Þriðja Dísin frá Val í atvinnumennsku Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2023 13:26 Ásdís Karen Halldórsdóttir hefur verið afar sigursæl með liði Vals síðustu ár. vísir/Diego Ásdís Karen Halldórsdóttir fagnaði 24 ára afmæli sínu með því að skrifa undir samning til tveggja ára við norska knattspyrnufélagið Lilleström. Þar með fjölgar enn í hópi íslenskra leikmanna sem farið hafa úr Bestu deildinni í atvinnumennsku eftir síðustu leiktíð. Ásdís er þriðja „Dísin“ sem yfirgefur Íslandsmeistara Vals í vetur en áður höfðu Þórdís Elva Ágústsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir farið til Växjö í Svíþjóð. Á móti fékk félagið til sín miðjumanninn Katie Cousins sem síðast lék með Þrótti. Ásdís hefur raðað inn titlum með Val síðustu ár og gengur nú til liðs við eitt af bestu liðum Noregs. Hún var fjórða stoðsendingahæst í Bestu deildinni í ár, með átta stoðsendingar, og skoraði einnig sex mörk. Lilleström endaði í 3. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og varð síðast Noregsmeistari árið 2019. „Ég er í skýjunum með að hafa skrifað undir hjá Lilleström. Þetta er toppfélag með góða sögu. Ég hlakka til að hitta liðið og byrja þetta,“ segir Ásdís Karen á heimasíðu Lilleström. View this post on Instagram A post shared by LSK Kvinner (@lskkvinner) „Ég hef spilað með Val síðustu fjögur ár, og vann deildina þrjú síðustu ár í röð. Hérna hef ég öðlast góða reynslu af því að vinna, auk reynslu af því að spila í Meistaradeild Evrópu. Ég ætla að stuðla að því að Lilleström berjist á toppnum og komist í Meistaradeildina,“ segir Ásdís Karen. Ásdís Karen er uppalin hjá KR en fór til Vals fyrir tímabilið 2018. Hún hefur einnig spilað tvö ár í bandaríska háskólaboltanum. Hún á að baki 32 leiki fyrir íslensk landslið, þar af einn A-landsleik sem var vináttulandsleikur gegn Eistlandi í fyrra. Besta deild kvenna Valur Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Ásdís er þriðja „Dísin“ sem yfirgefur Íslandsmeistara Vals í vetur en áður höfðu Þórdís Elva Ágústsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir farið til Växjö í Svíþjóð. Á móti fékk félagið til sín miðjumanninn Katie Cousins sem síðast lék með Þrótti. Ásdís hefur raðað inn titlum með Val síðustu ár og gengur nú til liðs við eitt af bestu liðum Noregs. Hún var fjórða stoðsendingahæst í Bestu deildinni í ár, með átta stoðsendingar, og skoraði einnig sex mörk. Lilleström endaði í 3. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og varð síðast Noregsmeistari árið 2019. „Ég er í skýjunum með að hafa skrifað undir hjá Lilleström. Þetta er toppfélag með góða sögu. Ég hlakka til að hitta liðið og byrja þetta,“ segir Ásdís Karen á heimasíðu Lilleström. View this post on Instagram A post shared by LSK Kvinner (@lskkvinner) „Ég hef spilað með Val síðustu fjögur ár, og vann deildina þrjú síðustu ár í röð. Hérna hef ég öðlast góða reynslu af því að vinna, auk reynslu af því að spila í Meistaradeild Evrópu. Ég ætla að stuðla að því að Lilleström berjist á toppnum og komist í Meistaradeildina,“ segir Ásdís Karen. Ásdís Karen er uppalin hjá KR en fór til Vals fyrir tímabilið 2018. Hún hefur einnig spilað tvö ár í bandaríska háskólaboltanum. Hún á að baki 32 leiki fyrir íslensk landslið, þar af einn A-landsleik sem var vináttulandsleikur gegn Eistlandi í fyrra.
Besta deild kvenna Valur Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira