Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar Jakob Bjarnar skrifar 15. desember 2023 18:54 Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans hefur átt samskipti við ekkju Andemariam Beyene, beðið hana afsökunar og orðið við beiðni lögmanns hennar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns. vísir/vilhelm Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar kemur jafnframt fram að lögmaður ekkju Andemariam Beyene, sem er Sigurður G. Guðjónsson, hafi sent forstjóra spítalans erindi þar sem hann óskar þess að Landspítali kynni erindið fyrir ríkislögmanni og sátt verði gerð um bætur til handa ekkjunni með hans aðkomu. Vísir fjallaði um málið nú síðdegis og greindi frá því því að Sigurður hafi sett fram þá kröfu að leitað verði sátta. Að öðrum kosti yrði höfðað mál á hendur ríkinu og Tómasi Guðbjartssyni lækni. Í tilkynningunni segir að Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans telji rétt að upplýsa starfsmenn spítalans um að hann harmi aðkomu stofnunarinnar að málinu: „[...] að sjúklingi spítalans hafi verið vísað í meðferð á erlendu sjúkrahúsi þar sem framkvæmd var tilraunaaðgerð, án viðeigandi undirbúningsrannsókna, með þeim afleiðingum að sjúklingurinn lést.“ Þá segir að Runólfur hafi átt í samskiptum við Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju sjúklingsins og beðið hana afsökunar á hlut spítalans í málinu. Auk þess hefur hann orðið við beiðni lögmanns ekkjunnar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns, en embætti ríkislögmanns er það stjórnvald sem lögum samkvæmt hefur heimildir til þess að semja um slíkar bætur fyrir hönd ríkisins. Hér neðar má sjá tilkynningu Landspítala í heild sinni: Tilkynning frá skrifstofu forstjóra „Nýlega féll endalegur dómur fyrir sænskum dómstólum í máli Paolo Macchiarini, ítalska skurðlæknisins sem framkvæmdi svokallaðar plastbarkaaðgerðir á sjúklingum á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu með þeim afleiðingum að sjúklingarnir létust. Macchiarini var sakfelldur fyrir alvarlega líkamsárás og hefur Hæstiréttur Svíþjóðar synjað beiðni um áfrýjun dómsins. Í dóminum kemur fram að aðgerðirnar hafi ekki byggt á viðunandi vísindalegum og klínískum grunni. Í framhaldinu hefur umræða skapast bæði í innlendum og erlendum fjölmiðlum þar sem fjallað er um niðurstöðu dómsins í víðara samhengi. Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið málið til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst þessa aðgerð, Andemariam Beyene. Lögmaður ekkju Andemariam Beyene hefur sent forstjóra spítalans erindi þar sem hann óskar þess að Landspítali kynni erindið fyrir ríkislögmanni og sátt verði gerð um bætur til handa ekkjunni með hans aðkomu. Forstjóri Landspítala telur rétt að upplýsa starfsmenn spítalans um að hann harmar aðkomu stofnunarinnar að málinu, að sjúklingi spítalans hafi verið vísað í meðferð á erlendu sjúkrahúsi þar sem framkvæmd var tilraunaaðgerð, án viðeigandi undirbúningsrannsókna, með þeim afleiðingum að sjúklingurinn lést. Forstjóri hefur átt samskipti við ekkju sjúklingsins og beðið hana afsökunar á hlut spítalans í málinu. Þá hefur forstjóri orðið við beiðni lögmanns ekkjunnar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns, en embætti ríkislögmanns er það stjórnvald sem lögum samkvæmt hefur heimildir til þess að semja um slíkar bætur fyrir hönd ríkisins.“ Landspítalinn Plastbarkamálið Lögmennska Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar kemur jafnframt fram að lögmaður ekkju Andemariam Beyene, sem er Sigurður G. Guðjónsson, hafi sent forstjóra spítalans erindi þar sem hann óskar þess að Landspítali kynni erindið fyrir ríkislögmanni og sátt verði gerð um bætur til handa ekkjunni með hans aðkomu. Vísir fjallaði um málið nú síðdegis og greindi frá því því að Sigurður hafi sett fram þá kröfu að leitað verði sátta. Að öðrum kosti yrði höfðað mál á hendur ríkinu og Tómasi Guðbjartssyni lækni. Í tilkynningunni segir að Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans telji rétt að upplýsa starfsmenn spítalans um að hann harmi aðkomu stofnunarinnar að málinu: „[...] að sjúklingi spítalans hafi verið vísað í meðferð á erlendu sjúkrahúsi þar sem framkvæmd var tilraunaaðgerð, án viðeigandi undirbúningsrannsókna, með þeim afleiðingum að sjúklingurinn lést.“ Þá segir að Runólfur hafi átt í samskiptum við Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju sjúklingsins og beðið hana afsökunar á hlut spítalans í málinu. Auk þess hefur hann orðið við beiðni lögmanns ekkjunnar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns, en embætti ríkislögmanns er það stjórnvald sem lögum samkvæmt hefur heimildir til þess að semja um slíkar bætur fyrir hönd ríkisins. Hér neðar má sjá tilkynningu Landspítala í heild sinni: Tilkynning frá skrifstofu forstjóra „Nýlega féll endalegur dómur fyrir sænskum dómstólum í máli Paolo Macchiarini, ítalska skurðlæknisins sem framkvæmdi svokallaðar plastbarkaaðgerðir á sjúklingum á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu með þeim afleiðingum að sjúklingarnir létust. Macchiarini var sakfelldur fyrir alvarlega líkamsárás og hefur Hæstiréttur Svíþjóðar synjað beiðni um áfrýjun dómsins. Í dóminum kemur fram að aðgerðirnar hafi ekki byggt á viðunandi vísindalegum og klínískum grunni. Í framhaldinu hefur umræða skapast bæði í innlendum og erlendum fjölmiðlum þar sem fjallað er um niðurstöðu dómsins í víðara samhengi. Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið málið til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst þessa aðgerð, Andemariam Beyene. Lögmaður ekkju Andemariam Beyene hefur sent forstjóra spítalans erindi þar sem hann óskar þess að Landspítali kynni erindið fyrir ríkislögmanni og sátt verði gerð um bætur til handa ekkjunni með hans aðkomu. Forstjóri Landspítala telur rétt að upplýsa starfsmenn spítalans um að hann harmar aðkomu stofnunarinnar að málinu, að sjúklingi spítalans hafi verið vísað í meðferð á erlendu sjúkrahúsi þar sem framkvæmd var tilraunaaðgerð, án viðeigandi undirbúningsrannsókna, með þeim afleiðingum að sjúklingurinn lést. Forstjóri hefur átt samskipti við ekkju sjúklingsins og beðið hana afsökunar á hlut spítalans í málinu. Þá hefur forstjóri orðið við beiðni lögmanns ekkjunnar og beint erindi um skaðabætur til ríkislögmanns, en embætti ríkislögmanns er það stjórnvald sem lögum samkvæmt hefur heimildir til þess að semja um slíkar bætur fyrir hönd ríkisins.“
Landspítalinn Plastbarkamálið Lögmennska Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira