya. Logi segir málið núna á borði ráðherra. „Dómsmálaráðherra fer með málefni flóttamanna og forsætisráðherra fer með málefni mannúðar. Þannig að ég vona auðvitað að það komi jákvæð niðurstaða hjá kærunefndinni en ef ekki þá verða þær að grípa inn í.“ Lenya segist binda vonir við að dómsmálaráðherra grípi inn í. „Mottóið hjá dómsmálaráðherra er mjög oft að þau skipti sér ekki af einstaka málum en það eru auðvitað til nokkur ákvæði sem er hægt að grípa til,“ segir Lenya og nefnir ákvæðið um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta sem virkjað var í fyrra fyrir úkraínskt flóttafólk. „Ég vona bara innilega að kærunefndin muni komast að ásættanlegri niðurstöðu með hag þessara barna að leiðarljósi,“ sagði Lenya að lokun.
Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira