Krónan - mælitæki eða orsök hagsveiflna? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 7. desember 2023 14:00 Nýr Kveiksþáttur í Ríkissjónvarpinu hefur óvænt vakið upp kunnuglegar deilur í samfélaginu, en þær snúast um íslensku krónuna og þann skaða sem það fyrirbæri hefur valdið og er að valda alþýðu þessa lands. Það er dagljóst að hér á landi eru sveiflur í kaupmætti mun meiri en vera þyrfti ef ekki væri notast við minnsta gjaldmiðil í heimi sem sveiflast eins og laufblað í vindi, þó aðallega í þá átt að missa verðgildi, sitt með þeim búsifjum sem það veldur þeim sem þiggja laun sín í þessum gjaldmiðli, en þurfa að kaupa varning sem er verðlagður eftir því hvað hann kostar í erlendum gjaldmiðlum. Þegar krónan var sett á fót fyrir 100 árum, jafngilti ein íslensk króna einni danskri krónu. Í dag, þegar tekið er tillit til myntbreytingarinnar árið 1981, kostar ein dönsk króna 2000 íslenskar. Er einhver sem vill reyna að halda því fram að þetta sé íslenskum almenningi í hag? Þá erum við ekki farin að tala um þá staðreynd að hér eru þau kjör sem skuldarar búa til alltaf verri en þau sem gerast í nágrannaríkjunum. Í dag eru stýrivextir seðlabankans 9,25%. Þeir eru líka í hæstu hæðum í evrulöndunum, en í dag eru stýrivextir Evrópska seðlabankans 4,5%Það kom fram í máli Dr. Katrínar Ólafsdóttur, dósents í hagfræði og eins fremsta hagspekings landsins í þættinum að “við munum alltaf hafa hærra vaxtastig en önnur lönd, bara út af krónunni”. En af hverju er þetta svona? Jú, það er vegna þess að ákveðnir aðilar hafa hag af því að hafa þetta svona. Eins og kom vel fram í þættinum stuðlar verðbólgan sem fylgir krónunni að eignatilfærslu í samfélaginu. Þannig fara verðmæti úr vösum almennings og alþýðu í vasa þeirra sem hagnast á þessu kerfi, fyrst og fremst þeirra sem hafa tekjur í erlendri mynt en greiða laun í krónum. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sá sig knúinn til að gagnrýna þáttinn og kallaði hann “eiginlega hneyksli”, sem er býsna mikið í lagt! En hvað var það í þættinum, (sem mér fannst reyndar upplýsandi og vel unninn, enda í grunninn byggður á viðtölum við fólk sem vel þekkir til) sem olli þessum viðbrögðum utanríkisráðherra? Jú, fyrir utan það að finnast viðtalið við Jón Daníelsson undarlega klippt (en það var tekið gegnum fjarfundabúnað í tölvu) þá sagði hann að þátturinn hafi verið “samfelldur áróður gegn íslensku krónunni, sem þó hefur verið einn grunnurinn að miklum hagvexti undanfarinn áratug, verulegum kaupmáttarvexti og háu atvinnustigi.” Það er líka mikið í lagt að halda þessu fram, enda dregur Bjarni í land í nýrri færslu á facebook og segir að það sem “andstæðingar íslensku krónunnar ættu að gera er að efna til málefnalegrar umræðu um raunverulega ástæðu verðbólgu og vaxta í landinu í stað þess að benda á gjaldmiðilinn, mælitækið, sem sökudólg.” Hvað er það sem gengur ekki upp í þessari röksemdafærslu? Jú, í þeirri fyrri er krónan “grunnurinn” að öllum jákvæðum hreyfingum í hagkerfinu undanfarinn áratug, en þegar kemur að þeim neikvæðu er hún orðin að “mælitæki”. Þá eru hinar “raunverulegu” ástæður orðnar einhverjar allt aðrar. Auðvitað er það svo að íslenskt efnahagslíf þarf að lúta mörgum kröftum, þar á meðal ástandinu í umheiminum og má nefna stríð í Úkraínu, fjármálahrunið 2008, Covid 19 og gríðarlegan vöxt ferðaþjónustu um allan heim (en fjöldi ferðamanna á heimsvísu hefur meira en tvöfaldast síðan frá síðustu aldamótum) sem dæmi um slíkt. Og það er auðvitað rétt að krónan er mælitæki á kraftana í í íslensku efnahagslífi, skárra væri það nú! En hún er líka sjálfstæður gerandi og ekki bara til góðs eins og Bjarni virðist halda fram á þessum tímapunkti. Hann hefur áður haldið fram annarri skoðun, t.d. þegar hann sagði árið 2008 í grein í Fréttablaðinu að “Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu.” Það er rétt hjá Bjarna. En það er önnur saga. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Samfylkingin Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Nýr Kveiksþáttur í Ríkissjónvarpinu hefur óvænt vakið upp kunnuglegar deilur í samfélaginu, en þær snúast um íslensku krónuna og þann skaða sem það fyrirbæri hefur valdið og er að valda alþýðu þessa lands. Það er dagljóst að hér á landi eru sveiflur í kaupmætti mun meiri en vera þyrfti ef ekki væri notast við minnsta gjaldmiðil í heimi sem sveiflast eins og laufblað í vindi, þó aðallega í þá átt að missa verðgildi, sitt með þeim búsifjum sem það veldur þeim sem þiggja laun sín í þessum gjaldmiðli, en þurfa að kaupa varning sem er verðlagður eftir því hvað hann kostar í erlendum gjaldmiðlum. Þegar krónan var sett á fót fyrir 100 árum, jafngilti ein íslensk króna einni danskri krónu. Í dag, þegar tekið er tillit til myntbreytingarinnar árið 1981, kostar ein dönsk króna 2000 íslenskar. Er einhver sem vill reyna að halda því fram að þetta sé íslenskum almenningi í hag? Þá erum við ekki farin að tala um þá staðreynd að hér eru þau kjör sem skuldarar búa til alltaf verri en þau sem gerast í nágrannaríkjunum. Í dag eru stýrivextir seðlabankans 9,25%. Þeir eru líka í hæstu hæðum í evrulöndunum, en í dag eru stýrivextir Evrópska seðlabankans 4,5%Það kom fram í máli Dr. Katrínar Ólafsdóttur, dósents í hagfræði og eins fremsta hagspekings landsins í þættinum að “við munum alltaf hafa hærra vaxtastig en önnur lönd, bara út af krónunni”. En af hverju er þetta svona? Jú, það er vegna þess að ákveðnir aðilar hafa hag af því að hafa þetta svona. Eins og kom vel fram í þættinum stuðlar verðbólgan sem fylgir krónunni að eignatilfærslu í samfélaginu. Þannig fara verðmæti úr vösum almennings og alþýðu í vasa þeirra sem hagnast á þessu kerfi, fyrst og fremst þeirra sem hafa tekjur í erlendri mynt en greiða laun í krónum. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sá sig knúinn til að gagnrýna þáttinn og kallaði hann “eiginlega hneyksli”, sem er býsna mikið í lagt! En hvað var það í þættinum, (sem mér fannst reyndar upplýsandi og vel unninn, enda í grunninn byggður á viðtölum við fólk sem vel þekkir til) sem olli þessum viðbrögðum utanríkisráðherra? Jú, fyrir utan það að finnast viðtalið við Jón Daníelsson undarlega klippt (en það var tekið gegnum fjarfundabúnað í tölvu) þá sagði hann að þátturinn hafi verið “samfelldur áróður gegn íslensku krónunni, sem þó hefur verið einn grunnurinn að miklum hagvexti undanfarinn áratug, verulegum kaupmáttarvexti og háu atvinnustigi.” Það er líka mikið í lagt að halda þessu fram, enda dregur Bjarni í land í nýrri færslu á facebook og segir að það sem “andstæðingar íslensku krónunnar ættu að gera er að efna til málefnalegrar umræðu um raunverulega ástæðu verðbólgu og vaxta í landinu í stað þess að benda á gjaldmiðilinn, mælitækið, sem sökudólg.” Hvað er það sem gengur ekki upp í þessari röksemdafærslu? Jú, í þeirri fyrri er krónan “grunnurinn” að öllum jákvæðum hreyfingum í hagkerfinu undanfarinn áratug, en þegar kemur að þeim neikvæðu er hún orðin að “mælitæki”. Þá eru hinar “raunverulegu” ástæður orðnar einhverjar allt aðrar. Auðvitað er það svo að íslenskt efnahagslíf þarf að lúta mörgum kröftum, þar á meðal ástandinu í umheiminum og má nefna stríð í Úkraínu, fjármálahrunið 2008, Covid 19 og gríðarlegan vöxt ferðaþjónustu um allan heim (en fjöldi ferðamanna á heimsvísu hefur meira en tvöfaldast síðan frá síðustu aldamótum) sem dæmi um slíkt. Og það er auðvitað rétt að krónan er mælitæki á kraftana í í íslensku efnahagslífi, skárra væri það nú! En hún er líka sjálfstæður gerandi og ekki bara til góðs eins og Bjarni virðist halda fram á þessum tímapunkti. Hann hefur áður haldið fram annarri skoðun, t.d. þegar hann sagði árið 2008 í grein í Fréttablaðinu að “Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu.” Það er rétt hjá Bjarna. En það er önnur saga. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar