Í tilkynningu frá bankanum segir að lánasamningnum sé ætlað að fjármagna lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi og verkefni sem tengjast umhverfismálum.
„Um er að ræða fimmta lánasamninginn sem NIB gerir við Landsbankann, nú síðast í tengslum við BREEAM-vottaða nýbyggingu bankans við Reykjastræti í Reykjavík.
NIB er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu átta aðildarríkja: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar bæði til verkefna í opinbera og einkageiranum jafnt innan sem utan aðildarríkjanna. Lánshæfismatseinkunn NIB er AAA/Aaa frá S&P Global og Moody’s,“ segir í tilkynningunni.