Ríki og sveitarfélög næra verðbólguna Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 7. desember 2023 14:31 Hagsmunavarsla verkalýðshreyfingarinnar fyrir umbjóðendur sína nær til fleiri þátta en kjarasamninga og réttinda launafólks í landinu. Sem sterkasta afl breytinga og umbóta þarf verkalýðshreyfingin ekki síður að standa vörð um hagsmuni almennings gagnvart ríki og sveitarfélögum; „hinu opinbera”. Sú varðstaða þarf ekki síst að beinast að stjórnmálamönnum sem á stundum virðast hvorki hafa skilning né áhuga á afleiðingum eigin ákvarðana. Hækkun skatta og gjalda Dýrtíðin sem landsmenn upplifa þessi misserin hefur valdið verulegri kaupmáttarskerðingu og alþekkt er hvernig verðbólgan eykur lánakostnað heimilanna í formi verðtryggingar og hærri vaxta. Senn líður að áramótum og þá mun hið opinbera enn á ný seilast í vasa launafólks eftir meiri fjármunum með hækkunum á gjöldum og sköttum af ýmsum toga. Þær hækkanir munu ekki aðeins auka bein útgjöld heimilanna; þær munu keyra upp verðbólguna og þar með verðtryggð lán landsmanna. Um síðustu áramót hækkuðu krónutöluskattar ríkisins um 7,7%. Þessi galna hagstjórn olli beinni hækkun verðbólgu upp á 1% í janúar og jók þannig verðtryggðar skuldir landsmanna um milljarða króna. Nú stendur til að hækka þessa skatta minna en með sömu, alþekktu afleiðingum. Sveitarfélögin ætla hvergi að gefa eftir sinn hlut og boða mikla hækkun á gjaldskrám sínum. Barnafólk mun þurfa að reiða fram meira fé vegna leik- og grunnskóla. Sorphirðan verður allt að 40% dýrari, fasteignagjöldin hækka, fráveitugjöldin, vatnið, orkan og þannig mætti lengi áfram telja. Fyrir utan að skerða enn frekar kaupmátt launafólks eru gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga tvíeggja sverð. Flest eru þau skuldum vafin og með því að kynda undir verðbólgu auka þau beinlínis vandann sem þau eiga við að glíma þar sem lán þeirra munu hækka sem því nemur. Leiða má að því líkur að ávinningurinn sé minni en hækkun skuldastabbans. Álögur sem stjórnmálamenn ákveða munu keyra kaupmáttinn enn frekar niður eftir fjórar vikur eða svo. Lán landsmanna munu hækka, eignamyndun minnka, afkoman verða erfiðari. Háir vextir, þyngri greiðslubyrði og minni kaupmáttur hrekur sífellt fleiri aftur yfir í verðtryggðu Íslandslánin með tilheyrandi eignaleysi og skuldafjötrum. Opinberar hækkanir munu auðvelda versluninni að fylgja í kjölfarið. Almenningur varnarlaus Almenningur í þessu landi er varnarlaus með öllu þegar kemur að sköttum og gjöldum. Íslenskt launafólk greiðir mjög háa skatta og fær fyrir þá sífellt minna m.a. sökum fjölgunar sérgjalda og tekjustofna hins opinbera. Almenningur í landinu getur ekki lengur staðið undir endalausum hækkunum opinberra gjalda og skatta. Á sama tíma er heilu atvinnugreinunum hlíft við sköttum og hækkunum gjalda að ekki sé minnst á fjármagnseigendur sem njóta sérstakrar verndar. Lengi hefur blasað við að þessi stefna fær ekki staðist. Nú segir launafólk stopp og krefst þess að skatta- og gjaldabyrðinni verði dreift með réttlátum hætti og að þeir sem græða á tá og fingri verði loks krafðir um eðlileg framlög í sameiginlega sjóði. Verkalýðshreyfingin búin undir harða baráttu Samningar verða lausir i lok janúarmánaðar. Hækkanir skatta og gjalda um ármót munu augljóslega hafa neikvæð áhrif á komandi kjaraviðræður. Hyggist stjórnvöld ekki hverfa frá þeirri stefnu að sækja sífellt fleiri aura í launaumslög landsmanna er ljóst að verkalýðshreyfingin þarf að búa sig undir harða kjarabaráttu. Launafólk mun ekki taka því þegjandi að stjórnvöld keyri eina ferðina enn upp verðlag í landinu, rýri kaupmáttinn, næri verðbólguna og hækki lánin. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Rekstur hins opinbera Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hagsmunavarsla verkalýðshreyfingarinnar fyrir umbjóðendur sína nær til fleiri þátta en kjarasamninga og réttinda launafólks í landinu. Sem sterkasta afl breytinga og umbóta þarf verkalýðshreyfingin ekki síður að standa vörð um hagsmuni almennings gagnvart ríki og sveitarfélögum; „hinu opinbera”. Sú varðstaða þarf ekki síst að beinast að stjórnmálamönnum sem á stundum virðast hvorki hafa skilning né áhuga á afleiðingum eigin ákvarðana. Hækkun skatta og gjalda Dýrtíðin sem landsmenn upplifa þessi misserin hefur valdið verulegri kaupmáttarskerðingu og alþekkt er hvernig verðbólgan eykur lánakostnað heimilanna í formi verðtryggingar og hærri vaxta. Senn líður að áramótum og þá mun hið opinbera enn á ný seilast í vasa launafólks eftir meiri fjármunum með hækkunum á gjöldum og sköttum af ýmsum toga. Þær hækkanir munu ekki aðeins auka bein útgjöld heimilanna; þær munu keyra upp verðbólguna og þar með verðtryggð lán landsmanna. Um síðustu áramót hækkuðu krónutöluskattar ríkisins um 7,7%. Þessi galna hagstjórn olli beinni hækkun verðbólgu upp á 1% í janúar og jók þannig verðtryggðar skuldir landsmanna um milljarða króna. Nú stendur til að hækka þessa skatta minna en með sömu, alþekktu afleiðingum. Sveitarfélögin ætla hvergi að gefa eftir sinn hlut og boða mikla hækkun á gjaldskrám sínum. Barnafólk mun þurfa að reiða fram meira fé vegna leik- og grunnskóla. Sorphirðan verður allt að 40% dýrari, fasteignagjöldin hækka, fráveitugjöldin, vatnið, orkan og þannig mætti lengi áfram telja. Fyrir utan að skerða enn frekar kaupmátt launafólks eru gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga tvíeggja sverð. Flest eru þau skuldum vafin og með því að kynda undir verðbólgu auka þau beinlínis vandann sem þau eiga við að glíma þar sem lán þeirra munu hækka sem því nemur. Leiða má að því líkur að ávinningurinn sé minni en hækkun skuldastabbans. Álögur sem stjórnmálamenn ákveða munu keyra kaupmáttinn enn frekar niður eftir fjórar vikur eða svo. Lán landsmanna munu hækka, eignamyndun minnka, afkoman verða erfiðari. Háir vextir, þyngri greiðslubyrði og minni kaupmáttur hrekur sífellt fleiri aftur yfir í verðtryggðu Íslandslánin með tilheyrandi eignaleysi og skuldafjötrum. Opinberar hækkanir munu auðvelda versluninni að fylgja í kjölfarið. Almenningur varnarlaus Almenningur í þessu landi er varnarlaus með öllu þegar kemur að sköttum og gjöldum. Íslenskt launafólk greiðir mjög háa skatta og fær fyrir þá sífellt minna m.a. sökum fjölgunar sérgjalda og tekjustofna hins opinbera. Almenningur í landinu getur ekki lengur staðið undir endalausum hækkunum opinberra gjalda og skatta. Á sama tíma er heilu atvinnugreinunum hlíft við sköttum og hækkunum gjalda að ekki sé minnst á fjármagnseigendur sem njóta sérstakrar verndar. Lengi hefur blasað við að þessi stefna fær ekki staðist. Nú segir launafólk stopp og krefst þess að skatta- og gjaldabyrðinni verði dreift með réttlátum hætti og að þeir sem græða á tá og fingri verði loks krafðir um eðlileg framlög í sameiginlega sjóði. Verkalýðshreyfingin búin undir harða baráttu Samningar verða lausir i lok janúarmánaðar. Hækkanir skatta og gjalda um ármót munu augljóslega hafa neikvæð áhrif á komandi kjaraviðræður. Hyggist stjórnvöld ekki hverfa frá þeirri stefnu að sækja sífellt fleiri aura í launaumslög landsmanna er ljóst að verkalýðshreyfingin þarf að búa sig undir harða kjarabaráttu. Launafólk mun ekki taka því þegjandi að stjórnvöld keyri eina ferðina enn upp verðlag í landinu, rýri kaupmáttinn, næri verðbólguna og hækki lánin. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun