Þau götuheiti sem lögð voru til og samþykkt voru Hallahvarf, Háahvarf, Heiðarhvarf, Hlíðarhvarf, Hæðarhvarf, Roðahvarf, Skólahvarf, Skírnishvarf, Skyggnishvarf, Skýjahvarf, Sólarhvarf og Stöðvarhvarf.
Í greinargerð kemur fram að aðkoma að hverfinu sé eftir núverandi Kambavegi og þar sem um sé að ræða áframhald af veginum í gegnum hverfið sé gert ráð fyrir að nafn hans haldist óbreytt.

„Götuheiti á aðliggjandi svæðum enda á -kór og -hvarf. Það er mat umhverfissviðs að best fari á að götuheiti í Vatnsendahvarfi endi á -hvörf þar sem göturnar eru í Vatnsendahvarfi. Vegna stærðar svæðisins og staðsetningar þess milli -hvarfa og -kóra er talið eðlilegast að ending götuheita séu í samræmi við aðliggjandi svæði.
Leitast var við að götuheitin væru í stafrófsröð frá suðri til norðurs (að Turnahvarfi) og að upphafsstafir götuheita væru ekki þegar í notkun fyrir götuheiti sem enda á -hvarf í hverfinu. Eftirfarandi götuheiti eru lögð til: Hallahvarf, Háahvarf, Heiðarhvarf, Hlíðarhvarf, Hæðarhvarf, Roðahvarf, Skólahvarf, Skírnishvarf, Skyggnishvarf, Skýjahvarf, Sólarhvarf og Stöðvarhvarf,“ segir í greinargerðinni.