Slátrun en ekki stríð – brúðuleikhús BNA Pétur Heimisson skrifar 12. desember 2023 06:30 Það geisar ekki „stríð“ á Gaza þessa dagana. Stríð há herir og þau eru á milli herja. Hörmungarnar í Gaza eru einhliða slátrun, morð á morð ofan og að umtalsverðu leyti börn sem eru drepin. Slátrararnir ísraelskir hermenn, að miklu leyti ungt fólk, stýrt af gömlum körlum heima í Ísrael, körlum sem ráða yfir einum sterkasta her heimsins. Gegndarlaus dráp Ísraelshers hófust í kjölfar óafsakanlegra og hræðilegra voðaverka Hamas sem réðust inn í Ísrael, drápu og rændu saklausu fólki. Forsagan er mikið lengri og hófst í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Þá áttu Bandaríkin sinn stóra þátt í stofnun Ísraelsríkis þegar Gyðingum, fórnarlömbum nasista, var gefið land hvar aðrir bjuggu fyrir. Þar réðu bandarískir hagsmunir. Ekki þó hagsmunir almennings, heldur hins kapítalíska kerfis sem þar í landi ræður öllu og gerir þá ríku ríkari og fátækari fátækari. Þessa stefnu hafa Bandaríkin æ síðan útfært víða um heiminn, enda eru þau fremur HLUTAfélag en SAMfélag og þau eru ótrúlega mörg sem eiga ekki hlut í því félagi. Þetta hefur ráðið för gagnvart Ísrael og Palestínu allar götur síðan. „Bandarískir hagsmunir“ ráða för þeir hafa verið réttlæting og drifkraftur margra svokallaðra stríða frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Opinber réttlæting hefur verið í formi alls kyns fagurgala og hreinna lyga, en að tjaldabaki kúrðu mis augljósir „bandarískir hagsmunir“. Tökum dæmi. Mín kynslóð ólst upp við Víetnamstríð, viðbjóð sem stóð árum saman og var algjörlega á ábyrgð og í boði Bandaríkjanna. Salvador Allende, þjóðkjörnum forseta Chile, var steypt af stóli 1973, herforingjum komið til valda og óæskilegar raddir þúsunda saklausra borgara þaggaðar með fangelsunum, pyntingum og morðum, allt gert með velþóknun og tilstyrk Bandaríkjanna og vegna bandarískra hagsmuna. Ráðherrarnir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson tóku ákvörðun, án samráðs, um stuðning við innrás í Írak. Því áttum við Íslendingar beina aðild að innrás bandarísks hers í Írak árið 2003 þar sem tugir til hundruð þúsunda almennra borgara voru drepnir. Réttlæting bandarískra stjórnvalda var að Írakar ættu gereyðingarvopn, sem reyndust sviðsettar lygar. Listi yfir árásir og ofbeldi í boði Bandaríkjanna er mun lengri og verðskuldar sérstök skrif. Að fjarstýra barnadrápum Ofbeldisverk Ísraelshers, ekki ísraelsku þjóðarinnar, undanfarna 2 mánuði verða ekki réttlæt sem sjálfsvörn vegna voðaverka Hamas þann 7. október sl. Þau eru þaulskipulögð dráp á saklausu fólki og annað markmið en þjóðarmorð vandséð. Allt þetta gerist þar sem Bandaríkin, með stuðningi sínum, leyfa því að gerast. Nú síðast með neitunarvaldi, þegar António Guterres freistaði þess að ná fram vopnahléi. Í aðdraganda innrásar í Írak fóru Bandaríkin að nota orðaleppinn „öxulveldi hins illa“. Verðskuldi eitthvert ríki og standi undir þeirri nafngift þá eru það Bandaríkin sjálf, ekki bandarískur almenningur, heldur þarlend stjórnvöld. Allt þetta þarf að segja, tala um og fordæma. Skipting okkar Íslendinga í fylkingar með og á móti Nató má ekki verða til þess að við segjum þetta ekki hátt og skýrt bæði við og um Bandaríkin. Ef við gerum það ekki þá erum við að horfa fram hjá því að það er með leyfi og liðstyrk bandarískra stjórnvalda sem Gaza hefur verið breytt í sláturhús sem kalla má fjarstýrt blóði drifið bandarískt brúðuleikhús. Höfundur er læknir og situr í stjórn VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Ísrael Pétur Heimisson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Það geisar ekki „stríð“ á Gaza þessa dagana. Stríð há herir og þau eru á milli herja. Hörmungarnar í Gaza eru einhliða slátrun, morð á morð ofan og að umtalsverðu leyti börn sem eru drepin. Slátrararnir ísraelskir hermenn, að miklu leyti ungt fólk, stýrt af gömlum körlum heima í Ísrael, körlum sem ráða yfir einum sterkasta her heimsins. Gegndarlaus dráp Ísraelshers hófust í kjölfar óafsakanlegra og hræðilegra voðaverka Hamas sem réðust inn í Ísrael, drápu og rændu saklausu fólki. Forsagan er mikið lengri og hófst í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Þá áttu Bandaríkin sinn stóra þátt í stofnun Ísraelsríkis þegar Gyðingum, fórnarlömbum nasista, var gefið land hvar aðrir bjuggu fyrir. Þar réðu bandarískir hagsmunir. Ekki þó hagsmunir almennings, heldur hins kapítalíska kerfis sem þar í landi ræður öllu og gerir þá ríku ríkari og fátækari fátækari. Þessa stefnu hafa Bandaríkin æ síðan útfært víða um heiminn, enda eru þau fremur HLUTAfélag en SAMfélag og þau eru ótrúlega mörg sem eiga ekki hlut í því félagi. Þetta hefur ráðið för gagnvart Ísrael og Palestínu allar götur síðan. „Bandarískir hagsmunir“ ráða för þeir hafa verið réttlæting og drifkraftur margra svokallaðra stríða frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Opinber réttlæting hefur verið í formi alls kyns fagurgala og hreinna lyga, en að tjaldabaki kúrðu mis augljósir „bandarískir hagsmunir“. Tökum dæmi. Mín kynslóð ólst upp við Víetnamstríð, viðbjóð sem stóð árum saman og var algjörlega á ábyrgð og í boði Bandaríkjanna. Salvador Allende, þjóðkjörnum forseta Chile, var steypt af stóli 1973, herforingjum komið til valda og óæskilegar raddir þúsunda saklausra borgara þaggaðar með fangelsunum, pyntingum og morðum, allt gert með velþóknun og tilstyrk Bandaríkjanna og vegna bandarískra hagsmuna. Ráðherrarnir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson tóku ákvörðun, án samráðs, um stuðning við innrás í Írak. Því áttum við Íslendingar beina aðild að innrás bandarísks hers í Írak árið 2003 þar sem tugir til hundruð þúsunda almennra borgara voru drepnir. Réttlæting bandarískra stjórnvalda var að Írakar ættu gereyðingarvopn, sem reyndust sviðsettar lygar. Listi yfir árásir og ofbeldi í boði Bandaríkjanna er mun lengri og verðskuldar sérstök skrif. Að fjarstýra barnadrápum Ofbeldisverk Ísraelshers, ekki ísraelsku þjóðarinnar, undanfarna 2 mánuði verða ekki réttlæt sem sjálfsvörn vegna voðaverka Hamas þann 7. október sl. Þau eru þaulskipulögð dráp á saklausu fólki og annað markmið en þjóðarmorð vandséð. Allt þetta gerist þar sem Bandaríkin, með stuðningi sínum, leyfa því að gerast. Nú síðast með neitunarvaldi, þegar António Guterres freistaði þess að ná fram vopnahléi. Í aðdraganda innrásar í Írak fóru Bandaríkin að nota orðaleppinn „öxulveldi hins illa“. Verðskuldi eitthvert ríki og standi undir þeirri nafngift þá eru það Bandaríkin sjálf, ekki bandarískur almenningur, heldur þarlend stjórnvöld. Allt þetta þarf að segja, tala um og fordæma. Skipting okkar Íslendinga í fylkingar með og á móti Nató má ekki verða til þess að við segjum þetta ekki hátt og skýrt bæði við og um Bandaríkin. Ef við gerum það ekki þá erum við að horfa fram hjá því að það er með leyfi og liðstyrk bandarískra stjórnvalda sem Gaza hefur verið breytt í sláturhús sem kalla má fjarstýrt blóði drifið bandarískt brúðuleikhús. Höfundur er læknir og situr í stjórn VG.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun