Segir gamlan vin valda sér vonbrigðum Jón Þór Stefánsson skrifar 7. desember 2023 00:21 „Enn heldur minn ágæti gamli vinur, Sigmar Guðmundsson, áfram að valda mér vonbrigðum með málflutningi sínum,“ segir Bjarni Benediktsson. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir gamlan vin sinn, Sigmar Guðmundsson þingmann Viðreisnar, valda sér vonbrigðum með málflutningi sínum. Báðir hafa þeir fjallað um Kveiksþátt sem var sýndur í Ríkissjónvarpinu í gær og varðaði íslensku krónuna. Bjarni tók Kveiksþáttinn fyrir á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og sagði hann þáttinn hneyksli. Sigmar tók þá málið fyrir í ræðu á Alþingi og sagði hann stórgóðan, hið raunverulega hneyksli væru viðbrögð Bjarna. „Enn heldur minn ágæti gamli vinur, Sigmar Guðmundsson, áfram að valda mér vonbrigðum með málflutningi sínum,“ skrifar Bjarni í nýrri Facebook-færslu. Þar segir hann þáttinn fá falleinkunn frá sér. Hann segir sorglegt að íslenska krónan hafi orðið að blóraböggli fyrir krefjandi aðstæður í efnahagi landsins. Bjarni nefnir aðra þætti líkt og framboð af húsnæði, stríð, orkukreppu, og erfiðleika í kjara- og vinnumarkaðsmálum. „Þessi viðfangsefni hverfa ekki með öðrum gjaldmiðli,“ fullyrðir hann. RÚV megi ekki vera yfir gagnrýni hafið Bjarni minnist á að Viðreisn hafi ítrekað reynt að koma evrunni og aðild að Evrópusambandinu að, en án árangurs. Þá skýtur hann á Sigmar, sem starfaði í tvo áratugi rúma hjá RÚV, sem og aðra starfsmenn stofnunarinnar, sem hann segir eiga erfitt með að sjá hana gagnrýnda. „Sigmar ætti e.t.v. að taka upp samtal við fólkið í landinu að nýju í stað þess að hneykslast á því að ég hafi skoðun á umfjöllun Ríkisútvarpsins. Hann biður um rök fyrir gagnrýni minni líkt og hann sé enn starfsmaður Ríkisútvarpsins. Þeir eru allnokkrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem sjá rautt ef orði er hallað á þessa stofnun sem við þó eigum öll saman. Hún er hvorki eign núverandi né fyrrverandi starfsmanna. Og má aldrei vera yfir gagnrýni hafin.“ Í erindi sínu á Alþingi í dag fullyrti Sigmar að Bjarni hefði ekki bent á neina staðreyndavillu varðandi þátt Kveiks. Bjarni biður hann um að lesa færslu sína á ný og minnist á umræðu sem var á Alþingi árið 2002 um hvort fyrirtæki ættu að mega að gera upp í erlendri mynt. „Sigmar segir mig ekki benda á staðreyndavillur. Ég bendi honum á að lesa færslu mína að nýju og velta fyrir sér hvort það sé í alvöru óeðlilegt sé að fyrirtæki með meginþorra tekna sinna í erlendri mynt fái að gera upp í þeirri mynt. Auðvitað er það sjálfsagt mál og formaður Viðreisnar greiddi því atkvæði árið 2002 á Alþingi. Er reyndar eini þingmaðurinn á Alþingi sem tók þátt í þeirri atkvæðagreiðslu og var ekki í vafa þá. Ég hvet alla, ekki síst Kveiksfólk, að lesa alla þá umræðu, nefndarálitin og ræðurnar sem fluttar voru,“ segir Bjarni og spyr: „Í Kveiksþættinum var gefið í skyn að heimilin ættu skilið að fá lágu evruvextina án þess að rætt væri með eðlilegum hætti um gengisáhættuna af slíku hættuspili. Þarf virkilega að ræða þetta eitthvað frekar eftir allt sem við höfum upplifað á öldinni í þeim efnum?“ Gefur þættinum falleinkunn Að lokum segir Bjarni að endanlegur mælikvarði á hagstjórn og efnahagsmál séu kjör fólksins í landinu. „Við Íslendingar höfum allt sem til þarf til að takast á við verðbólguna og endurheimta stöðugleika og lægri vexti,“ segir hann og bætir við að það verði eflaust ekki auðvelt og gerist ekki án fórna. „Þeir sem boða lausnir sem ekkert þarf að hafa fyrir eru enda almennt lýðskrumarar og tækifærissinnar.“ Hann fullyrðir að ekki þurfi nýjan gjaldmiðil til að tryggja stöðugleika og að með upptöku evru kæmu nýjar áskoranir. „Ekkert af þessu kom fram í slökum Kveiksþætti Ríkisútvarpsins í gær. Þar skorti allt heildarsamhengi hlutanna og þátturinn fær þess vegna falleinkunn hjá mér,“ segir hann. Ríkisútvarpið Efnahagsmál Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Bjarni tók Kveiksþáttinn fyrir á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og sagði hann þáttinn hneyksli. Sigmar tók þá málið fyrir í ræðu á Alþingi og sagði hann stórgóðan, hið raunverulega hneyksli væru viðbrögð Bjarna. „Enn heldur minn ágæti gamli vinur, Sigmar Guðmundsson, áfram að valda mér vonbrigðum með málflutningi sínum,“ skrifar Bjarni í nýrri Facebook-færslu. Þar segir hann þáttinn fá falleinkunn frá sér. Hann segir sorglegt að íslenska krónan hafi orðið að blóraböggli fyrir krefjandi aðstæður í efnahagi landsins. Bjarni nefnir aðra þætti líkt og framboð af húsnæði, stríð, orkukreppu, og erfiðleika í kjara- og vinnumarkaðsmálum. „Þessi viðfangsefni hverfa ekki með öðrum gjaldmiðli,“ fullyrðir hann. RÚV megi ekki vera yfir gagnrýni hafið Bjarni minnist á að Viðreisn hafi ítrekað reynt að koma evrunni og aðild að Evrópusambandinu að, en án árangurs. Þá skýtur hann á Sigmar, sem starfaði í tvo áratugi rúma hjá RÚV, sem og aðra starfsmenn stofnunarinnar, sem hann segir eiga erfitt með að sjá hana gagnrýnda. „Sigmar ætti e.t.v. að taka upp samtal við fólkið í landinu að nýju í stað þess að hneykslast á því að ég hafi skoðun á umfjöllun Ríkisútvarpsins. Hann biður um rök fyrir gagnrýni minni líkt og hann sé enn starfsmaður Ríkisútvarpsins. Þeir eru allnokkrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem sjá rautt ef orði er hallað á þessa stofnun sem við þó eigum öll saman. Hún er hvorki eign núverandi né fyrrverandi starfsmanna. Og má aldrei vera yfir gagnrýni hafin.“ Í erindi sínu á Alþingi í dag fullyrti Sigmar að Bjarni hefði ekki bent á neina staðreyndavillu varðandi þátt Kveiks. Bjarni biður hann um að lesa færslu sína á ný og minnist á umræðu sem var á Alþingi árið 2002 um hvort fyrirtæki ættu að mega að gera upp í erlendri mynt. „Sigmar segir mig ekki benda á staðreyndavillur. Ég bendi honum á að lesa færslu mína að nýju og velta fyrir sér hvort það sé í alvöru óeðlilegt sé að fyrirtæki með meginþorra tekna sinna í erlendri mynt fái að gera upp í þeirri mynt. Auðvitað er það sjálfsagt mál og formaður Viðreisnar greiddi því atkvæði árið 2002 á Alþingi. Er reyndar eini þingmaðurinn á Alþingi sem tók þátt í þeirri atkvæðagreiðslu og var ekki í vafa þá. Ég hvet alla, ekki síst Kveiksfólk, að lesa alla þá umræðu, nefndarálitin og ræðurnar sem fluttar voru,“ segir Bjarni og spyr: „Í Kveiksþættinum var gefið í skyn að heimilin ættu skilið að fá lágu evruvextina án þess að rætt væri með eðlilegum hætti um gengisáhættuna af slíku hættuspili. Þarf virkilega að ræða þetta eitthvað frekar eftir allt sem við höfum upplifað á öldinni í þeim efnum?“ Gefur þættinum falleinkunn Að lokum segir Bjarni að endanlegur mælikvarði á hagstjórn og efnahagsmál séu kjör fólksins í landinu. „Við Íslendingar höfum allt sem til þarf til að takast á við verðbólguna og endurheimta stöðugleika og lægri vexti,“ segir hann og bætir við að það verði eflaust ekki auðvelt og gerist ekki án fórna. „Þeir sem boða lausnir sem ekkert þarf að hafa fyrir eru enda almennt lýðskrumarar og tækifærissinnar.“ Hann fullyrðir að ekki þurfi nýjan gjaldmiðil til að tryggja stöðugleika og að með upptöku evru kæmu nýjar áskoranir. „Ekkert af þessu kom fram í slökum Kveiksþætti Ríkisútvarpsins í gær. Þar skorti allt heildarsamhengi hlutanna og þátturinn fær þess vegna falleinkunn hjá mér,“ segir hann.
Ríkisútvarpið Efnahagsmál Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira