Lyfjameðferð í skaðaminnkandi tilgangi? Kristín Davíðsdóttir skrifar 11. desember 2023 23:35 Í nýlegri frétt á Vísi kemur fram að læknirinn Árni Tómas Ragnarsson hafi skrifað út lyf til handa einum veikasta hópi samfélagsins í skaðaminnkandi tilgangi um nokkurt skeið. Þetta eru einstaklingar sem hann hefur væntanlega af sinni læknisfræðilegu kunnáttu metið og í framhaldinu veitt þeim þá meðferð sem hann hefur talið besta fyrir hvern og einn. Haft er eftir Árna Tómasi, sem hefur starfað sem læknir í 40 ár, að í starfi hans sem slíkur felist m.a. að minnka þann skaða er af sjúkdómi hlýst sem og að láta fólki líða betur. Þetta samræmist vissulega lögum um réttindi sjúklinga frá 1997 hvar segir í 23.grein að lina skuli þjáningar sjúklings eins og þekking á hverjum tíma frekast leyfir. Þá er einnig starfshópur að störfum á vegum Heilbrigðisráðuneytisins sem vinnur að mótun heildrænnar skaðaminnkunarstefnu varðandi einstaklinga sem nota vímuefni. Engin slík stefna er til hérlendis en flestum þeim er starfa með einstaklingum sem nota vímuefni er þó ljóst að þörfin á heildrænni stefnu og bættri þjónustu er gríðarleg. Nú er svo komið að Landlæknisembættið hefur takmarkað leyfi Árna Tómasar og getur hann því ekki lengur skrifað út lyf til handa þessum hópi. Þessi ákvörðun vekur upp ýmsar spurningar – hvers vegna er hann sviptur leyfinu núna og hvaða þjónusta mun standa sjúklingahópi hans til boða í framhaldinu? Nú veit ég ekki hversu marga einstaklinga um ræðir en væntanlega er það þó nokkur fjöldi. E.t.v. munu einhverjir koma fram með þá hugmynd að þessir einstaklingar geti fengið viðhaldsmeðferð í formi Suboxone eða Buvidal hjá SÁÁ en sú meðferð er veitt á sjúkrahúsinu Vogi. En er það virkilega raunhæft? Hefur Vogur bolmagn til að taka við þessum fjölda nýrra sjúklinga? SÁÁ er nú þegar illa fjármagnið og veitir viðhaldsmeðferð til handa mun fleiri einstaklingum en greitt er fyrir af hinu opinbera. Síðan er það hin hliðin, sú er lýtur að siðferðilega hlutanum og snýr að því hvers sjúklingar hans óska sjálfir. Munu þeir fá annan lækni sem getur þá metið þá og ákveðið meðferð í framhaldi af því eða getur verið að þessum einstaklingum verði einfaldlega bara úthýst þar sem þeir glíma við einn af þessum óþægilegu og erfiðu sjúkdómum? Hver ætlar að bera ábyrgð á því að lögum um réttindi sjúklinga verði framfylgt þannig að hver og einn þessara einstaklinga fái fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni líkt og lögin kveða á um? Mín ágiskun er sú að það verði enginn. Það er einfaldlega það sem þessi hópur er vanur enda í afleitri stöðu til að leita réttar síns. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að hver einn og einasti þeirra einstaklinga sem hlotið hefur læknismeðferð í skaðaminnkandi tilgangi hjá Árna Tómasi eigi að baki sögu sem fæst okkar geta gert okkur í huglund. Það sem gengið hefur á í lífi einstaklings sem kominn er á þann stað að vera háður vímuefnum í æð og það sem viðkomandi þarf að gera til að verða sér úti um efni er lyginni líkast - við erum ekki að tala um eitt og eitt tilfelli, heldur endurtekna niðurlægingu, mjög skaðlega hegðun, afbrot og fleira í þeim dúr. En af því vilja fæstir vita og forrétindablindan byrgir mörgum sýn. Það er útbreidd skoðun að þeir sem noti vímuefni vilji allir fara í meðferð til þess að verða edrú þ.e. að hætta allri neyslu. Mín reynsla af því að vinna með einstaklingum úr þessum hópi er sú að flestir vilji koma undir sig fótunum - eiga öruggt heimili og geta lifað mannsæmandi lífi án þess að neyðast til að gera hluti sem vekja með þeim viðbjóð. Í því getur falist að hætta allri notkun hvers kyns vímugjafa en fólk verður líka að eiga möguleika á að lifa mannsæmandi lífi þó svo að það vilji ekki hætta allri notkun. Slík meðferð er hins vegar ekki í boði hérlendis og í raun eru þau meðferðarúrræði sem standa þessum hópi til boða afar takmörkuð. Afeitrun fer fram á sjúkrahúsinu Vogi og á fíknigeðdeild Landspítalans, en þangað inn komast aðeins einstaklingar sem tilheyra ákveðnum hópi. Staðan er því að sú að þegar einstaklingur hefur farið í tugi meðferða á Vog og árangur verið lítill sem enginn hefur hann ekkert annað val en að fara þangað einu sinni enn - önnur úrræði eru ekki í boði. Hvað segir maður við einstakling sem hefur endurtekið reynt að passa inn í samfélagsgerðina en alltaf mistekist þar sem bakland, stuðningur og eftirfylgd hafa aldrei reynst fullnægjandi. Hvaða svör gefur maður einstaklingi sem finnst lífið einfaldlega allt of sárt til að fara í gegnum það ódeyfður? Getur verið að besta svarið sé einfaldlega það að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur og styðja hann í þeim ákvörðunum sem hann tekur, hvort sem það samræmist okkar siðferðislegu skoðunum eða ekki? Ég skora á yfirvöld að taka mál þessara einstaklinga til skoðunar og veita þeim þann stuðning og þá meðferð sem þau þurfa á þeirra forsendum - að mæta þeim af auðmýkt, án allra fordóma og forræðishyggju. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Lyf Fíkn Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Í nýlegri frétt á Vísi kemur fram að læknirinn Árni Tómas Ragnarsson hafi skrifað út lyf til handa einum veikasta hópi samfélagsins í skaðaminnkandi tilgangi um nokkurt skeið. Þetta eru einstaklingar sem hann hefur væntanlega af sinni læknisfræðilegu kunnáttu metið og í framhaldinu veitt þeim þá meðferð sem hann hefur talið besta fyrir hvern og einn. Haft er eftir Árna Tómasi, sem hefur starfað sem læknir í 40 ár, að í starfi hans sem slíkur felist m.a. að minnka þann skaða er af sjúkdómi hlýst sem og að láta fólki líða betur. Þetta samræmist vissulega lögum um réttindi sjúklinga frá 1997 hvar segir í 23.grein að lina skuli þjáningar sjúklings eins og þekking á hverjum tíma frekast leyfir. Þá er einnig starfshópur að störfum á vegum Heilbrigðisráðuneytisins sem vinnur að mótun heildrænnar skaðaminnkunarstefnu varðandi einstaklinga sem nota vímuefni. Engin slík stefna er til hérlendis en flestum þeim er starfa með einstaklingum sem nota vímuefni er þó ljóst að þörfin á heildrænni stefnu og bættri þjónustu er gríðarleg. Nú er svo komið að Landlæknisembættið hefur takmarkað leyfi Árna Tómasar og getur hann því ekki lengur skrifað út lyf til handa þessum hópi. Þessi ákvörðun vekur upp ýmsar spurningar – hvers vegna er hann sviptur leyfinu núna og hvaða þjónusta mun standa sjúklingahópi hans til boða í framhaldinu? Nú veit ég ekki hversu marga einstaklinga um ræðir en væntanlega er það þó nokkur fjöldi. E.t.v. munu einhverjir koma fram með þá hugmynd að þessir einstaklingar geti fengið viðhaldsmeðferð í formi Suboxone eða Buvidal hjá SÁÁ en sú meðferð er veitt á sjúkrahúsinu Vogi. En er það virkilega raunhæft? Hefur Vogur bolmagn til að taka við þessum fjölda nýrra sjúklinga? SÁÁ er nú þegar illa fjármagnið og veitir viðhaldsmeðferð til handa mun fleiri einstaklingum en greitt er fyrir af hinu opinbera. Síðan er það hin hliðin, sú er lýtur að siðferðilega hlutanum og snýr að því hvers sjúklingar hans óska sjálfir. Munu þeir fá annan lækni sem getur þá metið þá og ákveðið meðferð í framhaldi af því eða getur verið að þessum einstaklingum verði einfaldlega bara úthýst þar sem þeir glíma við einn af þessum óþægilegu og erfiðu sjúkdómum? Hver ætlar að bera ábyrgð á því að lögum um réttindi sjúklinga verði framfylgt þannig að hver og einn þessara einstaklinga fái fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni líkt og lögin kveða á um? Mín ágiskun er sú að það verði enginn. Það er einfaldlega það sem þessi hópur er vanur enda í afleitri stöðu til að leita réttar síns. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að hver einn og einasti þeirra einstaklinga sem hlotið hefur læknismeðferð í skaðaminnkandi tilgangi hjá Árna Tómasi eigi að baki sögu sem fæst okkar geta gert okkur í huglund. Það sem gengið hefur á í lífi einstaklings sem kominn er á þann stað að vera háður vímuefnum í æð og það sem viðkomandi þarf að gera til að verða sér úti um efni er lyginni líkast - við erum ekki að tala um eitt og eitt tilfelli, heldur endurtekna niðurlægingu, mjög skaðlega hegðun, afbrot og fleira í þeim dúr. En af því vilja fæstir vita og forrétindablindan byrgir mörgum sýn. Það er útbreidd skoðun að þeir sem noti vímuefni vilji allir fara í meðferð til þess að verða edrú þ.e. að hætta allri neyslu. Mín reynsla af því að vinna með einstaklingum úr þessum hópi er sú að flestir vilji koma undir sig fótunum - eiga öruggt heimili og geta lifað mannsæmandi lífi án þess að neyðast til að gera hluti sem vekja með þeim viðbjóð. Í því getur falist að hætta allri notkun hvers kyns vímugjafa en fólk verður líka að eiga möguleika á að lifa mannsæmandi lífi þó svo að það vilji ekki hætta allri notkun. Slík meðferð er hins vegar ekki í boði hérlendis og í raun eru þau meðferðarúrræði sem standa þessum hópi til boða afar takmörkuð. Afeitrun fer fram á sjúkrahúsinu Vogi og á fíknigeðdeild Landspítalans, en þangað inn komast aðeins einstaklingar sem tilheyra ákveðnum hópi. Staðan er því að sú að þegar einstaklingur hefur farið í tugi meðferða á Vog og árangur verið lítill sem enginn hefur hann ekkert annað val en að fara þangað einu sinni enn - önnur úrræði eru ekki í boði. Hvað segir maður við einstakling sem hefur endurtekið reynt að passa inn í samfélagsgerðina en alltaf mistekist þar sem bakland, stuðningur og eftirfylgd hafa aldrei reynst fullnægjandi. Hvaða svör gefur maður einstaklingi sem finnst lífið einfaldlega allt of sárt til að fara í gegnum það ódeyfður? Getur verið að besta svarið sé einfaldlega það að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur og styðja hann í þeim ákvörðunum sem hann tekur, hvort sem það samræmist okkar siðferðislegu skoðunum eða ekki? Ég skora á yfirvöld að taka mál þessara einstaklinga til skoðunar og veita þeim þann stuðning og þá meðferð sem þau þurfa á þeirra forsendum - að mæta þeim af auðmýkt, án allra fordóma og forræðishyggju. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun