Örlög stjórnar Morawiecki ráðast í dag Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2023 06:58 Mateusz Morawiecki hefur gegnt embætti forsætisráðherra Póllands frá árinu 2017. AP Pólska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort Mateusz Morawiecki, starfandi forsætisráðherra, eigi að leiða næstu ríkisstjórn landsins í kjölfar þingkosninganna sem fram fóru í október. Morawiecki mun leggja fram tillögu um nýja ríkisstjórn í þinginu í dag en ólíklegt þykir að meirihluti muni leggja blessun sína yfir hana enda missti flokkur Morawiecki, Lög og réttur, og stuðningsflokkar hans þingmeirihluta sinn í kosningunum. Umræða um stjórn hins 55 ára Morawiecki mun fara fram á þinginu og er reiknað með að atkvæði verði svo greidd um hana. Verði tillagan um stjórn Morawiecki felld á þingi, líkt og fastlega er gert ráð fyrir, mun það opna á að Donald Tusk, formaður Borgaravettvangs og fyrrverandi forsætisráðherra, taki við sem forsætisráðherra á ný. Tusk, sem einnig er fyrrverandi forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, leiddi bandalag mið- og vinstriflokka í kosningunum sem saman tryggðu sér meirihluta í kosningunum. Lög og réttur, sem hefur stjórnað landinu síðustu átta ár, er þó áfram stærsti flokkurinn á þingi. Donald Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og svo forseti leiðtogaráðs Evrópusamnbandsins á árunum 2014 til 2019. AP Stærsti flokkurinn fékk umboðið Andrzej Duda, Póllandsforseti sem hefur notið stuðnings Laga og réttar, ákvað að veita Morawiecki fyrst umboð til stjórnarmyndunar eftir kosningarnar, en almennt hefur verið litið á þá ákvörðun sem leið til að tefja óumflýjanleg valdaskipti. Fyrir kosningarnar hafði Duda sagst munu veita stærsta flokknum umboðið. Ráðherrar í bráðabirgðastjórn Morawiecki hafa tæknilega séð nú þegar svarið embættiseið en samkvæmt pólskum reglum verður stjórnin að standa af sér vantrausttillögu á þinginu innan tveggja vikna og mun sú atkvæðagreiðsla fara fram í dag. Lög í Póllandi gera ráð fyrir að ef starfandi ríkisstjórn Morawiecki stenst ekki vantrausttillöguna þá verður það þingsins að tilnefna nýjan forsætisráðherra. Allar líkur eru á að það verði Tusk. Samningur þegar til staðar Borgaravettvangur Tusk og stuðningsflokkar skrifuðu í síðasta mánuði undir samning um stjórnarmyndun. Þar segir meðal annars að stefnt sé að því að bæta samskiptin við Evrópusambandsins, en samband ESB og Póllands hafa verið stirð síðustu ár, meðal annars vegna afskipta pólskra stjórnvalda af dómstólum í landinu, Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og svo forseti leiðtogaráðs Evrópusamnbandsins á árunum 2014 til 2019. Hann sneri aftur í pólsk stjórnmál árið 2021 þegar hann tók við formennsku í Borgaravettvangi. Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir Skipar nýja stjórn undir forystu Morawiecki þrátt fyrir minnihluta Síðdegis í dag mun Andrzej Duda, forseti Póllands, skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Mateuszar Morawiecki. Þetta gerir hann þrátt fyrir að Morawiecki hafi ekki meirihluta. 27. nóvember 2023 11:05 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Morawiecki mun leggja fram tillögu um nýja ríkisstjórn í þinginu í dag en ólíklegt þykir að meirihluti muni leggja blessun sína yfir hana enda missti flokkur Morawiecki, Lög og réttur, og stuðningsflokkar hans þingmeirihluta sinn í kosningunum. Umræða um stjórn hins 55 ára Morawiecki mun fara fram á þinginu og er reiknað með að atkvæði verði svo greidd um hana. Verði tillagan um stjórn Morawiecki felld á þingi, líkt og fastlega er gert ráð fyrir, mun það opna á að Donald Tusk, formaður Borgaravettvangs og fyrrverandi forsætisráðherra, taki við sem forsætisráðherra á ný. Tusk, sem einnig er fyrrverandi forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, leiddi bandalag mið- og vinstriflokka í kosningunum sem saman tryggðu sér meirihluta í kosningunum. Lög og réttur, sem hefur stjórnað landinu síðustu átta ár, er þó áfram stærsti flokkurinn á þingi. Donald Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og svo forseti leiðtogaráðs Evrópusamnbandsins á árunum 2014 til 2019. AP Stærsti flokkurinn fékk umboðið Andrzej Duda, Póllandsforseti sem hefur notið stuðnings Laga og réttar, ákvað að veita Morawiecki fyrst umboð til stjórnarmyndunar eftir kosningarnar, en almennt hefur verið litið á þá ákvörðun sem leið til að tefja óumflýjanleg valdaskipti. Fyrir kosningarnar hafði Duda sagst munu veita stærsta flokknum umboðið. Ráðherrar í bráðabirgðastjórn Morawiecki hafa tæknilega séð nú þegar svarið embættiseið en samkvæmt pólskum reglum verður stjórnin að standa af sér vantrausttillögu á þinginu innan tveggja vikna og mun sú atkvæðagreiðsla fara fram í dag. Lög í Póllandi gera ráð fyrir að ef starfandi ríkisstjórn Morawiecki stenst ekki vantrausttillöguna þá verður það þingsins að tilnefna nýjan forsætisráðherra. Allar líkur eru á að það verði Tusk. Samningur þegar til staðar Borgaravettvangur Tusk og stuðningsflokkar skrifuðu í síðasta mánuði undir samning um stjórnarmyndun. Þar segir meðal annars að stefnt sé að því að bæta samskiptin við Evrópusambandsins, en samband ESB og Póllands hafa verið stirð síðustu ár, meðal annars vegna afskipta pólskra stjórnvalda af dómstólum í landinu, Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og svo forseti leiðtogaráðs Evrópusamnbandsins á árunum 2014 til 2019. Hann sneri aftur í pólsk stjórnmál árið 2021 þegar hann tók við formennsku í Borgaravettvangi.
Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir Skipar nýja stjórn undir forystu Morawiecki þrátt fyrir minnihluta Síðdegis í dag mun Andrzej Duda, forseti Póllands, skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Mateuszar Morawiecki. Þetta gerir hann þrátt fyrir að Morawiecki hafi ekki meirihluta. 27. nóvember 2023 11:05 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Skipar nýja stjórn undir forystu Morawiecki þrátt fyrir minnihluta Síðdegis í dag mun Andrzej Duda, forseti Póllands, skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Mateuszar Morawiecki. Þetta gerir hann þrátt fyrir að Morawiecki hafi ekki meirihluta. 27. nóvember 2023 11:05