Mikill vill meira og fékk það líka í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 09:31 Alejandro Garnacho skorar glæsilegt mark sitt fyrir Manchester United á móti Everton. AP/Jon Super Nýr sjónvarpssamningur ensku úrvalsdeildarinnar er meira en ellefu hundruð milljarða króna virði en deildin hefur gengið frá samningum við Sky Sports, TNT Sports og breska ríkisútvarpið BBC. Sky Sports og TNT Sports sömdu um beinar útsendingar frá leikjum en breska ríkisútvarpið samdi um að halda áfram útsendingum á markaþætti sínum Match of the day. Enska úrvalsdeildin segir að samningurinn sé stærsti sjónvarpssamningur sem gerður hefur verið í breskum íþróttum. The Premier League has completed the largest sports media rights deals ever concluded in the UK for Seasons 2025/26 through to 2028/29 https://t.co/jSv9zOFdMY pic.twitter.com/quxp9LiUdb— Premier League (@premierleague) December 4, 2023 Í yfirlýsingu kemur fram að þessir samningar muni skila tekjum upp á 6,7 milljarða punda á þessum fjórum árum en það jafngildir 1184 milljörðum íslenskra króna. Mikill vill meira og fékk það líka í gær. Samningurinn gildir frá og með 2025-26 tímabilinu og næsta tímabil er því ekki hluti af honum. Þetta er fjögurra prósenta hækkun frá fyrri samningi ensku úrvalsdeildarinnar við þessar sjónvarpsstöðvar og það eru miklir peningar þegar verið er að tala um svona risastóra samninga. Sky Sports sem dæmi fékk það líka í gegn að sýna beint frá mun fleiri leikjum en áður. Sky ætlar nefnilega að sýna sjötíu prósent fleiri leiki úr ensku úrvalsdeildinni en alls munu 215 leikir vera sýndir beint á Sky Sports. TNT mun sýna 52 leiki. BREAKING : Sky Sports agree new Premier League rights dealSky Sports to show 70% more matches a record 215 games - in a new four year-deal from 2025/26.More Premier League action than any other broadcaster, with at least four matches every week. pic.twitter.com/Q9ye5w9Vzj— Sky Sports (@SkySports) December 4, 2023 Í fyrsta sinn verða allir leikir sýndir beint fyrir utan þá sem byrja klukkan þrjú á laugardögum. Það verða líka leikir í miðri viku þar sem áhorfendur geta valið á milli leikja. Enska úrvalsdeildin er náttúrulega í algjörum sérflokki þegar kemur að stórum sjónvarpssamningum í fótboltanum en þessi samningur er sem dæmi meira en tvöfalt hærri en nýr samningur um sýningarrétt á ítalska fótboltanum. Enski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Sjá meira
Sky Sports og TNT Sports sömdu um beinar útsendingar frá leikjum en breska ríkisútvarpið samdi um að halda áfram útsendingum á markaþætti sínum Match of the day. Enska úrvalsdeildin segir að samningurinn sé stærsti sjónvarpssamningur sem gerður hefur verið í breskum íþróttum. The Premier League has completed the largest sports media rights deals ever concluded in the UK for Seasons 2025/26 through to 2028/29 https://t.co/jSv9zOFdMY pic.twitter.com/quxp9LiUdb— Premier League (@premierleague) December 4, 2023 Í yfirlýsingu kemur fram að þessir samningar muni skila tekjum upp á 6,7 milljarða punda á þessum fjórum árum en það jafngildir 1184 milljörðum íslenskra króna. Mikill vill meira og fékk það líka í gær. Samningurinn gildir frá og með 2025-26 tímabilinu og næsta tímabil er því ekki hluti af honum. Þetta er fjögurra prósenta hækkun frá fyrri samningi ensku úrvalsdeildarinnar við þessar sjónvarpsstöðvar og það eru miklir peningar þegar verið er að tala um svona risastóra samninga. Sky Sports sem dæmi fékk það líka í gegn að sýna beint frá mun fleiri leikjum en áður. Sky ætlar nefnilega að sýna sjötíu prósent fleiri leiki úr ensku úrvalsdeildinni en alls munu 215 leikir vera sýndir beint á Sky Sports. TNT mun sýna 52 leiki. BREAKING : Sky Sports agree new Premier League rights dealSky Sports to show 70% more matches a record 215 games - in a new four year-deal from 2025/26.More Premier League action than any other broadcaster, with at least four matches every week. pic.twitter.com/Q9ye5w9Vzj— Sky Sports (@SkySports) December 4, 2023 Í fyrsta sinn verða allir leikir sýndir beint fyrir utan þá sem byrja klukkan þrjú á laugardögum. Það verða líka leikir í miðri viku þar sem áhorfendur geta valið á milli leikja. Enska úrvalsdeildin er náttúrulega í algjörum sérflokki þegar kemur að stórum sjónvarpssamningum í fótboltanum en þessi samningur er sem dæmi meira en tvöfalt hærri en nýr samningur um sýningarrétt á ítalska fótboltanum.
Enski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Sjá meira