Krónan - mælitæki eða orsök hagsveiflna? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 7. desember 2023 14:00 Nýr Kveiksþáttur í Ríkissjónvarpinu hefur óvænt vakið upp kunnuglegar deilur í samfélaginu, en þær snúast um íslensku krónuna og þann skaða sem það fyrirbæri hefur valdið og er að valda alþýðu þessa lands. Það er dagljóst að hér á landi eru sveiflur í kaupmætti mun meiri en vera þyrfti ef ekki væri notast við minnsta gjaldmiðil í heimi sem sveiflast eins og laufblað í vindi, þó aðallega í þá átt að missa verðgildi, sitt með þeim búsifjum sem það veldur þeim sem þiggja laun sín í þessum gjaldmiðli, en þurfa að kaupa varning sem er verðlagður eftir því hvað hann kostar í erlendum gjaldmiðlum. Þegar krónan var sett á fót fyrir 100 árum, jafngilti ein íslensk króna einni danskri krónu. Í dag, þegar tekið er tillit til myntbreytingarinnar árið 1981, kostar ein dönsk króna 2000 íslenskar. Er einhver sem vill reyna að halda því fram að þetta sé íslenskum almenningi í hag? Þá erum við ekki farin að tala um þá staðreynd að hér eru þau kjör sem skuldarar búa til alltaf verri en þau sem gerast í nágrannaríkjunum. Í dag eru stýrivextir seðlabankans 9,25%. Þeir eru líka í hæstu hæðum í evrulöndunum, en í dag eru stýrivextir Evrópska seðlabankans 4,5%Það kom fram í máli Dr. Katrínar Ólafsdóttur, dósents í hagfræði og eins fremsta hagspekings landsins í þættinum að “við munum alltaf hafa hærra vaxtastig en önnur lönd, bara út af krónunni”. En af hverju er þetta svona? Jú, það er vegna þess að ákveðnir aðilar hafa hag af því að hafa þetta svona. Eins og kom vel fram í þættinum stuðlar verðbólgan sem fylgir krónunni að eignatilfærslu í samfélaginu. Þannig fara verðmæti úr vösum almennings og alþýðu í vasa þeirra sem hagnast á þessu kerfi, fyrst og fremst þeirra sem hafa tekjur í erlendri mynt en greiða laun í krónum. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sá sig knúinn til að gagnrýna þáttinn og kallaði hann “eiginlega hneyksli”, sem er býsna mikið í lagt! En hvað var það í þættinum, (sem mér fannst reyndar upplýsandi og vel unninn, enda í grunninn byggður á viðtölum við fólk sem vel þekkir til) sem olli þessum viðbrögðum utanríkisráðherra? Jú, fyrir utan það að finnast viðtalið við Jón Daníelsson undarlega klippt (en það var tekið gegnum fjarfundabúnað í tölvu) þá sagði hann að þátturinn hafi verið “samfelldur áróður gegn íslensku krónunni, sem þó hefur verið einn grunnurinn að miklum hagvexti undanfarinn áratug, verulegum kaupmáttarvexti og háu atvinnustigi.” Það er líka mikið í lagt að halda þessu fram, enda dregur Bjarni í land í nýrri færslu á facebook og segir að það sem “andstæðingar íslensku krónunnar ættu að gera er að efna til málefnalegrar umræðu um raunverulega ástæðu verðbólgu og vaxta í landinu í stað þess að benda á gjaldmiðilinn, mælitækið, sem sökudólg.” Hvað er það sem gengur ekki upp í þessari röksemdafærslu? Jú, í þeirri fyrri er krónan “grunnurinn” að öllum jákvæðum hreyfingum í hagkerfinu undanfarinn áratug, en þegar kemur að þeim neikvæðu er hún orðin að “mælitæki”. Þá eru hinar “raunverulegu” ástæður orðnar einhverjar allt aðrar. Auðvitað er það svo að íslenskt efnahagslíf þarf að lúta mörgum kröftum, þar á meðal ástandinu í umheiminum og má nefna stríð í Úkraínu, fjármálahrunið 2008, Covid 19 og gríðarlegan vöxt ferðaþjónustu um allan heim (en fjöldi ferðamanna á heimsvísu hefur meira en tvöfaldast síðan frá síðustu aldamótum) sem dæmi um slíkt. Og það er auðvitað rétt að krónan er mælitæki á kraftana í í íslensku efnahagslífi, skárra væri það nú! En hún er líka sjálfstæður gerandi og ekki bara til góðs eins og Bjarni virðist halda fram á þessum tímapunkti. Hann hefur áður haldið fram annarri skoðun, t.d. þegar hann sagði árið 2008 í grein í Fréttablaðinu að “Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu.” Það er rétt hjá Bjarna. En það er önnur saga. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Samfylkingin Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Nýr Kveiksþáttur í Ríkissjónvarpinu hefur óvænt vakið upp kunnuglegar deilur í samfélaginu, en þær snúast um íslensku krónuna og þann skaða sem það fyrirbæri hefur valdið og er að valda alþýðu þessa lands. Það er dagljóst að hér á landi eru sveiflur í kaupmætti mun meiri en vera þyrfti ef ekki væri notast við minnsta gjaldmiðil í heimi sem sveiflast eins og laufblað í vindi, þó aðallega í þá átt að missa verðgildi, sitt með þeim búsifjum sem það veldur þeim sem þiggja laun sín í þessum gjaldmiðli, en þurfa að kaupa varning sem er verðlagður eftir því hvað hann kostar í erlendum gjaldmiðlum. Þegar krónan var sett á fót fyrir 100 árum, jafngilti ein íslensk króna einni danskri krónu. Í dag, þegar tekið er tillit til myntbreytingarinnar árið 1981, kostar ein dönsk króna 2000 íslenskar. Er einhver sem vill reyna að halda því fram að þetta sé íslenskum almenningi í hag? Þá erum við ekki farin að tala um þá staðreynd að hér eru þau kjör sem skuldarar búa til alltaf verri en þau sem gerast í nágrannaríkjunum. Í dag eru stýrivextir seðlabankans 9,25%. Þeir eru líka í hæstu hæðum í evrulöndunum, en í dag eru stýrivextir Evrópska seðlabankans 4,5%Það kom fram í máli Dr. Katrínar Ólafsdóttur, dósents í hagfræði og eins fremsta hagspekings landsins í þættinum að “við munum alltaf hafa hærra vaxtastig en önnur lönd, bara út af krónunni”. En af hverju er þetta svona? Jú, það er vegna þess að ákveðnir aðilar hafa hag af því að hafa þetta svona. Eins og kom vel fram í þættinum stuðlar verðbólgan sem fylgir krónunni að eignatilfærslu í samfélaginu. Þannig fara verðmæti úr vösum almennings og alþýðu í vasa þeirra sem hagnast á þessu kerfi, fyrst og fremst þeirra sem hafa tekjur í erlendri mynt en greiða laun í krónum. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sá sig knúinn til að gagnrýna þáttinn og kallaði hann “eiginlega hneyksli”, sem er býsna mikið í lagt! En hvað var það í þættinum, (sem mér fannst reyndar upplýsandi og vel unninn, enda í grunninn byggður á viðtölum við fólk sem vel þekkir til) sem olli þessum viðbrögðum utanríkisráðherra? Jú, fyrir utan það að finnast viðtalið við Jón Daníelsson undarlega klippt (en það var tekið gegnum fjarfundabúnað í tölvu) þá sagði hann að þátturinn hafi verið “samfelldur áróður gegn íslensku krónunni, sem þó hefur verið einn grunnurinn að miklum hagvexti undanfarinn áratug, verulegum kaupmáttarvexti og háu atvinnustigi.” Það er líka mikið í lagt að halda þessu fram, enda dregur Bjarni í land í nýrri færslu á facebook og segir að það sem “andstæðingar íslensku krónunnar ættu að gera er að efna til málefnalegrar umræðu um raunverulega ástæðu verðbólgu og vaxta í landinu í stað þess að benda á gjaldmiðilinn, mælitækið, sem sökudólg.” Hvað er það sem gengur ekki upp í þessari röksemdafærslu? Jú, í þeirri fyrri er krónan “grunnurinn” að öllum jákvæðum hreyfingum í hagkerfinu undanfarinn áratug, en þegar kemur að þeim neikvæðu er hún orðin að “mælitæki”. Þá eru hinar “raunverulegu” ástæður orðnar einhverjar allt aðrar. Auðvitað er það svo að íslenskt efnahagslíf þarf að lúta mörgum kröftum, þar á meðal ástandinu í umheiminum og má nefna stríð í Úkraínu, fjármálahrunið 2008, Covid 19 og gríðarlegan vöxt ferðaþjónustu um allan heim (en fjöldi ferðamanna á heimsvísu hefur meira en tvöfaldast síðan frá síðustu aldamótum) sem dæmi um slíkt. Og það er auðvitað rétt að krónan er mælitæki á kraftana í í íslensku efnahagslífi, skárra væri það nú! En hún er líka sjálfstæður gerandi og ekki bara til góðs eins og Bjarni virðist halda fram á þessum tímapunkti. Hann hefur áður haldið fram annarri skoðun, t.d. þegar hann sagði árið 2008 í grein í Fréttablaðinu að “Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu.” Það er rétt hjá Bjarna. En það er önnur saga. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar