Hvað ætlar Samfylkingin að verða, ef hún verður stór? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 18. desember 2023 08:00 Með nokkurra vikna millibili hér í haust og vetrarbyrjun tilkynnti Samfylkingin í tvígang hvernig hún ætlaði að bjarga málunum. Fyrst átti að bjarga heilbrigðiskerfinu frá glötun og fjármagna þá aðgerð með því að hækka fjármagnstekjuskatt, hækka veiðigjöldin, taka til baka lækkun bankaskatts og loka svokölluðu ehf-gati. Við aðra umræðu fjárlaga kom svo Samfylkingin með tillögur til þess að bjarga heimilunum frá gjaldþroti eða einhverju þaðan af verra. Svokallaðan kjarapakka. Þann pakka átti svo að fjármagna með hækkun sömu skatta og getið er hér að ofan og lokun ehf-gatsins. Þegar "stjörnuhagfræðingnum" sem nú um stundir gegnir embætti formanns Samfylkingarinnar, var bent á að þarna væri verið að tala um tvær aðskildar aðgerðir sem fjármagna átti með sömu skattahækkuninni, sagði formaðurinn það að þetta væri vel hægt því önnur aðgerðin væri til skamms tíma en hin til langs tíma. Nú er það svo, að ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar (og ekki evrunni heldur). Það er því alveg morgunljóst að komist Samfylkingin í aðstöðu til þess að framkvæma þessar aðgerðir sínar, þarf annað hvort að hækka áðurnefnda skatta í tvígang og loka ehf-gatinu tvisvar. Eða hækka þessa skatta um rúmlega tvöfalt það sem nú er sagt. Það þarf nú ekki hagfræðing og því síður "stjörnuhagfræðing", til að átta sig á því, að stórfelldar skattahækkanir, eru sjaldnast rétta leiðin til þess að fjármagna rándýr kosningaloforð. Heldur sé það rétta leiðin að stuðla að frekari atvinnubyggingu og verðmætasköpun, sem skili sér í meiri tekjum í ríkissjóð í gegnum breiðari skattstofna. Skattahækkanir hægi hins vegar á allri atvinnuppbyggingu og verðmætasköpun. Verðmætin verða nefnilega ekki til í vösum skattgreiðenda! Við sem þjóð erum í dauðafæri til þess að auka hér verðmætasköpun svo um munar. Þau tækifæri liggja í frekari virkjarnaframkvæmdum og öllum þeim atvinnutækifærum sem aukin orka gæti skapað okkur. Þar kemur matvælaframleiðsla fljótt upp í hugann og svo framleiðsla rafeldsneytis svo eitthvað sé nefnt. Samfylkingin velur auðvitað skattaleiðina, þar sem að ekki einu sinni sex manna þingflokkur hennar getur ekki talað einu máli, hvort sem það er í orkumálum eða öðrum málum er lúta að atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun. Sennilega verður bara þjóðin að bíða þangað til að Samfylkingin ákveður hvað hún ætli að verða þegar hún verður stór, áður vænta má þess að í tillögum hennar verði eitthvað sem byggjandi er á. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Samfylkingin Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Með nokkurra vikna millibili hér í haust og vetrarbyrjun tilkynnti Samfylkingin í tvígang hvernig hún ætlaði að bjarga málunum. Fyrst átti að bjarga heilbrigðiskerfinu frá glötun og fjármagna þá aðgerð með því að hækka fjármagnstekjuskatt, hækka veiðigjöldin, taka til baka lækkun bankaskatts og loka svokölluðu ehf-gati. Við aðra umræðu fjárlaga kom svo Samfylkingin með tillögur til þess að bjarga heimilunum frá gjaldþroti eða einhverju þaðan af verra. Svokallaðan kjarapakka. Þann pakka átti svo að fjármagna með hækkun sömu skatta og getið er hér að ofan og lokun ehf-gatsins. Þegar "stjörnuhagfræðingnum" sem nú um stundir gegnir embætti formanns Samfylkingarinnar, var bent á að þarna væri verið að tala um tvær aðskildar aðgerðir sem fjármagna átti með sömu skattahækkuninni, sagði formaðurinn það að þetta væri vel hægt því önnur aðgerðin væri til skamms tíma en hin til langs tíma. Nú er það svo, að ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar (og ekki evrunni heldur). Það er því alveg morgunljóst að komist Samfylkingin í aðstöðu til þess að framkvæma þessar aðgerðir sínar, þarf annað hvort að hækka áðurnefnda skatta í tvígang og loka ehf-gatinu tvisvar. Eða hækka þessa skatta um rúmlega tvöfalt það sem nú er sagt. Það þarf nú ekki hagfræðing og því síður "stjörnuhagfræðing", til að átta sig á því, að stórfelldar skattahækkanir, eru sjaldnast rétta leiðin til þess að fjármagna rándýr kosningaloforð. Heldur sé það rétta leiðin að stuðla að frekari atvinnubyggingu og verðmætasköpun, sem skili sér í meiri tekjum í ríkissjóð í gegnum breiðari skattstofna. Skattahækkanir hægi hins vegar á allri atvinnuppbyggingu og verðmætasköpun. Verðmætin verða nefnilega ekki til í vösum skattgreiðenda! Við sem þjóð erum í dauðafæri til þess að auka hér verðmætasköpun svo um munar. Þau tækifæri liggja í frekari virkjarnaframkvæmdum og öllum þeim atvinnutækifærum sem aukin orka gæti skapað okkur. Þar kemur matvælaframleiðsla fljótt upp í hugann og svo framleiðsla rafeldsneytis svo eitthvað sé nefnt. Samfylkingin velur auðvitað skattaleiðina, þar sem að ekki einu sinni sex manna þingflokkur hennar getur ekki talað einu máli, hvort sem það er í orkumálum eða öðrum málum er lúta að atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun. Sennilega verður bara þjóðin að bíða þangað til að Samfylkingin ákveður hvað hún ætli að verða þegar hún verður stór, áður vænta má þess að í tillögum hennar verði eitthvað sem byggjandi er á. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun