Aukin skattheimta á íbúa þegar síst skyldi Helga Jóhanna Oddsdóttir skrifar 14. desember 2023 07:01 Fyrir liggur að hækkun fasteignamats íbúðahúsnæðis í Reykjanesbæ nemur 17,5% á milli áranna 2023 og 2024 sem er töluvert umfram verðlagshækkanir. Þessi hækkun þýðir auknar tekjur fyrir Reykjanesbæ og um leið auknar álögur á íbúa, þegar síst skyldi. Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, lögðum fram tillögu á fundi bæjarstjórnar þann 5.12. sl. þar sem við lögðum áherslu á að álagningar prósentan yrði lækkuð á móti hækkun fasteignamats, til að lágmarka áhrifin á íbúa sem hafa tekist á við hverja vaxtahækkunina á fætur annarri undanfarið ár. Í tillögunni fólst, að vanáætluð tekjuáætlun sveitarfélagsins yrði hækkuð og að álagður fasteignaskattur 2024 lækkaður í heild um 170 milljónir króna, sem er aðeins brot af þeirri vanáætlun tekna sem tíðkast hefur í tíð núverandi meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar Leiðar. Níu mánaða uppgjör Reykjanesbæjar 2023 sýnir að tekjur sveitarfélagsins eru 3 milljörðum yfir áætlun. Á árinu 2022 voru tekjur 3,4 milljörðum yfir áætlun og árið 2021 voru tekjur 2,4 milljörðum yfir áætlun. Ofangreindri tillögu okkar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var hafnað og mega íbúar Reykjanesbæjar því eiga von á aukinni skattheimtu af hálfu sveitarfélagsins á árinu 2024. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir liggur að hækkun fasteignamats íbúðahúsnæðis í Reykjanesbæ nemur 17,5% á milli áranna 2023 og 2024 sem er töluvert umfram verðlagshækkanir. Þessi hækkun þýðir auknar tekjur fyrir Reykjanesbæ og um leið auknar álögur á íbúa, þegar síst skyldi. Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, lögðum fram tillögu á fundi bæjarstjórnar þann 5.12. sl. þar sem við lögðum áherslu á að álagningar prósentan yrði lækkuð á móti hækkun fasteignamats, til að lágmarka áhrifin á íbúa sem hafa tekist á við hverja vaxtahækkunina á fætur annarri undanfarið ár. Í tillögunni fólst, að vanáætluð tekjuáætlun sveitarfélagsins yrði hækkuð og að álagður fasteignaskattur 2024 lækkaður í heild um 170 milljónir króna, sem er aðeins brot af þeirri vanáætlun tekna sem tíðkast hefur í tíð núverandi meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar Leiðar. Níu mánaða uppgjör Reykjanesbæjar 2023 sýnir að tekjur sveitarfélagsins eru 3 milljörðum yfir áætlun. Á árinu 2022 voru tekjur 3,4 milljörðum yfir áætlun og árið 2021 voru tekjur 2,4 milljörðum yfir áætlun. Ofangreindri tillögu okkar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var hafnað og mega íbúar Reykjanesbæjar því eiga von á aukinni skattheimtu af hálfu sveitarfélagsins á árinu 2024. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar