Hershöfðingjar funda um mögulegt vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2023 12:45 Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín í Súdan vegna átaka þar undanfarna mánuði. Ástandinu hefur verið lýst sem martraðakenndu. Getty/Luke Dray Hershöfðingjarnir Mohamed Hamdan Daglo og Abdel Fattah al-Burhan hafa samþykkt að hittast til að reyna að binda enda á blóðuga styrjöld í Súdan. Gífurleg óreiða hefur ríkt í Súdan undanfarna mánuði og hafa þúsundir fallið vegna átaka hershöfðingjanna og sveita þeirra. Mennirnir eru sagðir hafa samþykkt á fundi samtaka ríkja Austur-Afríku að koma á vopnahléi og hefja viðræður um langvarandi frið. Al-Burhan leiðir her Súdan en Dagalo leiðir hópinn RSF. Þegar Omar al-Bashir, einræðisherra Súdans til langs tíma, var velt úr sessi árið 2019 tóku þeir tveir höndum saman og leiddu valdarán hersins í október 2021. Fyrr á þessu ári kom svo til deilna þeirra á milli og hafa blóðug átök staðið yfir síðan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Þá var áætlað að minnst níu þúsund manns lægju í valnum. Sérfræðingar segja töluna líklega mun hærri nú. Á leiðtogafundi IGAD, þróunarsamvinnusamtaka ríkja í Austur-Afríku, um helgina samþykktu al-Burhan og Dagalo áðurnefndar viðræður. Al-Burhan var á fundinum en rætt var við Dagalo í gegnum síma og samþykkti hann, samkvæmt yfirlýsingu frá IGAD, að funda með Al-Burhan í persónu. Ekki er vitað hvar Dagalo er staðsettur. Þá liggur ekki fyrir hvar eða hvenær fundurinn milli hans og al-Buhran á að fara fram. AP fréttaveitan hefur þó eftir ráðgjafa forseta Djibútí, að fundurinn eigi að fara fram innan fimmtán daga. Fréttaveitan segir einnig frá því að yfirvöld í Súdan hafi skipað ráðamönnum Sameinuðu arabísku furstadæmanna að kalla fimmtán erindreka heim frá Súdan. Er það vegna stuðnings yfirvalda í ABU Dhabi við RSF. Súdan Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira
Mennirnir eru sagðir hafa samþykkt á fundi samtaka ríkja Austur-Afríku að koma á vopnahléi og hefja viðræður um langvarandi frið. Al-Burhan leiðir her Súdan en Dagalo leiðir hópinn RSF. Þegar Omar al-Bashir, einræðisherra Súdans til langs tíma, var velt úr sessi árið 2019 tóku þeir tveir höndum saman og leiddu valdarán hersins í október 2021. Fyrr á þessu ári kom svo til deilna þeirra á milli og hafa blóðug átök staðið yfir síðan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Þá var áætlað að minnst níu þúsund manns lægju í valnum. Sérfræðingar segja töluna líklega mun hærri nú. Á leiðtogafundi IGAD, þróunarsamvinnusamtaka ríkja í Austur-Afríku, um helgina samþykktu al-Burhan og Dagalo áðurnefndar viðræður. Al-Burhan var á fundinum en rætt var við Dagalo í gegnum síma og samþykkti hann, samkvæmt yfirlýsingu frá IGAD, að funda með Al-Burhan í persónu. Ekki er vitað hvar Dagalo er staðsettur. Þá liggur ekki fyrir hvar eða hvenær fundurinn milli hans og al-Buhran á að fara fram. AP fréttaveitan hefur þó eftir ráðgjafa forseta Djibútí, að fundurinn eigi að fara fram innan fimmtán daga. Fréttaveitan segir einnig frá því að yfirvöld í Súdan hafi skipað ráðamönnum Sameinuðu arabísku furstadæmanna að kalla fimmtán erindreka heim frá Súdan. Er það vegna stuðnings yfirvalda í ABU Dhabi við RSF.
Súdan Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira