Lucie keppti í –76 kg flokki og lyfti 195 kg í hnébeygju, 110 kg í bekkpressu og 210 kg í réttstöðulyftu. Samanlagt lyfti hún 515 kg sem gaf henni sjötta sætið í flokknum.
Lucie náði einungis að lyfta byrjunarþyngdinni í hnébeygju en jafnaði sinn besta árangur í bekkpressunni. Hún þurfti svo heldur betur að taka á öllu sínu í réttstöðunni þar sem hún fékk tvær fyrstu lyfturnar ógildar og átti hættu á að falla úr keppni. Með mikilli hörku náði hún gildri lyftu í síðustu tilraun og hélt sér þar með inni í keppninni.
Ekki er hægt að segja að Lucie hafi keppt við kjöraðstæður því hún var sett í B–grúppu þrátt fyrir að fyrri árangur hennar væri svipaður og keppenda í A–grúppu, sem keppti á eftir B–grúppunni.
Luice þurfti því að klára því sitt mót og bíða svo eftir því að keppendur í A–grúppu kláruðu til að sjá hvort árangur hennar dygði til verðlauna. Sú bið hefur væntanlega tekið á taugarnar en eftir að allar höfðu lokið keppni, kom í ljós að hún var hársbreidd frá því að vinna til bronsverðlauna í hnébeygjunni þar sem hún náði fjórða sætinu og náði svo sjötta sætinu fyrir heildarárangur sinn.
Sigurvegari í flokknum varð Sophia Ellis frá Bretlandi með 548 kg í samanlögðum árangri.
Þá hafnaði Viktor Samúelsson í níunda sæti í -105 kg flokki þar sem hann lyfti 282,5 kg í hnébeygju, 192,5 kg í bekkpressu og 310 kg í réttstöðulyftu sem gerir samanlagðan árangur upp á 785 kg.