Staðan versni með hverri klukkustund: „Það sem ég sá er ólýsanlegt“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2023 19:37 Sjúkrahús á Gasa eru yfirfull og sært fólk liggur á göngum þeirra. Hjálparsamtök segja stöðuna grafalvarlega og fara versnandi með hverri klukkustund. vísir/AP Sjúklingar fylla gólfin á spítölum Gasa og staðan versnar með hverri klukkustund að mati hjálparstofnana. Fólk geti ekki flúið í öruggt skjól á sama tíma og Ísraelsher kallar eftir umfangsmeiri rýmingum. Sláandi aðstæður blasa við á nýjum myndum frá spítala í borginni Khan Younis á suðurhluta Gasa. Sjúklingar liggja særðir á gólfinu sem er þakið blóðslettum á meðan heilbrigðisstarfsfólk reynir eftir fremsta megni að sinna þeim. Spítalinn er yfirfullur og þar að auka freista margir þess að leita skjóls við spítalann eftir að hafa flúið sprengjuregn annars staðar - og jafnvel ítrekað. Forseti Alþjóða Rauða krossins sem skoðaði spítala í borginni í gær segir ástandið óásættanlegt með öllu. „Það sem ég sá þar er alveg ólýsanlegt. Mér fannst átakanlegast að horfa upp á stórslösuð börn sem höfðu misst foreldra sína og voru ein og yfirgefin,“ sagði Mirjana Spoljaric Egger, þegar hún ræddi við fréttamenn í gær. Hafa engin tök á því að flýja Eftir að umsamið hlé á átökum rann út hafa Ísraelar aukið sókn sína á suðurhluta Gasa með það að markmiði að uppræta allar starfsstöðvar Hamas. Ísraelsher varar við hernaðaraðgerðum í og við Khan Younis; birti nýtt rýmingarkort og hvatti almenna borgara til að flýja. Ísraelsher er sagður kominn inn í „hjarta Khan Younis“ og hefur hvatt fólk til að flýja. Hjálparsamtök segja ekkert öruggt skjól bíða.vísir/AP Talsmaður UNICEF segir ástandið ástandið versna með hverri klukkustund og að fólk hafi ekki tök á því að flýja í öruggt skjól. „Svokölluð öryggissvæði eru ekki skilgreind vísindalega. Það er engin skynsemi að baki þeim og þau ganga ekki upp. Stjórnvöldum er kunnugt um þetta. Þetta er tilfinningalaust Þetta er kaldrifjað og stuðlar að tómlæti gagnvart konum og börnum á Gasa. Þetta er átakanlegt og óskiljanlegt,“ James Elder, talsmaður UNICEF. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Sláandi aðstæður blasa við á nýjum myndum frá spítala í borginni Khan Younis á suðurhluta Gasa. Sjúklingar liggja særðir á gólfinu sem er þakið blóðslettum á meðan heilbrigðisstarfsfólk reynir eftir fremsta megni að sinna þeim. Spítalinn er yfirfullur og þar að auka freista margir þess að leita skjóls við spítalann eftir að hafa flúið sprengjuregn annars staðar - og jafnvel ítrekað. Forseti Alþjóða Rauða krossins sem skoðaði spítala í borginni í gær segir ástandið óásættanlegt með öllu. „Það sem ég sá þar er alveg ólýsanlegt. Mér fannst átakanlegast að horfa upp á stórslösuð börn sem höfðu misst foreldra sína og voru ein og yfirgefin,“ sagði Mirjana Spoljaric Egger, þegar hún ræddi við fréttamenn í gær. Hafa engin tök á því að flýja Eftir að umsamið hlé á átökum rann út hafa Ísraelar aukið sókn sína á suðurhluta Gasa með það að markmiði að uppræta allar starfsstöðvar Hamas. Ísraelsher varar við hernaðaraðgerðum í og við Khan Younis; birti nýtt rýmingarkort og hvatti almenna borgara til að flýja. Ísraelsher er sagður kominn inn í „hjarta Khan Younis“ og hefur hvatt fólk til að flýja. Hjálparsamtök segja ekkert öruggt skjól bíða.vísir/AP Talsmaður UNICEF segir ástandið ástandið versna með hverri klukkustund og að fólk hafi ekki tök á því að flýja í öruggt skjól. „Svokölluð öryggissvæði eru ekki skilgreind vísindalega. Það er engin skynsemi að baki þeim og þau ganga ekki upp. Stjórnvöldum er kunnugt um þetta. Þetta er tilfinningalaust Þetta er kaldrifjað og stuðlar að tómlæti gagnvart konum og börnum á Gasa. Þetta er átakanlegt og óskiljanlegt,“ James Elder, talsmaður UNICEF.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira