Þvertekur fyrir kröfu um 25 prósenta launahækkun Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 13. desember 2023 10:54 Arnar Hjálmsson hefur verið formaður Félags flugumferðarstjóra frá árinu 2020. Hann segir um fimmtán ár síðan flugumferðarstjórar fóru síðast í verkfall. Vísir/Vilhelm Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjórar, segir ekkert til í því að flugumferðarstjórar krefjist 25 prósenta launahækkunar í kjaraviðræðum sínum við Isavia og Samtök atvinnulífsins. Almenningsálitið hafi aldrei verið með flugumferðarstjórum í liði og meðallaun komi kjaraviðræðum ekkert við. Flugumferðarstjórar lögðu niður störf í gærmorgun sem lamaði allt flug á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun. Sambærileg aðgerð stendur fyrir dyrum á morgun eftir að fundi samninganefnda lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Morgunblaðið hafði eftir heimildum sínum í morgun að flugumferðarstjórar krefðust 25 prósenta launahækkunar við samningaborðið. Arnar hafnar þessu en vill ekki ræða kröfur þeirra nú frekar en áður. SA getur leikið sér með tölurnar „Við erum ekki að biðja um 25 prósent launahækkun. Það getur vel verið að SA geti leikið sér að þessum tölum eins og þeir vilja, og fengið út 25 prósent með því að leggja þær allar saman,“ segir Arnar. „Þetta kemur fram í Morgunblaðinu þannig að það er augljóst hvaðan þetta kemur. Þetta kemur ekki frá okkur. Við erum ekki að fara fram á 25 prósenta launahækkun,“ segir Arnar. „Við höfum lagt alls konar atriði á borðið sem ekki hefur verið vilji til að ræða af neinu viti.“ Aðspurður hvort líta megi á kröfu flugumferðarstjóra sem 25 prósenta hækkun, þó ekki launahækkun, svarar Arnar neitandi. Viðtali við Arnar má sjá hér að neðan. Kröfur í takt við aðrar hækkanir „Nei, ekkert endilega. En ef þú leggur saman allar kröfur sem við höfum lagt á borðið þá getur vel verið að þú getir fengið út 25 prósent. Þú leggur fram ákveðna kröfugerð og áttar þig á því í byrjun að þú færð ekki allt sem þú vilt, hvorugu megin við borðið.“ Hann segir kröfur flugumferðarstjóra eðlilegar og í takt við aðrar hækkanir í samfélaginu. Helst strandi á því að ná utan um allt. „Okkur líður stundum eins og við séum að semja við tvo aðila við borðið. Annar er viljugri til að semja en hinn,“ segir Arnar. Isavia sé viljugra en Samtök atvinnulífsins. Fundurinn í gær hafi skilað litlum árangri en boðað hefur verið til næsta fundar í deilunni á morgun. „Ég mæti alltaf bjartsýnn en eins og staðan er akkurat núna er ég ekkert rosalega bjartsýnn að þetta klárist á morgun.“ Almenningsálitið aldrei með flugumferðarstjórum Flugumferðarstjórar eru með heildarlaun upp á rúma eina og hálfa milljón samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Þau laun taka til grunnlauna upp á 915 þúsund plús þegar tekið er tillit til vakta, yfirvinnu og óreglulegra greiðslna. Laun sem eru nokkuð yfir meðallaunum í landinu. „Ég held að almenningsálitið hafi aldrei verið með okkur. Við erum ekkert í vondri stöðu til að berjast. Við getum samið um okkar kjör eins og við reynum að gera alltaf. Við semjum fyrir alla okkar félagsmenn. Við erum með félagsmenn á lægri launum og félagsmenn sem eru yfirmenn hjá fyrirtækinu,“ segir Arnar. Hann hefur verið spurður út í meðallaun flugumferðarstjóra og „Þessi meðallaun eiga ekki heima í þessari umræðu eins og ég hef sagt áður. Það er alveg sama hvaða meðallaun fólk er með. Það á rétt á því að semja um sín kjör. Það er bara það sem við erum að gera.“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Flugumferðarstjórar lögðu niður störf í gærmorgun sem lamaði allt flug á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun. Sambærileg aðgerð stendur fyrir dyrum á morgun eftir að fundi samninganefnda lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Morgunblaðið hafði eftir heimildum sínum í morgun að flugumferðarstjórar krefðust 25 prósenta launahækkunar við samningaborðið. Arnar hafnar þessu en vill ekki ræða kröfur þeirra nú frekar en áður. SA getur leikið sér með tölurnar „Við erum ekki að biðja um 25 prósent launahækkun. Það getur vel verið að SA geti leikið sér að þessum tölum eins og þeir vilja, og fengið út 25 prósent með því að leggja þær allar saman,“ segir Arnar. „Þetta kemur fram í Morgunblaðinu þannig að það er augljóst hvaðan þetta kemur. Þetta kemur ekki frá okkur. Við erum ekki að fara fram á 25 prósenta launahækkun,“ segir Arnar. „Við höfum lagt alls konar atriði á borðið sem ekki hefur verið vilji til að ræða af neinu viti.“ Aðspurður hvort líta megi á kröfu flugumferðarstjóra sem 25 prósenta hækkun, þó ekki launahækkun, svarar Arnar neitandi. Viðtali við Arnar má sjá hér að neðan. Kröfur í takt við aðrar hækkanir „Nei, ekkert endilega. En ef þú leggur saman allar kröfur sem við höfum lagt á borðið þá getur vel verið að þú getir fengið út 25 prósent. Þú leggur fram ákveðna kröfugerð og áttar þig á því í byrjun að þú færð ekki allt sem þú vilt, hvorugu megin við borðið.“ Hann segir kröfur flugumferðarstjóra eðlilegar og í takt við aðrar hækkanir í samfélaginu. Helst strandi á því að ná utan um allt. „Okkur líður stundum eins og við séum að semja við tvo aðila við borðið. Annar er viljugri til að semja en hinn,“ segir Arnar. Isavia sé viljugra en Samtök atvinnulífsins. Fundurinn í gær hafi skilað litlum árangri en boðað hefur verið til næsta fundar í deilunni á morgun. „Ég mæti alltaf bjartsýnn en eins og staðan er akkurat núna er ég ekkert rosalega bjartsýnn að þetta klárist á morgun.“ Almenningsálitið aldrei með flugumferðarstjórum Flugumferðarstjórar eru með heildarlaun upp á rúma eina og hálfa milljón samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Þau laun taka til grunnlauna upp á 915 þúsund plús þegar tekið er tillit til vakta, yfirvinnu og óreglulegra greiðslna. Laun sem eru nokkuð yfir meðallaunum í landinu. „Ég held að almenningsálitið hafi aldrei verið með okkur. Við erum ekkert í vondri stöðu til að berjast. Við getum samið um okkar kjör eins og við reynum að gera alltaf. Við semjum fyrir alla okkar félagsmenn. Við erum með félagsmenn á lægri launum og félagsmenn sem eru yfirmenn hjá fyrirtækinu,“ segir Arnar. Hann hefur verið spurður út í meðallaun flugumferðarstjóra og „Þessi meðallaun eiga ekki heima í þessari umræðu eins og ég hef sagt áður. Það er alveg sama hvaða meðallaun fólk er með. Það á rétt á því að semja um sín kjör. Það er bara það sem við erum að gera.“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira