Endar tveggja áratuga einokun tenniskvenna í efstu sætunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2023 11:00 Eileen Gu hefur miklar tekjur af auglýsingasamningum og ekki síst í Kína. Getty/VCG Tenniskonur eru launahæstu íþróttakonur heims og hafa verið það lengi. Það þykir því stórmerkilegt þegar íþróttakona úr annarri íþrótt kemst inn á topp þrjú á peningalistanum. Sportico hefur nú tekið saman listann yfir tekjuhæstu íþróttakonurnar á árinu 2023. Tenniskonur hafa einokað efstu sæti listans undanfarin ár og tenniskonan Coco Gauff er í efsta sæti tekjulistans núna. Gauff vann Opna bandaríska meistaramótið í ár en það var hennar fyrsti sigur á risamóti á ferlinum. Á listanum er tekið saman hvað konurnar fá í laun, í verðlaunafé og svo hvaða tekjur þær hafa af auglýsingum og öðrum styrktarsamningum. Coco Gauff vann sinn fyrsta risatitil á Opna bandaríska meistaramótinu.Getty/Sarah Stier Gauff fékk 6,7 milljónir dollara í verðlaunafé en sextán milljónir frá auglýsingasamningum. Samtals hafði hún því 22,7 milljónir Bandaríkjadala í tekjur á árinu 2023 eða tæpa 3,2 milljarða íslenskra króna. Áður höfum við séð Serenu Williams, Mariu Sharapova og Naomi Osaka í efsta sæti þessa lista. Skíðafimikonan Eileen Gu náði hins vegar í ár að enda tveggja áratuga einokun tenniskvenna í efstu þremur sætum peningalistans. Hin nítján ára gamla Gu er í þriðja sætinu á eftir tenniskonunum Gauff og Igu Swiatek. Hún er eina konan í efstu átta sætunum sem spilar ekki tennis. Gu fær líka langmest af öllum þegar kemur að tekjum frá auglýsingum og styrktaraðilum en hún fékk allar sínar tekjur þaðan eða alls tuttugu milljónir dollara. Swiatek fær aftur á móti mest af öllum þegar kemur að verðlaunafé en hún átti mjög flott ár og fékk alls 9,9 milljónir dollara í verðlaunafé á árinu 2023. Meðal efstu fimmtán þá eru níu tenniskonur, tvær fótboltakonur, tvær skíðakonur og ein úr fimleikum og ein úr golfi. Tekjulisti Sportico leit svona út..sportico.com Tekjuhæstu íþróttakonurnar 2023: 1. Coco Gauff, tennis 2. Iga Swiatek, tennis 3. Eileen Gu, skíðafimi 4. Emma Raducanu, tennis 5. Naomi Osaka, tennis 6. Aryna Sabalenka, tennis 7. Elena Rybakina, tennis 8. Jessica Pegula, tennis 9. Simone Biles, fimleikar 10.Nelly Korda, golf 11. Alex Morgan, fótbolti 12. Megan Rapinoe, fótbolti 13. Leylah Fernandez, tennis 14. Mikaela Shiffrin, skíði 15. Obs Jabeur, tennis Tennis Skíðaíþróttir Fótbolti Golf Fimleikar Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Sportico hefur nú tekið saman listann yfir tekjuhæstu íþróttakonurnar á árinu 2023. Tenniskonur hafa einokað efstu sæti listans undanfarin ár og tenniskonan Coco Gauff er í efsta sæti tekjulistans núna. Gauff vann Opna bandaríska meistaramótið í ár en það var hennar fyrsti sigur á risamóti á ferlinum. Á listanum er tekið saman hvað konurnar fá í laun, í verðlaunafé og svo hvaða tekjur þær hafa af auglýsingum og öðrum styrktarsamningum. Coco Gauff vann sinn fyrsta risatitil á Opna bandaríska meistaramótinu.Getty/Sarah Stier Gauff fékk 6,7 milljónir dollara í verðlaunafé en sextán milljónir frá auglýsingasamningum. Samtals hafði hún því 22,7 milljónir Bandaríkjadala í tekjur á árinu 2023 eða tæpa 3,2 milljarða íslenskra króna. Áður höfum við séð Serenu Williams, Mariu Sharapova og Naomi Osaka í efsta sæti þessa lista. Skíðafimikonan Eileen Gu náði hins vegar í ár að enda tveggja áratuga einokun tenniskvenna í efstu þremur sætum peningalistans. Hin nítján ára gamla Gu er í þriðja sætinu á eftir tenniskonunum Gauff og Igu Swiatek. Hún er eina konan í efstu átta sætunum sem spilar ekki tennis. Gu fær líka langmest af öllum þegar kemur að tekjum frá auglýsingum og styrktaraðilum en hún fékk allar sínar tekjur þaðan eða alls tuttugu milljónir dollara. Swiatek fær aftur á móti mest af öllum þegar kemur að verðlaunafé en hún átti mjög flott ár og fékk alls 9,9 milljónir dollara í verðlaunafé á árinu 2023. Meðal efstu fimmtán þá eru níu tenniskonur, tvær fótboltakonur, tvær skíðakonur og ein úr fimleikum og ein úr golfi. Tekjulisti Sportico leit svona út..sportico.com Tekjuhæstu íþróttakonurnar 2023: 1. Coco Gauff, tennis 2. Iga Swiatek, tennis 3. Eileen Gu, skíðafimi 4. Emma Raducanu, tennis 5. Naomi Osaka, tennis 6. Aryna Sabalenka, tennis 7. Elena Rybakina, tennis 8. Jessica Pegula, tennis 9. Simone Biles, fimleikar 10.Nelly Korda, golf 11. Alex Morgan, fótbolti 12. Megan Rapinoe, fótbolti 13. Leylah Fernandez, tennis 14. Mikaela Shiffrin, skíði 15. Obs Jabeur, tennis
Tekjuhæstu íþróttakonurnar 2023: 1. Coco Gauff, tennis 2. Iga Swiatek, tennis 3. Eileen Gu, skíðafimi 4. Emma Raducanu, tennis 5. Naomi Osaka, tennis 6. Aryna Sabalenka, tennis 7. Elena Rybakina, tennis 8. Jessica Pegula, tennis 9. Simone Biles, fimleikar 10.Nelly Korda, golf 11. Alex Morgan, fótbolti 12. Megan Rapinoe, fótbolti 13. Leylah Fernandez, tennis 14. Mikaela Shiffrin, skíði 15. Obs Jabeur, tennis
Tennis Skíðaíþróttir Fótbolti Golf Fimleikar Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira