Háalvarlegt en léttir á sama tíma Bjarki Sigurðsson skrifar 19. desember 2023 08:27 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Arnar Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir það ákveðinn létti hvar gossprungan á Reykjanesskaga liggur, þrátt fyrir að það sé alvarlegt hve nálægt bænum hún er. Til skoðunar er að reisa leiðigarða á svæðinu svo hraun renni ekki til byggðar. „Miðað við stöðuna, þá eru þetta ánægjuleg tíðindi en auðvitað er eldgos svo nærri byggð háalvarlegt. Við verðum að sjá hvernig framvindan verður, en eins og er þá er ekki kvika eða hraun að ógna byggð,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Grindvíkingar ýmsu vanir Bærinn var mannlaus þegar byrjaði að gjósa og telur Fannar að Grindvíkingar hafi tekið fréttum gærdagsins með stóískri ró. Bæjarbúar séu orðnir ýmsu vanir. „Það má alveg segja að þetta sé léttir miðað við það ástand sem ríkti á tímabili um að mögulega væri hætta á því að það kæmi upp kvika hreinlega undir bænum. Kvikugangur lá undir Grindavík og til sjávar. Miðað við það að það skuli blossa þarna, þá léttir þá á þessum þrýstingi sem hefur verið undir niðri, þá er þetta léttir,“ segir Fannar. Klippa: Drónamyndbönd sýna eldgosið í allri sinni dýrð Skoða að reisa leiðigarða Viðbragðsaðilar funduðu í alla nótt og halda því áfram í dag. Meðal þess sem rætt er er að reisa fleiri varnargarða eða leiðigarða. Í Svartsengi eru stórvirk tæki sem notuð voru til að reisa varnargarðana þar og því mögulega hægt að grípa til þeirra. „Það er nú verið að fylgjast með framvindunni þarna og velta því meðal annars fyrir sér hvort að sé ástæða til að horfa til einhverskonar varnargarða eða leiðigarða fyrir sunnan gossprunguna. Hraunið núna, það leitar í austur frá sprungunni og þá kannski frekar til norðurs og syðsti endinn næst Grindavík, hann er ekki kraftmikill,“ segir Fannar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
„Miðað við stöðuna, þá eru þetta ánægjuleg tíðindi en auðvitað er eldgos svo nærri byggð háalvarlegt. Við verðum að sjá hvernig framvindan verður, en eins og er þá er ekki kvika eða hraun að ógna byggð,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Grindvíkingar ýmsu vanir Bærinn var mannlaus þegar byrjaði að gjósa og telur Fannar að Grindvíkingar hafi tekið fréttum gærdagsins með stóískri ró. Bæjarbúar séu orðnir ýmsu vanir. „Það má alveg segja að þetta sé léttir miðað við það ástand sem ríkti á tímabili um að mögulega væri hætta á því að það kæmi upp kvika hreinlega undir bænum. Kvikugangur lá undir Grindavík og til sjávar. Miðað við það að það skuli blossa þarna, þá léttir þá á þessum þrýstingi sem hefur verið undir niðri, þá er þetta léttir,“ segir Fannar. Klippa: Drónamyndbönd sýna eldgosið í allri sinni dýrð Skoða að reisa leiðigarða Viðbragðsaðilar funduðu í alla nótt og halda því áfram í dag. Meðal þess sem rætt er er að reisa fleiri varnargarða eða leiðigarða. Í Svartsengi eru stórvirk tæki sem notuð voru til að reisa varnargarðana þar og því mögulega hægt að grípa til þeirra. „Það er nú verið að fylgjast með framvindunni þarna og velta því meðal annars fyrir sér hvort að sé ástæða til að horfa til einhverskonar varnargarða eða leiðigarða fyrir sunnan gossprunguna. Hraunið núna, það leitar í austur frá sprungunni og þá kannski frekar til norðurs og syðsti endinn næst Grindavík, hann er ekki kraftmikill,“ segir Fannar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira