NEI, NEI og aftur NEI Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 8. desember 2023 12:00 Sem þingmaður Flokks fólksins hef ég unnið að fjölda þingmála sem snerta hagsmuni aldraðra og öryrkja. Öll eru málin sjálfsögð sanngirnis og réttlætismál. Af öllum málum sem snerta þessa hópa þá er brýnast að bæta kjör þeirra sem lifa undir lágmarksframfærsluviðmiði félagsmálaráðuneytisins, eins og sjá má í sótsvartri skýrslu ÖBÍ sem var birt á dögunum. Ár eftir ár, hefur Flokkur fólksins lagt til að komið verði í veg fyrir vaxandi kjaragliðnun með frumvarpi um að fjárhæðir almannatrygginga skuli fylgja launavísitölu. En þá segja ríkistjórnaflokkanir NEI. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfing grænt framboð hafa margoft kosið gegn frumvarpi okkar um að leiðrétta kjaragliðnun og koma í veg fyrir vaxandi fátækt hjá þessum hópi. Undanfarin þrjú ár hefur þingheimur þó sammælst um að öryrkjar fái greiddan jólabónus og munu þeir til allrar hamingju fá sömu eingreiðslu fyrir þessi jól. Af óskiljanlegum ástæðum hafa stjórnarflokkarnir hins vegar greitt atkvæði gegn því að sárafátækt eldra fólk sem lifir eingöngu á almannatryggingakerfinu fái jólabónus. Svar stjórnarflokkanna er kjarnyrt; NEI! Fyrir komandi jól nemur jólabónusinn 66.381 krónum skatta og skerðingarlaust. Kostnaðurinn er örsmár í stóra samhenginu, eða rétt rúmar 140 milljónir. Ríkisstjórnin hefur fundið umtalsvert hærri fjárhæðir fyrir ýmis gæluverkefni. Í fyrra samþykkti ríkisstjórnin fjárheimildir fyrir 3 milljarða króna leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var á Íslandi síðasta vor. 16 milljarðar á ári fara nú í úrvinnslu umsókna hælisleitenda, málaflokkur sem kostaði 500 milljónir fyrir ekki svo löngu síðan. Ný og stórkostleg húsakynni banka, ráðuneyta og Alþingis kosta fleiri milljarða. Jafnvel er farið fram á hundrað milljón krónu styrk til vellauðgura stórfyrirtækja eins og Samherja til breyta ísfisktogara félagsins svo skipið geti nýtt „grænt rafeldsneyti“, þrátt fyrir að Samherji hafi alla burði til að greiða fyrir orkuskiptin sjálfir. Eldra fólk sem hefur ekkert annað sér til framfærslu en greiðslur almannatrygginga býr við algjöra neyð. Flokkur fólksins mun aftur í næstu viku leggja fram breytingartillögu um að veita verst setta eldra fólkinu jólabónus eins og öryrkjar fá. Sjáum hvort að stjórnvöld sjái að sér eða segi aftur NEI. Höfundur er þingflokksmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Eldri borgarar Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Sjá meira
Sem þingmaður Flokks fólksins hef ég unnið að fjölda þingmála sem snerta hagsmuni aldraðra og öryrkja. Öll eru málin sjálfsögð sanngirnis og réttlætismál. Af öllum málum sem snerta þessa hópa þá er brýnast að bæta kjör þeirra sem lifa undir lágmarksframfærsluviðmiði félagsmálaráðuneytisins, eins og sjá má í sótsvartri skýrslu ÖBÍ sem var birt á dögunum. Ár eftir ár, hefur Flokkur fólksins lagt til að komið verði í veg fyrir vaxandi kjaragliðnun með frumvarpi um að fjárhæðir almannatrygginga skuli fylgja launavísitölu. En þá segja ríkistjórnaflokkanir NEI. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfing grænt framboð hafa margoft kosið gegn frumvarpi okkar um að leiðrétta kjaragliðnun og koma í veg fyrir vaxandi fátækt hjá þessum hópi. Undanfarin þrjú ár hefur þingheimur þó sammælst um að öryrkjar fái greiddan jólabónus og munu þeir til allrar hamingju fá sömu eingreiðslu fyrir þessi jól. Af óskiljanlegum ástæðum hafa stjórnarflokkarnir hins vegar greitt atkvæði gegn því að sárafátækt eldra fólk sem lifir eingöngu á almannatryggingakerfinu fái jólabónus. Svar stjórnarflokkanna er kjarnyrt; NEI! Fyrir komandi jól nemur jólabónusinn 66.381 krónum skatta og skerðingarlaust. Kostnaðurinn er örsmár í stóra samhenginu, eða rétt rúmar 140 milljónir. Ríkisstjórnin hefur fundið umtalsvert hærri fjárhæðir fyrir ýmis gæluverkefni. Í fyrra samþykkti ríkisstjórnin fjárheimildir fyrir 3 milljarða króna leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var á Íslandi síðasta vor. 16 milljarðar á ári fara nú í úrvinnslu umsókna hælisleitenda, málaflokkur sem kostaði 500 milljónir fyrir ekki svo löngu síðan. Ný og stórkostleg húsakynni banka, ráðuneyta og Alþingis kosta fleiri milljarða. Jafnvel er farið fram á hundrað milljón krónu styrk til vellauðgura stórfyrirtækja eins og Samherja til breyta ísfisktogara félagsins svo skipið geti nýtt „grænt rafeldsneyti“, þrátt fyrir að Samherji hafi alla burði til að greiða fyrir orkuskiptin sjálfir. Eldra fólk sem hefur ekkert annað sér til framfærslu en greiðslur almannatrygginga býr við algjöra neyð. Flokkur fólksins mun aftur í næstu viku leggja fram breytingartillögu um að veita verst setta eldra fólkinu jólabónus eins og öryrkjar fá. Sjáum hvort að stjórnvöld sjái að sér eða segi aftur NEI. Höfundur er þingflokksmaður Flokks fólksins.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun