Hommar eru gæðablóð S. Maggi Snorrason skrifar 20. desember 2023 07:01 Árið 2006 á Hinsegin dögum gengu hinsegin stúdentar undir slagorðinu „Hommar eru gæðablóð“ og ég tel flest ekki þurfa að hugsa sig lengi um af hverju. Jú, það er vegna mismununar milli kynhneigða í reglum um hver megi gefa blóð. Það var alls ekki fyrsta né síðasta skiptið sem vakin var athygli á þessu og nú gerum við það enn og aftur. Rúmlega 17 ár eru liðin síðan slagorðið skreytti kröfugöngu stúdenta en ef hringt er í Blóðbankann í dag og spurt hvort samkynhneigðir karlmenn megi gefa blóð þá er svarið enn þá það sama: „Nei.“ Á blóðgjafasíðu Blóðbankans kemur fram: „Þú mátt ekki gefa blóð ef þú [...] ert karlmaður sem hefur einhvern tímann haft kynmök við annan karlmann.“ Það skiptir engu hversu langt síðan þau kynmök áttu sér stað, blóðgjöf er þá óheimil til æviloka. Önnur lönd hafa rýmkað þessar reglur töluvert og aðgreina áhættusamt kynlíf frá kynhneigð. Enda er galið að núverandi reglur geri ráð fyrir að samkynja kynlíf karlmanna sé áhættuhegðun algjörlega óháð öðrum þáttum, t.d. sambandsstöðu. Ég vek athygli á að einnig kemur fram á síðunni: „Þú mátt ekki gefa blóð í minnst tólf mánuði eftir að hafa stundað kynlíf með [...] einhverjum sem er HIV eða HTLV jákvæður.“ Það eru því rýmri reglur eftir gagnkynja kynlíf með HIV-smituðum einstaklingi heldur en samkynja kynlíf með karlmanni. Árið 2021 setti þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fram drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs sem myndi gera það „óheimilt að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti“ eins og að orði er komist á vef stjórnarráðsins. Þessu var mikið fagnað. Árið 2022 var svo einnig þingsályktun með eftirfarandi lið einróma samþykkt af Alþingi: 20. Reglugerð um blóðgjafir. Gerðar verði breytingar á reglugerð nr. 441/2006, um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs, og viðauka IV við sömu reglugerð í því skyni að afnema mismunun gagnvart samkynhneigðum þegar kemur að blóðgjöf. Markmið aðgerðarinnar verði að afnema mismunun sem blóðgjafar hafa sætt á grundvelli kynhneigðar. Tímaáætlun: 2022–2023. [feitletrun bætt við af höfundi] Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneyti. Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 3.8 og 5.6. Í kjölfarið hrönnuðust upp fyrirsagnir á fréttamiðlum á borð við „Blóðgjafir samkynhneigðra verði heimilar“ og „Aðgerðaáætlun heimilar blóðgjöf samkynhneigðra karla“ og því engin furða að mörg sem ég hef talað við telja þessa mismunun ekki vera til staðar lengur. Svo er ekki raunin. Reglurnar standa óbreyttar. Þessar reglur eiga uppruna sinn að rekja til eins af grimmustu tímabilum samkynhneigðra. Þegar alnæmisfaraldurinn reið yfir og verstu afleiðingar haturs og hræðslu báru á sér sem aðgerðarleysi á meðan dauðsföll hinsegin fólks voru talin í þúsundum. Þessi hræðsla og bendlun sjúkdómsins við samkynhneigða karlmenn virðist enn vera nægilega mikil til þess að sumt fólk réttlæti fyrir sér úrelt orðalag og mismunun, þrátt fyrir faglegt álit ráðgjafanefndar og uppfærðar reglur í öðrum löndum. Nú eru örfáir dagar eftir af árinu og allt stefnir í að ekki takist að fylgja tímaáætlun þingsályktunarinnar. Við í Q - félagi hinsegin stúdenta skorum á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að tryggja að þessi vinna fari ekki langt fram yfir tímaáætlun. Ætli það þurfi að minna á þetta aftur að 17 árum liðnum? Höfundur er varaforseti Q - félags hinsegin stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Árið 2006 á Hinsegin dögum gengu hinsegin stúdentar undir slagorðinu „Hommar eru gæðablóð“ og ég tel flest ekki þurfa að hugsa sig lengi um af hverju. Jú, það er vegna mismununar milli kynhneigða í reglum um hver megi gefa blóð. Það var alls ekki fyrsta né síðasta skiptið sem vakin var athygli á þessu og nú gerum við það enn og aftur. Rúmlega 17 ár eru liðin síðan slagorðið skreytti kröfugöngu stúdenta en ef hringt er í Blóðbankann í dag og spurt hvort samkynhneigðir karlmenn megi gefa blóð þá er svarið enn þá það sama: „Nei.“ Á blóðgjafasíðu Blóðbankans kemur fram: „Þú mátt ekki gefa blóð ef þú [...] ert karlmaður sem hefur einhvern tímann haft kynmök við annan karlmann.“ Það skiptir engu hversu langt síðan þau kynmök áttu sér stað, blóðgjöf er þá óheimil til æviloka. Önnur lönd hafa rýmkað þessar reglur töluvert og aðgreina áhættusamt kynlíf frá kynhneigð. Enda er galið að núverandi reglur geri ráð fyrir að samkynja kynlíf karlmanna sé áhættuhegðun algjörlega óháð öðrum þáttum, t.d. sambandsstöðu. Ég vek athygli á að einnig kemur fram á síðunni: „Þú mátt ekki gefa blóð í minnst tólf mánuði eftir að hafa stundað kynlíf með [...] einhverjum sem er HIV eða HTLV jákvæður.“ Það eru því rýmri reglur eftir gagnkynja kynlíf með HIV-smituðum einstaklingi heldur en samkynja kynlíf með karlmanni. Árið 2021 setti þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fram drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs sem myndi gera það „óheimilt að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti“ eins og að orði er komist á vef stjórnarráðsins. Þessu var mikið fagnað. Árið 2022 var svo einnig þingsályktun með eftirfarandi lið einróma samþykkt af Alþingi: 20. Reglugerð um blóðgjafir. Gerðar verði breytingar á reglugerð nr. 441/2006, um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs, og viðauka IV við sömu reglugerð í því skyni að afnema mismunun gagnvart samkynhneigðum þegar kemur að blóðgjöf. Markmið aðgerðarinnar verði að afnema mismunun sem blóðgjafar hafa sætt á grundvelli kynhneigðar. Tímaáætlun: 2022–2023. [feitletrun bætt við af höfundi] Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneyti. Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 3.8 og 5.6. Í kjölfarið hrönnuðust upp fyrirsagnir á fréttamiðlum á borð við „Blóðgjafir samkynhneigðra verði heimilar“ og „Aðgerðaáætlun heimilar blóðgjöf samkynhneigðra karla“ og því engin furða að mörg sem ég hef talað við telja þessa mismunun ekki vera til staðar lengur. Svo er ekki raunin. Reglurnar standa óbreyttar. Þessar reglur eiga uppruna sinn að rekja til eins af grimmustu tímabilum samkynhneigðra. Þegar alnæmisfaraldurinn reið yfir og verstu afleiðingar haturs og hræðslu báru á sér sem aðgerðarleysi á meðan dauðsföll hinsegin fólks voru talin í þúsundum. Þessi hræðsla og bendlun sjúkdómsins við samkynhneigða karlmenn virðist enn vera nægilega mikil til þess að sumt fólk réttlæti fyrir sér úrelt orðalag og mismunun, þrátt fyrir faglegt álit ráðgjafanefndar og uppfærðar reglur í öðrum löndum. Nú eru örfáir dagar eftir af árinu og allt stefnir í að ekki takist að fylgja tímaáætlun þingsályktunarinnar. Við í Q - félagi hinsegin stúdenta skorum á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að tryggja að þessi vinna fari ekki langt fram yfir tímaáætlun. Ætli það þurfi að minna á þetta aftur að 17 árum liðnum? Höfundur er varaforseti Q - félags hinsegin stúdenta.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun