Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2023 10:46 Umfangsmiklar tjaldbúðir hafa risið við byggingar Sameinuðu þjóðanna á suðurhluta Gasastrandarinnar. AP/Mohammed Dahman Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. Philippe Lazzarini sagði á ráðstefnu í Genf í gær að stofnun hans væri að hruni komin. „Ég hef ekkert svar fyrir fimm barna föður í Rafah sem spurði mig hvernig hann og börn hans ættu að lifa á einni baunadós í þrjá daga,“ sagði Lazzarini í gær, samkvæmt frétt Washington Post. Rafah er bær á sunnanverðri Gasaströndinni þar sem talið er að um milljón manna haldi til. Flestir þeirra hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka á norðanverðri Gasaströndinni. Lazzarini sagði að margir af starfsmönnum UNRWA taki börn sín með sér í vinnuna, til að tryggja að þau séu örugg saman, eða að þau deyi saman. Í viðtali við Al Jazeera sagði Lazzarini nýverið að ef starfsemi UNRWA á Gasaströndinni stöðvaðist, myndu Palestínumenn líta á það sem enn ein svik alþjóðasamfélagsins. Told @baysontheroad it is of utmost importance that the members of the @UN General Assembly realise if @UNRWA collapses in #Gaza, the Palestinian community will feel this ad the last betrayal of the International Community.@TalktoAlJazeerahttps://t.co/JK18xIVR59 pic.twitter.com/VlodY6G2YQ— Philippe Lazzarini (@UNLazzarini) December 13, 2023 Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd, eða 365 ferkílómetrar, og þar búa um 2,3 milljónir manna. Um 1.9 milljón þeirra hafa þurft að flýja heimili sín á undanförnum vikum og stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum, segir minnst 18.600 manns hafa fallið í árásum Ísraela eða vegna hernaðar á jörðu niðri. Ráðuneyti greinir ekki milli óbreyttra borgara eða vígamanna. Þúsundir til viðbótar eru týnd og talin liggja í rústum á Gasa. Lazzarini segir að fólk hafi hópast að byggingum Sameinuðu þjóðanna á Gasaströndinni og þar ríki mikil óreiða. Fólk sé hungrað og örvinglað. 152 flutningabílum með neyðarbirgðum og eldsneyti var ekið inn á Gasaströndina frá Egyptalandi í gær en Lazzarini segir mikla óreiðu ríkja þegar fólk sér þessa flutningabíla. AP fréttaveitan segir Sameinuðu þjóðirnar eiga erfitt með að dreifa neyðaraðstoðinni til íbúa og þá sérstaklega eftir að Ísraelar gerðu einnig innrás í suðurhluta Gasastrandarinnar. Engin aðstoð hefur borist til norðurhluta Gasa frá því innrásin þar hófst. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Hjálparstarf Tengdar fréttir Segja þrýsting frá alþjóðasamfélaginu ekki skipta máli Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. 14. desember 2023 07:28 Dæla sjó í göng Hamas Ísraelskir hermenn eru byrjaðir að dæla sjó í neðanjarðargöng Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Vonast er til þess að þannig sé hægt að svæla vígamenn úr göngunum og eyðileggja þau. 13. desember 2023 10:37 Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna. 12. desember 2023 22:11 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Sjá meira
Philippe Lazzarini sagði á ráðstefnu í Genf í gær að stofnun hans væri að hruni komin. „Ég hef ekkert svar fyrir fimm barna föður í Rafah sem spurði mig hvernig hann og börn hans ættu að lifa á einni baunadós í þrjá daga,“ sagði Lazzarini í gær, samkvæmt frétt Washington Post. Rafah er bær á sunnanverðri Gasaströndinni þar sem talið er að um milljón manna haldi til. Flestir þeirra hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka á norðanverðri Gasaströndinni. Lazzarini sagði að margir af starfsmönnum UNRWA taki börn sín með sér í vinnuna, til að tryggja að þau séu örugg saman, eða að þau deyi saman. Í viðtali við Al Jazeera sagði Lazzarini nýverið að ef starfsemi UNRWA á Gasaströndinni stöðvaðist, myndu Palestínumenn líta á það sem enn ein svik alþjóðasamfélagsins. Told @baysontheroad it is of utmost importance that the members of the @UN General Assembly realise if @UNRWA collapses in #Gaza, the Palestinian community will feel this ad the last betrayal of the International Community.@TalktoAlJazeerahttps://t.co/JK18xIVR59 pic.twitter.com/VlodY6G2YQ— Philippe Lazzarini (@UNLazzarini) December 13, 2023 Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd, eða 365 ferkílómetrar, og þar búa um 2,3 milljónir manna. Um 1.9 milljón þeirra hafa þurft að flýja heimili sín á undanförnum vikum og stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum, segir minnst 18.600 manns hafa fallið í árásum Ísraela eða vegna hernaðar á jörðu niðri. Ráðuneyti greinir ekki milli óbreyttra borgara eða vígamanna. Þúsundir til viðbótar eru týnd og talin liggja í rústum á Gasa. Lazzarini segir að fólk hafi hópast að byggingum Sameinuðu þjóðanna á Gasaströndinni og þar ríki mikil óreiða. Fólk sé hungrað og örvinglað. 152 flutningabílum með neyðarbirgðum og eldsneyti var ekið inn á Gasaströndina frá Egyptalandi í gær en Lazzarini segir mikla óreiðu ríkja þegar fólk sér þessa flutningabíla. AP fréttaveitan segir Sameinuðu þjóðirnar eiga erfitt með að dreifa neyðaraðstoðinni til íbúa og þá sérstaklega eftir að Ísraelar gerðu einnig innrás í suðurhluta Gasastrandarinnar. Engin aðstoð hefur borist til norðurhluta Gasa frá því innrásin þar hófst. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Hjálparstarf Tengdar fréttir Segja þrýsting frá alþjóðasamfélaginu ekki skipta máli Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. 14. desember 2023 07:28 Dæla sjó í göng Hamas Ísraelskir hermenn eru byrjaðir að dæla sjó í neðanjarðargöng Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Vonast er til þess að þannig sé hægt að svæla vígamenn úr göngunum og eyðileggja þau. 13. desember 2023 10:37 Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna. 12. desember 2023 22:11 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Sjá meira
Segja þrýsting frá alþjóðasamfélaginu ekki skipta máli Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. 14. desember 2023 07:28
Dæla sjó í göng Hamas Ísraelskir hermenn eru byrjaðir að dæla sjó í neðanjarðargöng Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Vonast er til þess að þannig sé hægt að svæla vígamenn úr göngunum og eyðileggja þau. 13. desember 2023 10:37
Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna. 12. desember 2023 22:11