Pabbi segir, mamma segir – bráðum koma dýrðleg jól Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 11. desember 2023 10:31 Það er réttur barna að fá fræðslu um það samfélag sem þau búa í. Við búum í samfélagi þar sem meirihluti þjóðarinnar er skráður í Þjóðkirkjuna. Í skólum landsins fá börn að kynnast helstu trúarbrögðum heimsins. Þau fá fræðslu sem þýðir að hugtök eru útskýrð sem tengjast efninu og viðfangsefnið útskýrt á einfaldan hátt. Þetta er liður í læsi. Liður í því að einstaklingar séu læsir á umhverfi sitt og skilji við hvað er átt þegar ákveðin málefni ber á góma. Það að vita eykur líkur á að einstaklingar geti tekið þátt í samfélagslegri umræðu og geti haft áhrif og verið þátttakendur í þjóðfélaginu. Það skiptir máli að vera hluti af samfélagi og skilja það. Það eru ekki bara trúarbrögð sem verða eldfim í umræðunni heldur mun fleiri málefni. Við sem tilheyrum samfélagi höfum ólíkar skoðanir og ólíka sýn á hluti og þannig á það að vera. Það er hlutverk okkar sem störfum í skólum að fræða börn án þess að innprenta. Það er okkar að leiða umræðuna inni í skólunum án þess að dæma. Sem kennari hér á landi þá ber mér að vinna eftir Aðalnámskrá grunnskóla og þar sem ég starfa hjá Reykjavíkurborg þá ber mér að vinna eftir þeim stefnum sem borgin innleiðir. Leiðarljós kennara og rauði þráðurinn í öllu skólastarfi er mennskan og læsi í víðu samhengi. Þessu tengjast fjölmargir aðrir þættir því að samfélagið okkar er allskonar. Börn eru einstaklingar sem fæðast í þennan heim og mótast af því umhverfi sem þau eru alin upp í. Menntastefnur eru gerðar til að jafna stöðu barna. Þannig að þau séu upplýst og geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir þegar þau eldast og verið þátttakendur í lýðræðislegu þjóðfélagi. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft er máltæki sem oft er gripið til. Það skiptir máli fyrir börn að hafa góðar fyrirmyndir en það er ekki síður mikilvægt fyrir börn að fræðast um þann heim sem þau lifa í. Fá fræðslu frá fagmenntuðum óháðum aðilum sem hafa lært að vinna með börnum og eiga samtal um málefnið í hópi jafningja. Niðurstöður PISA 2022 sýna að læsi íslenskra barna hefur hrakað og þau virðast einnig hafa minni samkennd en jafnaldrar þeirra í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Læsisfærni er þjálfuð allan vökutíma barns og börn rækta með sér samkennd ef þau fá að fræðast um tilveru sem er ólík þeirra eigin. Fáfræði elur á fordómum. Ef barn er ekki frætt þá einangrast það í sínum eigin heimi og án orða fer það að nota líkamann til að koma sínu á framfæri. Setjum börnin okkar í fyrsta sæti og hjálpum þeim að skilja þennan heim sem við lifum í miðað við þeirra þroska. Gleðileg jól og góðar samverustundir. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og sáttamiðlari hjá Sátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Jól Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er réttur barna að fá fræðslu um það samfélag sem þau búa í. Við búum í samfélagi þar sem meirihluti þjóðarinnar er skráður í Þjóðkirkjuna. Í skólum landsins fá börn að kynnast helstu trúarbrögðum heimsins. Þau fá fræðslu sem þýðir að hugtök eru útskýrð sem tengjast efninu og viðfangsefnið útskýrt á einfaldan hátt. Þetta er liður í læsi. Liður í því að einstaklingar séu læsir á umhverfi sitt og skilji við hvað er átt þegar ákveðin málefni ber á góma. Það að vita eykur líkur á að einstaklingar geti tekið þátt í samfélagslegri umræðu og geti haft áhrif og verið þátttakendur í þjóðfélaginu. Það skiptir máli að vera hluti af samfélagi og skilja það. Það eru ekki bara trúarbrögð sem verða eldfim í umræðunni heldur mun fleiri málefni. Við sem tilheyrum samfélagi höfum ólíkar skoðanir og ólíka sýn á hluti og þannig á það að vera. Það er hlutverk okkar sem störfum í skólum að fræða börn án þess að innprenta. Það er okkar að leiða umræðuna inni í skólunum án þess að dæma. Sem kennari hér á landi þá ber mér að vinna eftir Aðalnámskrá grunnskóla og þar sem ég starfa hjá Reykjavíkurborg þá ber mér að vinna eftir þeim stefnum sem borgin innleiðir. Leiðarljós kennara og rauði þráðurinn í öllu skólastarfi er mennskan og læsi í víðu samhengi. Þessu tengjast fjölmargir aðrir þættir því að samfélagið okkar er allskonar. Börn eru einstaklingar sem fæðast í þennan heim og mótast af því umhverfi sem þau eru alin upp í. Menntastefnur eru gerðar til að jafna stöðu barna. Þannig að þau séu upplýst og geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir þegar þau eldast og verið þátttakendur í lýðræðislegu þjóðfélagi. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft er máltæki sem oft er gripið til. Það skiptir máli fyrir börn að hafa góðar fyrirmyndir en það er ekki síður mikilvægt fyrir börn að fræðast um þann heim sem þau lifa í. Fá fræðslu frá fagmenntuðum óháðum aðilum sem hafa lært að vinna með börnum og eiga samtal um málefnið í hópi jafningja. Niðurstöður PISA 2022 sýna að læsi íslenskra barna hefur hrakað og þau virðast einnig hafa minni samkennd en jafnaldrar þeirra í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Læsisfærni er þjálfuð allan vökutíma barns og börn rækta með sér samkennd ef þau fá að fræðast um tilveru sem er ólík þeirra eigin. Fáfræði elur á fordómum. Ef barn er ekki frætt þá einangrast það í sínum eigin heimi og án orða fer það að nota líkamann til að koma sínu á framfæri. Setjum börnin okkar í fyrsta sæti og hjálpum þeim að skilja þennan heim sem við lifum í miðað við þeirra þroska. Gleðileg jól og góðar samverustundir. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og sáttamiðlari hjá Sátt.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun