Gamli Bjarni og nýi Bjarni Sigmar Guðmundsson skrifar 7. desember 2023 08:00 Þegar formaður stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi sakar Kveik á RÚV um áróður gegn krónunni, þá eru það þung orð. Eitt er að gagnrýna efnistök en að ryðjast hneykslaður fram og saka þáttarstjórnendur um annarleg sjónarmið og óheiðarleika, er alvarlegt mál hjá ráðherra í ríkisstjórn. Kveikur er sekur um það eitt að hafa fjallað um krónuna og sveiflurnar sem henni fylgja í vikunni. Fjallað var um þá staðreynd að sum fyrirtæki fá að losna undan kostnaðarsömum krónusveiflunum á meðan heimilin þurfa ítrekað að þola rothögg vegna þessa sama óstöðugleika. Þátturinn dró fram mismunandi sjónarmið í samfélagi þar sem beinn kostnaður við krónuna er í kringum 300 milljarða á ári. Stórfínn þáttur. En í huga Bjarna Benediktssonar var þetta áróður gegn krónunni og hneyksli, án þess að það sé rökstutt af viti eða bent á staðreyndavillur. Bjarni, sem ber mjög mikla ábyrgð á vaxtabrjálæðinu sem nú er allt að drepa, segir að í þáttinn hafi vantað umræðu um gengisáhættu og er þar að vísa í myntkörfulánin fyrir hrun. En hvað sagði Bjarni Benediktsson um nákvæmlega þetta, í lok árs 2008, þegar þjóðin sleikti sár sín, meðal annars vegna þess að gjaldmiðilinn hrundi? „Sé horft til lengri tíma er hætt við að krónan verði okkur fjötur um fót. Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu. Óstöðugur gjaldmiðill dregur úr trausti á hagkerfinu: tilvitnun lýkur. Þegar nákvæmlega sömu sjónarmið og hans árið 2008, eru viðruð í gær af hagfræðingum, þá heitir það hneyksli og áróður gegn krónunni. Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður. Honum fannst eitt og annað vanta í umfjöllunina sem allt þjónar grimmri varðstöðu með örgjaldmiðlinum. En hann gleymir sjálfur, viljandi, að nefna okurvextina og verðbólguna, sem er alltaf miklu hærri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Ofan á ónýtan gjaldmiðil þurfa nú heimilin og fyrirtækin líka að líða fyrir hagstjórnarmistök Sjálfstæðisflokksins sem felst í stjórnlausri útgjaldaaukningu ríkissjóðs. Þau glappaskot og krónísk krónublindan er meira hneyksli en upplýsandi sjónvarpsþáttur. Að ekki sé talað um langvarandi lágvaxtaskeiðið sem formaðurinn lofaði fyrir tveimur árum og stóð yfir í korter. Höfum þetta í huga þegar fyrrverandi fjármálaráðherra sakar fjölmiðla um áróður fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigmar Guðmundsson Viðreisn Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Þegar formaður stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi sakar Kveik á RÚV um áróður gegn krónunni, þá eru það þung orð. Eitt er að gagnrýna efnistök en að ryðjast hneykslaður fram og saka þáttarstjórnendur um annarleg sjónarmið og óheiðarleika, er alvarlegt mál hjá ráðherra í ríkisstjórn. Kveikur er sekur um það eitt að hafa fjallað um krónuna og sveiflurnar sem henni fylgja í vikunni. Fjallað var um þá staðreynd að sum fyrirtæki fá að losna undan kostnaðarsömum krónusveiflunum á meðan heimilin þurfa ítrekað að þola rothögg vegna þessa sama óstöðugleika. Þátturinn dró fram mismunandi sjónarmið í samfélagi þar sem beinn kostnaður við krónuna er í kringum 300 milljarða á ári. Stórfínn þáttur. En í huga Bjarna Benediktssonar var þetta áróður gegn krónunni og hneyksli, án þess að það sé rökstutt af viti eða bent á staðreyndavillur. Bjarni, sem ber mjög mikla ábyrgð á vaxtabrjálæðinu sem nú er allt að drepa, segir að í þáttinn hafi vantað umræðu um gengisáhættu og er þar að vísa í myntkörfulánin fyrir hrun. En hvað sagði Bjarni Benediktsson um nákvæmlega þetta, í lok árs 2008, þegar þjóðin sleikti sár sín, meðal annars vegna þess að gjaldmiðilinn hrundi? „Sé horft til lengri tíma er hætt við að krónan verði okkur fjötur um fót. Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu. Óstöðugur gjaldmiðill dregur úr trausti á hagkerfinu: tilvitnun lýkur. Þegar nákvæmlega sömu sjónarmið og hans árið 2008, eru viðruð í gær af hagfræðingum, þá heitir það hneyksli og áróður gegn krónunni. Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður. Honum fannst eitt og annað vanta í umfjöllunina sem allt þjónar grimmri varðstöðu með örgjaldmiðlinum. En hann gleymir sjálfur, viljandi, að nefna okurvextina og verðbólguna, sem er alltaf miklu hærri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Ofan á ónýtan gjaldmiðil þurfa nú heimilin og fyrirtækin líka að líða fyrir hagstjórnarmistök Sjálfstæðisflokksins sem felst í stjórnlausri útgjaldaaukningu ríkissjóðs. Þau glappaskot og krónísk krónublindan er meira hneyksli en upplýsandi sjónvarpsþáttur. Að ekki sé talað um langvarandi lágvaxtaskeiðið sem formaðurinn lofaði fyrir tveimur árum og stóð yfir í korter. Höfum þetta í huga þegar fyrrverandi fjármálaráðherra sakar fjölmiðla um áróður fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun