Hræðslutal um rafmagnsskort Sigurður Jóhannesson skrifar 11. desember 2023 11:31 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, tók sterkt til orða á haustfundi fyrirtækisins, sem haldinn var fyrir nokkru: ,,Aðilar sem ættu að vera ábyrgir hafa haldið því fram að við getum gert allt sem við viljum án þess að auka orkuvinnsluna... Þetta er alrangt, þetta er algjörlega ábyrgðarlaust…[Margir] hafa haldið því blákalt fram að ..við þurfum ekkert að virkja..[það þurfi bara að] skipta um ljósaperur – þá virki þetta allt..“ Ekki kom fram við hvaða ,,ábyrgu aðila“ hann átti, en nokkur ár eru síðan Bjarni Bjarnason, sem þá var forstjóri Orkuveitunnar, komst svo að orði í blaðaviðtali, að ekki þyrfti að virkja allt sem rynni og kraumaði hér á landi, eins og útlitið væri þá. Í sama viðtali benti hann á að við það eitt að skipta öllum götuljósum út fyrir led-perur sparaðist rafmagn sem dygði fimm til tíu þúsund rafmagnsbílum. Boðskapurinn á haustfundi Landsvirkjunar var allt annar: a) Rafmagnsskortur blasir við heimilum og litlum fyrirtækjum vegna vaxandi áhuga stórnotenda. b) Skilja þarf á milli almenns markaðs og stórnotenda, þannig að heimili og fyrirtæki þurfi ekki að keppa við þá um rafmagnið. c) Ekki dugar að sækja rafmagn til álvera – þeim verður ekki lokað fyrr en í fyrsta lagi eftir 2034. d) Flýta þarf meðferð á umsóknum um leyfi fyrir nýjum virkjunum. Þegar málið er skoðað kemur í ljós að aðeins er hætta á skorti á almennum rafmagnsmarkaði ef gert er ráð fyrir að verð haldist óbreytt. Ef verð á rafmagni hækkar gerist tvennt: 1) Notendur fara betur með það. Í nýlegri skýrslu, sem sagt er frá á heimasíðu Landsvirkjunar, kemur fram að spara megi allt að 8% af rafmagninu, ýmist með tiltölulega litlum tilkostnaði eða meiri fyrirhöfn. 2) Stórnotendur falla frá rafmagnskaupum ef boðið er betur á almennum markaði. Víða á Vesturlöndum hefur álverum verið lokað af því að meira er upp úr því að hafa að selja rafmagnið, sem þau hafa tryggt sér, á almennum markaði en að framleiða ál. Á öðrum mörkuðum leysa verðbreytingar þann vanda sem hér er sagður blasa við. Bensínskortur mundi vofa yfir ef ekki mætti selja lítrann á meira en 250 krónur. Fiskur hefur margfaldast í verði miðað við aðrar matvörur á undanförnum áratugum – einmitt vegna ásælni útlendinga í þessa vöru. Hvers vegna ætti að fara öðruvísi með rafmagn? Samkvæmt þeirri tillögu, sem nú virðist ætla að verða ofan á, verður almennur rafmagnsmarkaður ósnortinn af vaxandi eftirspurn stórnotenda. Almenningur kann sjálfsagt að meta það og það vegur þungt í augum stjórnmálamanna. En þessi tilhögun er ekki gallalaus. Ef almenningur borgar ekki sannvirði fyrir rafmagnið er ólíklegt að hann fari mjög vel með það. Aðskilnaður almenns rafmagnsmarkaðs og markaðs fyrir stórnotendur leiðir með öðrum orðum til sóunar á rafmagni. Meira verður virkjað en hagkvæmt er. Eins og fram kom hér á undan er þetta ekki eina leiðin til þess að koma í veg fyrir skort. Ef verðið fær að sveiflast eins og á flestum öðrum vörum fær almenningur áfram sitt rafmagn. Á Íslandi er meira framleitt af rafmagni á hvert mannsbarn en í nokkru öðru landi í heiminum. Almenning mun ekki skorta það nema fyrir einhvern klaufaskap. Skiljanlegt er að starfsmenn Landsvirkjunar séu þreyttir á að bíða eftir leyfum fyrir nýjum virkjunum. Óþreyjan er skiljanlegri þegar haft er í huga að enginn virðist vera í vafa um að þær framkvæmdir, sem nú er tekist á um, verði leyfðar á endanum. ,,Framkvæmdum við Hvammsvirkjun seinkað“ sagði á heimasíðu Landsvirkjunar eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjunarleyfið úr gildi í sumar eftir kærur frá umhverfissamtökum og fleirum. Framkvæmdum seinkar, en auðvitað verður virkjað. Stundum virðist kæruferli og söfnun upplýsinga um umhverfisrask af framkvæmdum nánast vera formsatriði. Vandinn liggur ekki síst í því að fjárfestar bera ekki umhverfiskostnaðinn. Í því felst niðurgreiðsla á ,,grænni orku“ sem verulega getur munað um. Fyrir fáum árum nýtti Hagfræðistofnun niðurstöður úr Rammaáætlun til þess að verðmeta umhverfiskostnað af Urriðafossvirkjun í Þjórsá, sem um margt minnir á Hvammsvirkjun, sem er ofar í ánni. Út kom að umhverfiskostnaður virkjunarinnar væri um 30 milljarðar króna – sem bætist ofan á annan kostnað við hana, sem þá var talinn um 50 milljarðar. Hætta sem laxi í ánni er búin réð miklu um niðurstöðuna. Umhverfiskostnaður af þessari stærðargráðu gæti hæglega dregið úr áhuga fjárfesta á virkjun – en hann þarf ekki að gera það. Hér gildir það sama og um rafmagnsverð til almennings, sem rætt var hér á undan. Taka þarf allan kostnað með í dæmið ef ætlunin er að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, tók sterkt til orða á haustfundi fyrirtækisins, sem haldinn var fyrir nokkru: ,,Aðilar sem ættu að vera ábyrgir hafa haldið því fram að við getum gert allt sem við viljum án þess að auka orkuvinnsluna... Þetta er alrangt, þetta er algjörlega ábyrgðarlaust…[Margir] hafa haldið því blákalt fram að ..við þurfum ekkert að virkja..[það þurfi bara að] skipta um ljósaperur – þá virki þetta allt..“ Ekki kom fram við hvaða ,,ábyrgu aðila“ hann átti, en nokkur ár eru síðan Bjarni Bjarnason, sem þá var forstjóri Orkuveitunnar, komst svo að orði í blaðaviðtali, að ekki þyrfti að virkja allt sem rynni og kraumaði hér á landi, eins og útlitið væri þá. Í sama viðtali benti hann á að við það eitt að skipta öllum götuljósum út fyrir led-perur sparaðist rafmagn sem dygði fimm til tíu þúsund rafmagnsbílum. Boðskapurinn á haustfundi Landsvirkjunar var allt annar: a) Rafmagnsskortur blasir við heimilum og litlum fyrirtækjum vegna vaxandi áhuga stórnotenda. b) Skilja þarf á milli almenns markaðs og stórnotenda, þannig að heimili og fyrirtæki þurfi ekki að keppa við þá um rafmagnið. c) Ekki dugar að sækja rafmagn til álvera – þeim verður ekki lokað fyrr en í fyrsta lagi eftir 2034. d) Flýta þarf meðferð á umsóknum um leyfi fyrir nýjum virkjunum. Þegar málið er skoðað kemur í ljós að aðeins er hætta á skorti á almennum rafmagnsmarkaði ef gert er ráð fyrir að verð haldist óbreytt. Ef verð á rafmagni hækkar gerist tvennt: 1) Notendur fara betur með það. Í nýlegri skýrslu, sem sagt er frá á heimasíðu Landsvirkjunar, kemur fram að spara megi allt að 8% af rafmagninu, ýmist með tiltölulega litlum tilkostnaði eða meiri fyrirhöfn. 