Bein útsending: Metfjöldi umsókna um hlutdeildarlán Atli Ísleifsson skrifar 5. desember 2023 09:00 HMS hefur veitt 178 hlutdeildarlán það sem af er árinu 2023, samtals að fjárhæð um 1.956 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Alls bárust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 73 umsóknir um hlutdeildarlán í október síðastliðinn. Lang flestar þeirra voru vegna kaupa á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu eða 58 umsóknir, fjórtán umsóknir voru á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins og ein umsókn á landsbyggð utan vaxtarsvæða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu HMS um hlutdeildarlán, en fulltrúar stofnunarinnar munu kynna skýrsluna á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Fasteignamarkaður - Hlutdeildaralán from Húsnæðis- og mannvirkjastofnun on Vimeo. Í tilkynningu segir að það sem af sé árinu 2023 þá hafi HMS veitt 178 hlutdeildarlán, samtals að fjárhæð um 1.956 milljónir króna. Um 57 prósent lánanna séu á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins (101 lán) og 40 prósent þeirra á höfuðborgarsvæðinu (71 lán), sex lán hafa verið veitt á landsbyggð utan vaxtarsvæða. Lánum sem þessum er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup. „Frá því að hlutdeildarlán hófu göngu sína á síðari hluta árs 2020 þá hefur HMS veitt samtals 631 lán að fjárhæð samtals 5.668 milljónir króna. Um 2.887 milljónir eru vegna kaupa á íbúðum á vaxtarsvæðum, um 2.640 milljónir á höfuðborgarsvæðinu og tæplega 140 milljónir króna á landsbyggð utan vaxtarsvæða. Flest lán hafa verið veitt á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins (347 lán) helst í Reykjanesbæ (135 lán), Akureyrarbæ (54 lán) og Akraneskaupstað (51 lán). Næstflest lán eru á höfuðborgarsvæðinu eða 266 lán helst í Reykjavík (170) sem þar sem jafnframt flest lán hafa verið veitt, Hafnarfirði (40 lán) og Garðabæ (22 lán). Á landsbyggðinni utan vaxtarsvæða hafa verið veitt 18 lán helst á Dalvíkurbyggð (5 lán). Nokkur aukning hefur verið í umsóknum um hlutdeildarlán að undanförnu. Á fyrri hluta ársins bárust 33 umsóknir en eru þær nú orðnar alls 495 talsins og er þetta mesti fjöldi umsókna frá því að reglur um hlutdeildarlán tóku fyrst gildi á síðarin hluta árs 2020. HMS Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum fullbúnum íbúðum sem samþykktar eru af HMS og fer hámarksverð þeirra eftir stærð, fjölda svefnherbergja og staðsetningu. Jafnframt skal heimilað söluverð vera í samræmi við söluverð sambærilegra íbúða sem bjóðast á almennum markaði og því ekki sjálfgefið að hámarksverð skv. reglugerð eigi við. Ef gerður er samanburður á verði nýrra fullbúinna íbúða sem seldar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu á árinu þá má sjá að söluverð íbúða sem keyptar hafa verið án hlutdeildarláns er fermetraverð íbúðanna að meðaltali um 7,8% hærra en fermetraverð sambærilegra íbúða sem keyptar eru með hlutdeildarláni,“ segir í tilkynningunni. Ný reiknivél Ennfremur segir að HMS hafi nú útbúið nýja reiknivél sem ætluð sé til að auðvelda fyrstu kaupendum og umsækjendum um hlutdeildarlán að átta sig á skilyrðum hlutdeildarlána og máta sig við úrræðið. „Í reiknivélina er m.a. hægt að setja inn fjölskyldutegund og fjölda barna á heimili og fá þannig upplýsingar um leyfilegar hámarkstekjur heimilisins. Þar er einnig hægt setja inn upplýsingar um eignir og skuldir og fá þannig upplýsingar um eigið fé umsækjanda og mögulegt hámarkskaupverð íbúða. Reiknivélin sem er bæði á íslensku og ensku má finna á heimasíðu HMS.“ Fasteignamarkaður Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu HMS um hlutdeildarlán, en fulltrúar stofnunarinnar munu kynna skýrsluna á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Fasteignamarkaður - Hlutdeildaralán from Húsnæðis- og mannvirkjastofnun on Vimeo. Í tilkynningu segir að það sem af sé árinu 2023 þá hafi HMS veitt 178 hlutdeildarlán, samtals að fjárhæð um 1.956 milljónir króna. Um 57 prósent lánanna séu á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins (101 lán) og 40 prósent þeirra á höfuðborgarsvæðinu (71 lán), sex lán hafa verið veitt á landsbyggð utan vaxtarsvæða. Lánum sem þessum er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup. „Frá því að hlutdeildarlán hófu göngu sína á síðari hluta árs 2020 þá hefur HMS veitt samtals 631 lán að fjárhæð samtals 5.668 milljónir króna. Um 2.887 milljónir eru vegna kaupa á íbúðum á vaxtarsvæðum, um 2.640 milljónir á höfuðborgarsvæðinu og tæplega 140 milljónir króna á landsbyggð utan vaxtarsvæða. Flest lán hafa verið veitt á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins (347 lán) helst í Reykjanesbæ (135 lán), Akureyrarbæ (54 lán) og Akraneskaupstað (51 lán). Næstflest lán eru á höfuðborgarsvæðinu eða 266 lán helst í Reykjavík (170) sem þar sem jafnframt flest lán hafa verið veitt, Hafnarfirði (40 lán) og Garðabæ (22 lán). Á landsbyggðinni utan vaxtarsvæða hafa verið veitt 18 lán helst á Dalvíkurbyggð (5 lán). Nokkur aukning hefur verið í umsóknum um hlutdeildarlán að undanförnu. Á fyrri hluta ársins bárust 33 umsóknir en eru þær nú orðnar alls 495 talsins og er þetta mesti fjöldi umsókna frá því að reglur um hlutdeildarlán tóku fyrst gildi á síðarin hluta árs 2020. HMS Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum fullbúnum íbúðum sem samþykktar eru af HMS og fer hámarksverð þeirra eftir stærð, fjölda svefnherbergja og staðsetningu. Jafnframt skal heimilað söluverð vera í samræmi við söluverð sambærilegra íbúða sem bjóðast á almennum markaði og því ekki sjálfgefið að hámarksverð skv. reglugerð eigi við. Ef gerður er samanburður á verði nýrra fullbúinna íbúða sem seldar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu á árinu þá má sjá að söluverð íbúða sem keyptar hafa verið án hlutdeildarláns er fermetraverð íbúðanna að meðaltali um 7,8% hærra en fermetraverð sambærilegra íbúða sem keyptar eru með hlutdeildarláni,“ segir í tilkynningunni. Ný reiknivél Ennfremur segir að HMS hafi nú útbúið nýja reiknivél sem ætluð sé til að auðvelda fyrstu kaupendum og umsækjendum um hlutdeildarlán að átta sig á skilyrðum hlutdeildarlána og máta sig við úrræðið. „Í reiknivélina er m.a. hægt að setja inn fjölskyldutegund og fjölda barna á heimili og fá þannig upplýsingar um leyfilegar hámarkstekjur heimilisins. Þar er einnig hægt setja inn upplýsingar um eignir og skuldir og fá þannig upplýsingar um eigið fé umsækjanda og mögulegt hámarkskaupverð íbúða. Reiknivélin sem er bæði á íslensku og ensku má finna á heimasíðu HMS.“
Fasteignamarkaður Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira