Brynjar segir engan ætla að axla ábyrgð á PISA Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2023 14:08 Brynjar Níelsson velti fyrir sér niðurstöðu í nýrri PISA-könnun og segir ljóst að enginn ætli að bera ábyrgð. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu, segir sér virðast ekki nokkurn mann ætla að taka ábyrgð á hraksmánarlegri niðurstöðu ungmenna okkar í PISA-könnununni. Þetta gerir Brynjar í pistli sem hann birtir á Facebook. „Nú keppast allir hver um annan þveran að varpa frá sér ábyrgð á slakri niðurstöðu í PISA, sem fer versnandi með hverri könnuninni. Þótt kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum og þingmenn beri ábyrgð á endanum eru ákvarðanir þeirra ekki teknar í einhverju tómarúmi og eftir geðþótta. Hér koma sérfræðingarnir auðvitað sterkir inn og hugmyndafræðin um að við eigum alltaf að fara eftir því sem vísinda-og fræðimenn segja. Nú eru þessir "sérfræðingar" ekki alltaf sammála en ákveðin pólitík verður samt ofaná á hverjum tíma í mennta-og uppeldisvísindum,“ segir Brynjar meðal annars. Brynjar segir að ekki megi leggja neinar skyldur á börn eða gera til þeirra kröfur, því það gæti aukið vanlíðan þeirra. Slíkt sé bara til óþæginda og leiðinda. Ljóst er að Brynjar telur að kúvenda þurfi í skólastarfi en hann er ekki vongóður um að nokkuð slíkt sé á teikniborðinu. „Mér sýnist menntavísindi vera á pari við öll þessi hinsegin fræði. Eru engin fræði og vísindi heldur einhver pólitísk hugmyndafræði sem er meira og minna í andstöðu við reynsluspeki kynslóðanna og almenna skynsemi,“ segir Brynjar að endingu. PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Málskilningur er forsenda lesskilnings Sjokkerandi niðurstöður Pisakönnunar hafa fengið marga til að leggja höfuðið í bleyti, sem betur fer, því að í svo flóknu máli er hvorki ein skýring né einföld lausn. Frá okkar sjónarhóli blasir við veikur hlekkur sem við teljum þurfa að styrkja áður en kemur til kasta skólakerfisins: Máltaka barna. 9. desember 2023 11:30 Segir skólana hafa fengið tröllvaxin verkefni í fangið án stuðnings Fyrrverandi skólastjóri til átta ára segir menntamálayfirvöldum hafa mistekist að innleiða og fylgja eftir stórum og afdrifaríkum ákvörðunum sem þau hafi tekið í skólamálum. Grunnskólar og sveitarfélög sitji uppi ein með flókin verkefni sem þurfi að framkvæma án nokkurs stuðnings svo heitið geti. 11. desember 2023 14:46 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Þetta gerir Brynjar í pistli sem hann birtir á Facebook. „Nú keppast allir hver um annan þveran að varpa frá sér ábyrgð á slakri niðurstöðu í PISA, sem fer versnandi með hverri könnuninni. Þótt kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum og þingmenn beri ábyrgð á endanum eru ákvarðanir þeirra ekki teknar í einhverju tómarúmi og eftir geðþótta. Hér koma sérfræðingarnir auðvitað sterkir inn og hugmyndafræðin um að við eigum alltaf að fara eftir því sem vísinda-og fræðimenn segja. Nú eru þessir "sérfræðingar" ekki alltaf sammála en ákveðin pólitík verður samt ofaná á hverjum tíma í mennta-og uppeldisvísindum,“ segir Brynjar meðal annars. Brynjar segir að ekki megi leggja neinar skyldur á börn eða gera til þeirra kröfur, því það gæti aukið vanlíðan þeirra. Slíkt sé bara til óþæginda og leiðinda. Ljóst er að Brynjar telur að kúvenda þurfi í skólastarfi en hann er ekki vongóður um að nokkuð slíkt sé á teikniborðinu. „Mér sýnist menntavísindi vera á pari við öll þessi hinsegin fræði. Eru engin fræði og vísindi heldur einhver pólitísk hugmyndafræði sem er meira og minna í andstöðu við reynsluspeki kynslóðanna og almenna skynsemi,“ segir Brynjar að endingu.
PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Málskilningur er forsenda lesskilnings Sjokkerandi niðurstöður Pisakönnunar hafa fengið marga til að leggja höfuðið í bleyti, sem betur fer, því að í svo flóknu máli er hvorki ein skýring né einföld lausn. Frá okkar sjónarhóli blasir við veikur hlekkur sem við teljum þurfa að styrkja áður en kemur til kasta skólakerfisins: Máltaka barna. 9. desember 2023 11:30 Segir skólana hafa fengið tröllvaxin verkefni í fangið án stuðnings Fyrrverandi skólastjóri til átta ára segir menntamálayfirvöldum hafa mistekist að innleiða og fylgja eftir stórum og afdrifaríkum ákvörðunum sem þau hafi tekið í skólamálum. Grunnskólar og sveitarfélög sitji uppi ein með flókin verkefni sem þurfi að framkvæma án nokkurs stuðnings svo heitið geti. 11. desember 2023 14:46 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Málskilningur er forsenda lesskilnings Sjokkerandi niðurstöður Pisakönnunar hafa fengið marga til að leggja höfuðið í bleyti, sem betur fer, því að í svo flóknu máli er hvorki ein skýring né einföld lausn. Frá okkar sjónarhóli blasir við veikur hlekkur sem við teljum þurfa að styrkja áður en kemur til kasta skólakerfisins: Máltaka barna. 9. desember 2023 11:30
Segir skólana hafa fengið tröllvaxin verkefni í fangið án stuðnings Fyrrverandi skólastjóri til átta ára segir menntamálayfirvöldum hafa mistekist að innleiða og fylgja eftir stórum og afdrifaríkum ákvörðunum sem þau hafi tekið í skólamálum. Grunnskólar og sveitarfélög sitji uppi ein með flókin verkefni sem þurfi að framkvæma án nokkurs stuðnings svo heitið geti. 11. desember 2023 14:46