2) Stórnotendur falla frá rafmagnskaupum ef boðið er betur á almennum markaði. Víða á Vesturlöndum hefur álverum verið lokað af því að meira er upp úr því að hafa að selja rafmagnið, sem þau hafa tryggt sér, á almennum markaði en að framleiða ál. Á öðrum mörkuðum leysa verðbreytingar þann vanda sem hér er sagður blasa við. Bensínskortur mundi vofa yfir ef ekki mætti selja lítrann á meira en 250 krónur. Fiskur hefur margfaldast í verði miðað við aðrar matvörur á undanförnum áratugum – einmitt vegna ásælni útlendinga í þessa vöru. Hvers vegna ætti að fara öðruvísi með rafmagn? Samkvæmt þeirri tillögu, sem nú virðist ætla að verða ofan á, verður almennur rafmagnsmarkaður ósnortinn af vaxandi eftirspurn stórnotenda. Almenningur kann sjálfsagt að meta það og það vegur þungt í augum stjórnmálamanna. En þessi tilhögun er ekki gallalaus. Ef almenningur borgar ekki sannvirði fyrir rafmagnið er ólíklegt að hann fari mjög vel með það. Aðskilnaður almenns rafmagnsmarkaðs og markaðs fyrir stórnotendur leiðir með öðrum orðum til sóunar á rafmagni. Meira verður virkjað en hagkvæmt er. Eins og fram kom hér á undan er þetta ekki eina leiðin til þess að koma í veg fyrir skort. Ef verðið fær að sveiflast eins og á flestum öðrum vörum fær almenningur áfram sitt rafmagn. Á Íslandi er meira framleitt af rafmagni á hvert mannsbarn en í nokkru öðru landi í heiminum. Almenning mun ekki skorta það nema fyrir einhvern klaufaskap. Skiljanlegt er að starfsmenn Landsvirkjunar séu þreyttir á að bíða eftir leyfum fyrir nýjum virkjunum. Óþreyjan er skiljanlegri þegar haft er í huga að enginn virðist vera í vafa um að þær framkvæmdir, sem nú er tekist á um, verði leyfðar á endanum. ,,Framkvæmdum við Hvammsvirkjun seinkað“ sagði á heimasíðu Landsvirkjunar eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjunarleyfið úr gildi í sumar eftir kærur frá umhverfissamtökum og fleirum. Framkvæmdum seinkar, en auðvitað verður virkjað. Stundum virðist kæruferli og söfnun upplýsinga um umhverfisrask af framkvæmdum nánast vera formsatriði. Vandinn liggur ekki síst í því að fjárfestar bera ekki umhverfiskostnaðinn. Í því felst niðurgreiðsla á ,,grænni orku“ sem verulega getur munað um. Fyrir fáum árum nýtti Hagfræðistofnun niðurstöður úr Rammaáætlun til þess að verðmeta umhverfiskostnað af Urriðafossvirkjun í Þjórsá, sem um margt minnir á Hvammsvirkjun, sem er ofar í ánni. Út kom að umhverfiskostnaður virkjunarinnar væri um 30 milljarðar króna – sem bætist ofan á annan kostnað við hana, sem þá var talinn um 50 milljarðar. Hætta sem laxi í ánni er búin réð miklu um niðurstöðuna. Umhverfiskostnaður af þessari stærðargráðu gæti hæglega dregið úr áhuga fjárfesta á virkjun – en hann þarf ekki að gera það. Hér gildir það sama og um rafmagnsverð til almennings, sem rætt var hér á undan. Taka þarf allan kostnað með í dæmið ef ætlunin er að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Höfundur er hagfræðingur.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun