Skaðaminnkandi lyfjameðferð við ópíóíðafíkn Ásdís M. Finnbogadóttir skrifar 20. desember 2023 07:30 Hér á landi eru morfínlyf notuð sem vímuefni hjá sumu fólki með fíknsjúkdóm. Það er reyndar líka tilfellið í öðrum löndum. Neysla morfínlyfja til að komast í vímu er sams konar og á heróíni. Neysla þessara ópíóíða er hættuleg, því notaðir eru háir skammtar og efnin gjarnan reykt eða þeim sprautað í æð. Afleiðingar eru ofskammtar, sýkingar og dauði. Til er lífsbjargandi lyfjameðferð við alvarlegri ópíóíðafíkn sem undirrituð sinnir hjá SÁÁ ásamt fleiri hjúkrunarfræðingum. Lyfin sem eru notuð, búprenorfín og metadón, eru gagnreynd, ráðlögð lyf sem sannanlega draga úr alvarlegum aukaverkunum, skaða og dauða. Þessi lyfjameðferð er veitt sem hluti af meðferð til bata frá neyslu sem er langtímaverkefni, en einnig sem skaðaminnkun fyrir fólk sem er enn í virkri vímuefnaneyslu. Í dag eru um 300 einstaklingar í lyfjameðferð vegna ópíóíðafíknar hjá SÁÁ, um 40 þeirra eru jafnframt í mikilli vímuefnaneyslu og miklu fleiri í einhverri samhliða neyslu á tímabilum. Langflestir óska sér að komast út úr neyslu en það getur verið langhlaup sem tekur tíma og meðferð með fagfólki. Á meðan geta þessi ráðlögðu lyf bjargað lífi og minnkað skaða. Margir skjólstæðinga okkar eiga erfitt með að standast þá freistingu að geta fengið ókeypis „vímuefni“ frá lækni í skömmtun. Allnokkur umræða hefur verið um ávísanir slíkra morfínlyfja. Lyfjaávísanir á morfínlyfjum til að sprauta í æð eða reykja er skaðleg. Hún eykur skaða en er ekki skaðaminnkandi. SÁÁ sinnir stórum hópi fólks með alvarlega ópíóíðafikn alla daga, fyrst og fremst í göngudeild, þar sem við afhendum lyf (búprenorfín og metadón) eða gefum mánaðar forðasprautur undir húð. Lyfjameðferðin sem við veitum er ráðlögð og gagnreynd. Hún er skaðaminnkandi. SÁÁ hefur til þessa getað svarað eftirspurn og aukið hana ár hvert, en þessa meðferð þarf að tryggja af yfirvöldum. Sá hópur sem stendur félagslega verst þarf skaðaminnkun eins og þessa gagnreyndu lyfjameðferð, í nærumhverfi. Samstarf félagsþjónustu, SÁÁ, Landspítala og fleiri myndi leysa það ef vilji er til faglegra umbóta. Skaðaminnkun er svo sannarlega hluti af meðferð við fíknsjúkdómi sem við sinnum alla daga. Höfundur er hjúkrunarfræðingur hjá SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn SÁÁ Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Hér á landi eru morfínlyf notuð sem vímuefni hjá sumu fólki með fíknsjúkdóm. Það er reyndar líka tilfellið í öðrum löndum. Neysla morfínlyfja til að komast í vímu er sams konar og á heróíni. Neysla þessara ópíóíða er hættuleg, því notaðir eru háir skammtar og efnin gjarnan reykt eða þeim sprautað í æð. Afleiðingar eru ofskammtar, sýkingar og dauði. Til er lífsbjargandi lyfjameðferð við alvarlegri ópíóíðafíkn sem undirrituð sinnir hjá SÁÁ ásamt fleiri hjúkrunarfræðingum. Lyfin sem eru notuð, búprenorfín og metadón, eru gagnreynd, ráðlögð lyf sem sannanlega draga úr alvarlegum aukaverkunum, skaða og dauða. Þessi lyfjameðferð er veitt sem hluti af meðferð til bata frá neyslu sem er langtímaverkefni, en einnig sem skaðaminnkun fyrir fólk sem er enn í virkri vímuefnaneyslu. Í dag eru um 300 einstaklingar í lyfjameðferð vegna ópíóíðafíknar hjá SÁÁ, um 40 þeirra eru jafnframt í mikilli vímuefnaneyslu og miklu fleiri í einhverri samhliða neyslu á tímabilum. Langflestir óska sér að komast út úr neyslu en það getur verið langhlaup sem tekur tíma og meðferð með fagfólki. Á meðan geta þessi ráðlögðu lyf bjargað lífi og minnkað skaða. Margir skjólstæðinga okkar eiga erfitt með að standast þá freistingu að geta fengið ókeypis „vímuefni“ frá lækni í skömmtun. Allnokkur umræða hefur verið um ávísanir slíkra morfínlyfja. Lyfjaávísanir á morfínlyfjum til að sprauta í æð eða reykja er skaðleg. Hún eykur skaða en er ekki skaðaminnkandi. SÁÁ sinnir stórum hópi fólks með alvarlega ópíóíðafikn alla daga, fyrst og fremst í göngudeild, þar sem við afhendum lyf (búprenorfín og metadón) eða gefum mánaðar forðasprautur undir húð. Lyfjameðferðin sem við veitum er ráðlögð og gagnreynd. Hún er skaðaminnkandi. SÁÁ hefur til þessa getað svarað eftirspurn og aukið hana ár hvert, en þessa meðferð þarf að tryggja af yfirvöldum. Sá hópur sem stendur félagslega verst þarf skaðaminnkun eins og þessa gagnreyndu lyfjameðferð, í nærumhverfi. Samstarf félagsþjónustu, SÁÁ, Landspítala og fleiri myndi leysa það ef vilji er til faglegra umbóta. Skaðaminnkun er svo sannarlega hluti af meðferð við fíknsjúkdómi sem við sinnum alla daga. Höfundur er hjúkrunarfræðingur hjá SÁÁ.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun