Hann hét Rögnvaldur Þór Gunnarsson og var 32 ára gamall en lögregla hefur nafngreint hann í samráði við aðstandendur, að því er fram kemur í umfjöllun norska miðilsins VG.
Lögregla telur ekki að andlát Rögnvaldar hafi borið að með saknæmum hætti. Fram kemur í frétt VG að Rögnvaldur hafi fæðst á Íslandi en verið búsettur í Stryn.
Viðbragðsaðilar höfðu leitað að Rögnvaldi í tvo daga áður en hann fannst. Þakkar fjölskylda hans viðbragðsaðilum fyrir aðstoðina, að því er fram kemur í umfjöllun norska miðilsins.