Dregið hafi úr góðvild í garð björgunarsveitafólks Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2023 16:34 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum á íbúafundi á dögunum. Vísir/Sigurjón Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir teikn á lofti um að dregið hafi úr góðvild vinnuveitenda og aðstandenda björgunarsveitafólks. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglustjórans til fjölmiðla. Þar segir að landsstjórn björgunarsveita hafi farið þess á leit við lögreglustjórann á Suðurnesjum að björgunarsveitir verði leystar undan daglegri viðveru eigi síðar en í dag, 22. desember 2023. „Dregið hefur úr þörf á viðveru björgunarsveita á svæðinu. Þá reynist erfitt að manna vaktir björgunarsveita bæði í aðgerðastjórn og vettvangsstjórn hér á Suðurnesjum. Slysavarnafélagið Landsbjörg er sjálfboðaliðafélag sem byggir á velvild atvinnurekenda og fjölskyldna björgunarsveitamanna. Ekki hefur staðið á því hjá vinnuveitendum og aðstandendum að veita björgunarsveitamönnum það svigrúm sem þarf þegar öllum er ljóst mikilvægi þeirra verkefna sem björgunarsveitir sinna. Teikn eru á lofti um að dregið hafi úr þeirri góðvild undanfarið og mikilvægt að bregðast við þeirri stöðu,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri í tilkynningu sinni. Styrkur Slysavarnafélagsins Landsbjargar felist í því að koma til hjálpar þegar hið daglega viðbragð annar ekki verkefnum eða þegar sérþekkingar björgunarsveita í leit og björgun sé krafist. „Björgunarsveitir gefa sig almennt ekki út í langtíma viðbragð nema um sé að ræða verkefni á sérsviði björgunarsveita í leit og björgun. Björgunarsveitir hlaupa undir bagga þar til hið daglega viðbragð nær vopnum sínum og dagleg starfssemi viðbragðsaðila sem hefur raskast kemst aftur í jafnvægi.“ Lögreglan á Suðurnesjum hafi allt frá byrjun árs 2020 sinnt verkefnum vegna stöðugra jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesskaga. Þann 10. nóvember síðastliðinn hafi Grindavík, 3800 manna sveitarfélag, verið rýmt og íbúar þess og aðrir sem eiga þar hagsmuna að gæta hafi þurft að sæta stöðugum takmörkunum á aðgengi að heimilum sínum og fyrirtækjum. „Frá miðnætti hafa nokkrir tugir jarðskjálfta mælst við kvikuganginn á Reykjanesskaga. Telst það lítil skjálftavirkni. Engin gosvirkni er lengur sjáanleg við Sundhnúkagíga en enn er mögulegt að hraunrennsli sé í lokuðum rásum.“ Sérfræðingar Veðurstofunnar hittust á fundi í morgun kl. 9:30 þar sem farið var yfir nýjustu gögn og klukkan 13 fundaði Veðurstofan með lögreglustjóra og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samkvæmt nýju hættumatskorti Veðurstofu er enn töluverð hætta á náttúruhamförum í Grindavík. Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum að færa almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig þar sem eldgosinu sem hófst við Sundhnúkagíga á mánudag virðist nú lokið. Björgunarsveitir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Þar segir að landsstjórn björgunarsveita hafi farið þess á leit við lögreglustjórann á Suðurnesjum að björgunarsveitir verði leystar undan daglegri viðveru eigi síðar en í dag, 22. desember 2023. „Dregið hefur úr þörf á viðveru björgunarsveita á svæðinu. Þá reynist erfitt að manna vaktir björgunarsveita bæði í aðgerðastjórn og vettvangsstjórn hér á Suðurnesjum. Slysavarnafélagið Landsbjörg er sjálfboðaliðafélag sem byggir á velvild atvinnurekenda og fjölskyldna björgunarsveitamanna. Ekki hefur staðið á því hjá vinnuveitendum og aðstandendum að veita björgunarsveitamönnum það svigrúm sem þarf þegar öllum er ljóst mikilvægi þeirra verkefna sem björgunarsveitir sinna. Teikn eru á lofti um að dregið hafi úr þeirri góðvild undanfarið og mikilvægt að bregðast við þeirri stöðu,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri í tilkynningu sinni. Styrkur Slysavarnafélagsins Landsbjargar felist í því að koma til hjálpar þegar hið daglega viðbragð annar ekki verkefnum eða þegar sérþekkingar björgunarsveita í leit og björgun sé krafist. „Björgunarsveitir gefa sig almennt ekki út í langtíma viðbragð nema um sé að ræða verkefni á sérsviði björgunarsveita í leit og björgun. Björgunarsveitir hlaupa undir bagga þar til hið daglega viðbragð nær vopnum sínum og dagleg starfssemi viðbragðsaðila sem hefur raskast kemst aftur í jafnvægi.“ Lögreglan á Suðurnesjum hafi allt frá byrjun árs 2020 sinnt verkefnum vegna stöðugra jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesskaga. Þann 10. nóvember síðastliðinn hafi Grindavík, 3800 manna sveitarfélag, verið rýmt og íbúar þess og aðrir sem eiga þar hagsmuna að gæta hafi þurft að sæta stöðugum takmörkunum á aðgengi að heimilum sínum og fyrirtækjum. „Frá miðnætti hafa nokkrir tugir jarðskjálfta mælst við kvikuganginn á Reykjanesskaga. Telst það lítil skjálftavirkni. Engin gosvirkni er lengur sjáanleg við Sundhnúkagíga en enn er mögulegt að hraunrennsli sé í lokuðum rásum.“ Sérfræðingar Veðurstofunnar hittust á fundi í morgun kl. 9:30 þar sem farið var yfir nýjustu gögn og klukkan 13 fundaði Veðurstofan með lögreglustjóra og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samkvæmt nýju hættumatskorti Veðurstofu er enn töluverð hætta á náttúruhamförum í Grindavík. Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum að færa almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig þar sem eldgosinu sem hófst við Sundhnúkagíga á mánudag virðist nú lokið.
Björgunarsveitir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira