Gert að breyta sólpallinum í takt við teikningar frá 2006 Lovísa Arnardóttir skrifar 21. desember 2023 08:00 Pallurinn var of stór miðað við þær teikningar sem höfðu verið þinglýstar hjá sýslumanni. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Kærunefnd húsamála hefur úrskurðað að eiganda kjallaraíbúðar sem reisti sólpall út frá íbúð sinni verði að breyta sólpallinum í samræmi við teikningar frá árinu 2006. Sólpallurinn sé stærri en teikningar geri ráð fyrir og að breytingarnar verði gerðar á kostnað hans. Úrskurður nefndarinnar er nýlega birtur en er frá því í maí á þessu ári. Þar kemur fram að sá sem sendi málið til nefndarinnar hafi átt íbúð á annarri hæð húss. Hann hafi gert kauptilboð í íbúð sína rétt fyrir áramótin 2019 og svo gengið frá kaupunum snemma árs 2020. Í því ferli hafi honum verið tjáð af seljendum að eigandi íbúðar í kjallara hefði fengið leyfi til að gera hurð út í garð úr stofu sinni og fengið samþykkt að gera þar fyrir framan sólpall. Þegar hann flutti inn var eigandi risíbúðar að selja sína íbúð og stuttu seinna hafi eigendur íbúðar á fyrstu hæð gert það sama. Á meðan því stóð hafi eigandi kjallaraíbúðarinnar byrjað framkvæmdir á sólpallinum. Ekkert samþykki gefið Eigandi íbúðarinnar á 2. hæð komst svo að því í samtölum við fyrri eigendur að enginn hafði gefið leyfi fyrir pallinum þótt svo að málið hafi einu sinni verið rætt á húsfundi. Það hafi legið fyrir leyfi frá árinu 2006 þar sem þáverandi eigendur veittu leyfi og að sá samningur hafi verið þinglýstur. Í úrskurði kemur fram að frá þeim tíma hafi kjallaraíbúðin verið seld í tvígang þannig að enginn af núverandi eigendum, þar með talið eigandi kjallaraíbúðarinnar, hafi verið hluteigandi að því samkomulagi. Eigandi 2. hæðarinnar fann svo þinglýsta skjalið hjá sýslumanni þar sem kom fram að sólpallurinn mætti vera um tveir metrar frá húsi. Sá sólpallur sem hafi verið reistur sé ekki í samræmi við þetta samkomulag og töluvert stærri. Stærri en teikningar sem lágu fyrir Eftir það ræddi hann við eiganda kjallaraíbúðarinnar sem sagðist vera með nýrra samkomulag við fyrri eigendur. Sólpallurinn hafi verið í samræmi við það samkomulag. Eftir nánari skoðun kom þó í ljós að sólpallurinn var heldur ekki í samræmi við það samkomulag. Enn fremur sé teikningin ekki undirrituð af neinum eiganda eins og eigandi kjallaraíbúðarinnar hélt fram. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að leitað hafi verið til eiganda kjallaraíbúðarinnar eftir sjónarhornum hans en að þau hafi ekki borist. Ekki var fallist á það að sólpallurinn hefði verið byggður í óleyfi en að hann hefði ekki verið byggður í samræmi við þær teikningar sem lágu fyrir. Því er eiganda kjallaraíbúðarinnar gert að breyta sólpallinum svo pallurinn sé í samræmi við samþykkt frá árinu 2006. Neytendur Húsnæðismál Skipulag Málefni fjölbýlishúsa Nágrannadeilur Tengdar fréttir Sólpallar Önnu Margrétar eru nánast viðhaldsfríir Athafnakonan og fegurðardrottningin Anna Margrét Jónsdóttir er með gráan einstaklega fallegan pall bæði fyrir framan einbýlishúsið sitt og aftan. Pallurinn er úr veðraðri eik og þarf eiginlega ekkert viðhald. 25. júní 2021 13:31 Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Úrskurður nefndarinnar er nýlega birtur en er frá því í maí á þessu ári. Þar kemur fram að sá sem sendi málið til nefndarinnar hafi átt íbúð á annarri hæð húss. Hann hafi gert kauptilboð í íbúð sína rétt fyrir áramótin 2019 og svo gengið frá kaupunum snemma árs 2020. Í því ferli hafi honum verið tjáð af seljendum að eigandi íbúðar í kjallara hefði fengið leyfi til að gera hurð út í garð úr stofu sinni og fengið samþykkt að gera þar fyrir framan sólpall. Þegar hann flutti inn var eigandi risíbúðar að selja sína íbúð og stuttu seinna hafi eigendur íbúðar á fyrstu hæð gert það sama. Á meðan því stóð hafi eigandi kjallaraíbúðarinnar byrjað framkvæmdir á sólpallinum. Ekkert samþykki gefið Eigandi íbúðarinnar á 2. hæð komst svo að því í samtölum við fyrri eigendur að enginn hafði gefið leyfi fyrir pallinum þótt svo að málið hafi einu sinni verið rætt á húsfundi. Það hafi legið fyrir leyfi frá árinu 2006 þar sem þáverandi eigendur veittu leyfi og að sá samningur hafi verið þinglýstur. Í úrskurði kemur fram að frá þeim tíma hafi kjallaraíbúðin verið seld í tvígang þannig að enginn af núverandi eigendum, þar með talið eigandi kjallaraíbúðarinnar, hafi verið hluteigandi að því samkomulagi. Eigandi 2. hæðarinnar fann svo þinglýsta skjalið hjá sýslumanni þar sem kom fram að sólpallurinn mætti vera um tveir metrar frá húsi. Sá sólpallur sem hafi verið reistur sé ekki í samræmi við þetta samkomulag og töluvert stærri. Stærri en teikningar sem lágu fyrir Eftir það ræddi hann við eiganda kjallaraíbúðarinnar sem sagðist vera með nýrra samkomulag við fyrri eigendur. Sólpallurinn hafi verið í samræmi við það samkomulag. Eftir nánari skoðun kom þó í ljós að sólpallurinn var heldur ekki í samræmi við það samkomulag. Enn fremur sé teikningin ekki undirrituð af neinum eiganda eins og eigandi kjallaraíbúðarinnar hélt fram. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að leitað hafi verið til eiganda kjallaraíbúðarinnar eftir sjónarhornum hans en að þau hafi ekki borist. Ekki var fallist á það að sólpallurinn hefði verið byggður í óleyfi en að hann hefði ekki verið byggður í samræmi við þær teikningar sem lágu fyrir. Því er eiganda kjallaraíbúðarinnar gert að breyta sólpallinum svo pallurinn sé í samræmi við samþykkt frá árinu 2006.
Neytendur Húsnæðismál Skipulag Málefni fjölbýlishúsa Nágrannadeilur Tengdar fréttir Sólpallar Önnu Margrétar eru nánast viðhaldsfríir Athafnakonan og fegurðardrottningin Anna Margrét Jónsdóttir er með gráan einstaklega fallegan pall bæði fyrir framan einbýlishúsið sitt og aftan. Pallurinn er úr veðraðri eik og þarf eiginlega ekkert viðhald. 25. júní 2021 13:31 Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Sólpallar Önnu Margrétar eru nánast viðhaldsfríir Athafnakonan og fegurðardrottningin Anna Margrét Jónsdóttir er með gráan einstaklega fallegan pall bæði fyrir framan einbýlishúsið sitt og aftan. Pallurinn er úr veðraðri eik og þarf eiginlega ekkert viðhald. 25. júní 2021 13:31
Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43