Alkóhólismi og fíkn meðal stjórnenda fyrirtækja og stofnana Sigurður Gunnsteinsson skrifar 8. desember 2023 14:00 Myndin sem kemur upp í huga margra þegar minnst er á fíknisjúkdóminn er af heimilislausu fólki ráfandi á gangstéttinni, sofandi á bekkjum eða í fangelsi fyrir þjófnað. Þessi mynd er ósönn og fóstrar smán og fordóma. Fíkn virðir ekki starf eða stöðu. Allir geta átt við fíknivanda að stríða, þar með talið áhrifamiklir stjórnendur fyrirtækja og stofnana. Samkvæmt bókinni „Managing your Recovery from Addiction: A Guide for Executives, Senior Managers, and other Professionals“ eftir O.Connell, Carruth og Bevino, glímir um það bil 10% hátt settra stjórnenda við fíknisjúkdóminn. Því miður er þessi vandi að miklu leyti falinn og illa meðhöndlaður. Það getur verið mjög erfitt að takast á við fíknivanda æðstu stjórnenda. Þeir hafa sveigjanlegan vinnutíma, ráða sér að mestu leyti sjálfir, hafa rúm fjárráð og fáir voga sér að anda ofan í hálsmálið á þeim. Allt gerir þetta auðveldara fyrir þá að fela neysluna. Mikil verðmæti geta tapast vegna slæmra ákvarðana og mistaka við slíkar aðstæður. Æðstu stjórnendur geta hindrað undirmenn sína í að finna að vímuefnaneyslu þeirra án þess endilega að hafa á því orð. Óttinn við að missa starf getur kallað á þögn og meðvirkni. Starfsmenn gætu jafnvel varið neyslu yfirmanna í þeim tilgangi að skapa sér stöðu. Möguleiki æðstu stjórnenda til að fela drykkju eða aðra vímuefnaneyslu gerir því erfitt fyrir að greina vandann. Æðstu stjórnendur eru einatt í viðkomandi starfi vegna mikilla hæfileika í samskiptum og stjórnun; þeir eru lausnamiðaðir, kunna að taka áhættu og kunna að taka ákvarðanir. Þessir sömu hæfileikar nýtast til að leyna drykkju eða aðra vímuefnaneyslu og því getur verið ómögulegt að greina vandann utanfrá. Og jafnvel þó vandinn blasi við er hann oft réttlættur með dæmigerðum frösum um að viðkomandi sé „vel fær“ alkóhólisti eða fíkill. Sumir nota skilgreininguna „enn starfandi”. Margir geta fúnkerað í stjórnunarstarfi þrátt fyrir vímuefnaneyslu. Þeir geta átt hamingjusamt heimilislíf og virðast „eðlilegir“ þó að þeir séu haldnir fíknisjúkdómi. En undir slíku yfirborði ríkir það hættuástand sem hér er lýst að ofan. Sem betur fer eru stjórnir og eigendur stofnana og fyrirtækja farin að gefa þessum áhættuþáttum gaum. Mörg fyrirtæki og stofnanir hvetja til og styðja meðferð og bataleiðir, jafnt fyrir almenna starfsmenn sem stjórnendur. Enda hafa viðhorfin breyst. Einstaklingar þurfa ekki lengur að þjást af skömm og samviskubiti vegna sjúkdómsins og geta fengið þá hjálp sem þarf frá sérfræðingum, hlotið bata og upplifað allt annað líf. Höfundur er áfengis- og vímuefnaráðgjafi, NCAC. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Myndin sem kemur upp í huga margra þegar minnst er á fíknisjúkdóminn er af heimilislausu fólki ráfandi á gangstéttinni, sofandi á bekkjum eða í fangelsi fyrir þjófnað. Þessi mynd er ósönn og fóstrar smán og fordóma. Fíkn virðir ekki starf eða stöðu. Allir geta átt við fíknivanda að stríða, þar með talið áhrifamiklir stjórnendur fyrirtækja og stofnana. Samkvæmt bókinni „Managing your Recovery from Addiction: A Guide for Executives, Senior Managers, and other Professionals“ eftir O.Connell, Carruth og Bevino, glímir um það bil 10% hátt settra stjórnenda við fíknisjúkdóminn. Því miður er þessi vandi að miklu leyti falinn og illa meðhöndlaður. Það getur verið mjög erfitt að takast á við fíknivanda æðstu stjórnenda. Þeir hafa sveigjanlegan vinnutíma, ráða sér að mestu leyti sjálfir, hafa rúm fjárráð og fáir voga sér að anda ofan í hálsmálið á þeim. Allt gerir þetta auðveldara fyrir þá að fela neysluna. Mikil verðmæti geta tapast vegna slæmra ákvarðana og mistaka við slíkar aðstæður. Æðstu stjórnendur geta hindrað undirmenn sína í að finna að vímuefnaneyslu þeirra án þess endilega að hafa á því orð. Óttinn við að missa starf getur kallað á þögn og meðvirkni. Starfsmenn gætu jafnvel varið neyslu yfirmanna í þeim tilgangi að skapa sér stöðu. Möguleiki æðstu stjórnenda til að fela drykkju eða aðra vímuefnaneyslu gerir því erfitt fyrir að greina vandann. Æðstu stjórnendur eru einatt í viðkomandi starfi vegna mikilla hæfileika í samskiptum og stjórnun; þeir eru lausnamiðaðir, kunna að taka áhættu og kunna að taka ákvarðanir. Þessir sömu hæfileikar nýtast til að leyna drykkju eða aðra vímuefnaneyslu og því getur verið ómögulegt að greina vandann utanfrá. Og jafnvel þó vandinn blasi við er hann oft réttlættur með dæmigerðum frösum um að viðkomandi sé „vel fær“ alkóhólisti eða fíkill. Sumir nota skilgreininguna „enn starfandi”. Margir geta fúnkerað í stjórnunarstarfi þrátt fyrir vímuefnaneyslu. Þeir geta átt hamingjusamt heimilislíf og virðast „eðlilegir“ þó að þeir séu haldnir fíknisjúkdómi. En undir slíku yfirborði ríkir það hættuástand sem hér er lýst að ofan. Sem betur fer eru stjórnir og eigendur stofnana og fyrirtækja farin að gefa þessum áhættuþáttum gaum. Mörg fyrirtæki og stofnanir hvetja til og styðja meðferð og bataleiðir, jafnt fyrir almenna starfsmenn sem stjórnendur. Enda hafa viðhorfin breyst. Einstaklingar þurfa ekki lengur að þjást af skömm og samviskubiti vegna sjúkdómsins og geta fengið þá hjálp sem þarf frá sérfræðingum, hlotið bata og upplifað allt annað líf. Höfundur er áfengis- og vímuefnaráðgjafi, NCAC.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun