Hálshlíf verður skylda í íshokkí eftir banaslysið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 15:31 Adam Johnson var minnst fyrir íþróttakappaleiki víða um England þar á meðal fyrir leik Nottingham Forest og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Matthew Ashton Alþjóða íshokkísambandið hefur breytt reglum sínum í kjölfar slyssins hræðilega á dögunum þegar Bandaríkjamaðurinn Adam Johnson lést af sárum sínum eftir að skauti mótherja skar hann á háls í leik. Hér eftir verður það skylda hjá leikmönnum að vera með hálshlíf í öllum leikjum á vegum Alþjóða íshokkísambandsins. Ice Hockey-Neck guards mandatory in IIHF tournaments after Johnson's death https://t.co/EaAjybwGmo pic.twitter.com/yNe2Kb5vLv— Reuters (@Reuters) December 5, 2023 Þetta þýðir að allir leikmenn sem keppa á Ólympíuleikunum 2026 eða í heimsmeistarakeppni karla eða kvenna í framtíðinni þurfa að vera með hálfshlíf. Nýja reglan mun hins vegar ekki gilda í atvinnumannadeildum eins og NHL í Bandaríkjunum. Þar er enginn skylda um að leikmenn séu með hálshlífar. Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar Íshokkísambands Íslands, vakti athygli á því stuttu eftir slysið að það væri skylda í yngri flokkum á nota hálshlíf en einnig hafði skapast mikil umræða um það hvort leikmenn þurfi ekki frekari vörn hjá fullorðnum líka. Alþjóða íshokkísambandið tók þetta mál fyrir og hefur nú komist að þeirrri rökréttu niðurstöðu að tryggja enn frekar öryggi leikmanna á svellinu. Adam Johnson lést eftir slys í leik Nottingham Panther í Englandi í október. Sökudólgurinn hefur verið ákærður um manndráp en var sleppt gegn tryggingu. Enska íshokkísambandið hafði lýst því yfir að hálshlíf yrði hér eftir skylda og deildir í Kanada hafa einnig farið sömu leið. Cole Koepke, leikmaður Syracuse Crunch, var góður vinur Johnson og hann ákvað að fara að byrja spila með hálshlíf í AHL-deildinni sem er b-deildin í bandaríska íshokkíinu. „Það truflar mig ekki að að vera með hálshlífina og það er því engin ástæða fyrir því að vera ekki með hana. Þetta er það rétta í stöðunni,“ sagði Koepke við CBS Minnesota. Íshokkí Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Hér eftir verður það skylda hjá leikmönnum að vera með hálshlíf í öllum leikjum á vegum Alþjóða íshokkísambandsins. Ice Hockey-Neck guards mandatory in IIHF tournaments after Johnson's death https://t.co/EaAjybwGmo pic.twitter.com/yNe2Kb5vLv— Reuters (@Reuters) December 5, 2023 Þetta þýðir að allir leikmenn sem keppa á Ólympíuleikunum 2026 eða í heimsmeistarakeppni karla eða kvenna í framtíðinni þurfa að vera með hálfshlíf. Nýja reglan mun hins vegar ekki gilda í atvinnumannadeildum eins og NHL í Bandaríkjunum. Þar er enginn skylda um að leikmenn séu með hálshlífar. Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar Íshokkísambands Íslands, vakti athygli á því stuttu eftir slysið að það væri skylda í yngri flokkum á nota hálshlíf en einnig hafði skapast mikil umræða um það hvort leikmenn þurfi ekki frekari vörn hjá fullorðnum líka. Alþjóða íshokkísambandið tók þetta mál fyrir og hefur nú komist að þeirrri rökréttu niðurstöðu að tryggja enn frekar öryggi leikmanna á svellinu. Adam Johnson lést eftir slys í leik Nottingham Panther í Englandi í október. Sökudólgurinn hefur verið ákærður um manndráp en var sleppt gegn tryggingu. Enska íshokkísambandið hafði lýst því yfir að hálshlíf yrði hér eftir skylda og deildir í Kanada hafa einnig farið sömu leið. Cole Koepke, leikmaður Syracuse Crunch, var góður vinur Johnson og hann ákvað að fara að byrja spila með hálshlíf í AHL-deildinni sem er b-deildin í bandaríska íshokkíinu. „Það truflar mig ekki að að vera með hálshlífina og það er því engin ástæða fyrir því að vera ekki með hana. Þetta er það rétta í stöðunni,“ sagði Koepke við CBS Minnesota.
Íshokkí Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira