Skjálftahrina hafin á ný Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. desember 2023 21:58 Frá vinnu við varnargarða við Svartsengi. Vísir/Arnar Nokkuð þétt smáskjálftahrina hófst norðaustur af Grindavík upp úr 21:00 í kvöld. Nokkrar vikur eru síðan sambærileg hrina mældist. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir of snemmt að segja til um hvort hrinan líkist þeirri sem reið yfir þann 10. nóvember þegar Grindavíkurbær var rýmdur. Eldfjalla-og náttúruváhópur Suðurlands tilkynnti fyrst um skjálftahrinuna. Í tilkynningunni segir að tugir skjálfta hafi mælst síðan klukkan 21:00 í kvöld. Sá stærsti var 2,4 af stærð. Eins og fram hefur komið hefur skjálftavirkni verið lítil á svæðinu undanfarna daga eftir þá hrikalegu virkni sem var á svæðinu í nóvember. Virknin nú virðist vera bundin við kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember, sama dag og Grindavíkurbær var rýmdur. Flestir skjálftarnir eru með upptök austur og norðaustur af Sýlingarfelli, að því er segir í tilkynningunni. Eins og áður segir eru nokkrar vikur síðan álíka hrina sást síðast á svæðinu. Vel er fylgst með þróun mála af sérfræðingum. Skjálftar sem mælast vel í Grindavík Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að verið sé að meta atburðarásina. Enn sé of snemmt að segja til um hvað sé um að vera, meðal annars hvort um sé að ræða svipaða atburðarrás og varð þann 10. nóvember, föstudaginn sem Grindavíkurbær var rýmdur. „Við verðum aðeins að sjá hvað þetta þýðir. Við erum að reyna að átta okkur á stöðunni eins og er. Það er allavega búið að bæta verulega í virkni. Þetta eru skjálftar sem finnast vel í Grindavík.“ Er þetta óvænt atburðarás? „Við erum með hættumatskort sem er stöðugt endurmetið. Það hefur verið að mælast áfram landris, þannig að orsök þessarar skjálftavirkni eru þessar landbreytingar á Reykjanesskaga. Nú verðum við að fylgjast með hvað gerist.“ Svipar atburðarásin til atburðarásarinnar þann 10. nóvember? „Það er of snemmt að segja til um það á þessu stigi málsins.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Eldfjalla-og náttúruváhópur Suðurlands tilkynnti fyrst um skjálftahrinuna. Í tilkynningunni segir að tugir skjálfta hafi mælst síðan klukkan 21:00 í kvöld. Sá stærsti var 2,4 af stærð. Eins og fram hefur komið hefur skjálftavirkni verið lítil á svæðinu undanfarna daga eftir þá hrikalegu virkni sem var á svæðinu í nóvember. Virknin nú virðist vera bundin við kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember, sama dag og Grindavíkurbær var rýmdur. Flestir skjálftarnir eru með upptök austur og norðaustur af Sýlingarfelli, að því er segir í tilkynningunni. Eins og áður segir eru nokkrar vikur síðan álíka hrina sást síðast á svæðinu. Vel er fylgst með þróun mála af sérfræðingum. Skjálftar sem mælast vel í Grindavík Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að verið sé að meta atburðarásina. Enn sé of snemmt að segja til um hvað sé um að vera, meðal annars hvort um sé að ræða svipaða atburðarrás og varð þann 10. nóvember, föstudaginn sem Grindavíkurbær var rýmdur. „Við verðum aðeins að sjá hvað þetta þýðir. Við erum að reyna að átta okkur á stöðunni eins og er. Það er allavega búið að bæta verulega í virkni. Þetta eru skjálftar sem finnast vel í Grindavík.“ Er þetta óvænt atburðarás? „Við erum með hættumatskort sem er stöðugt endurmetið. Það hefur verið að mælast áfram landris, þannig að orsök þessarar skjálftavirkni eru þessar landbreytingar á Reykjanesskaga. Nú verðum við að fylgjast með hvað gerist.“ Svipar atburðarásin til atburðarásarinnar þann 10. nóvember? „Það er of snemmt að segja til um það á þessu stigi málsins.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira