Á skötuvaktinni í þrjátíu ár: „Maður þekkir bara nánast alla sem koma“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. desember 2023 11:05 Jóhannes í Múlakaffi hefur staðið skötuvaktina í yfir þrjátíu ár. Ilmandi skata er ómissandi þáttur í jólahefð fjölmargra landsmanna á Þorláksmessu. Dagurinn er einn sá stærsti á veitingahúsinu Múlakaffi, en eigandi segir vinsældir skötunnar aukast með ári hverju. Sjálfur var hann mættur á vaktina klukkan þrjú í nótt til að undirbúa daginn og á von á fjölmörgum gestum á öllum aldri. Fyrstu skötugestirnir voru farnir að týnast inn á Múlakaffi fyrir klukkan ellefu í morgun. Þá var allt löngu klárt og ilmurinn farinn að berast um húsið, enda hafði Jóhannes Stefánsson, eigandi veitingahússins staðið vaktina ásamt starfsfólki frá því í nótt. Hann er þaulvalur enda búinn að standa vaktina þennan dag í þrjátíu ár. „Ég held ég hafi bara misst af einni þorláksmessu síðustu þrjátíu árin. Þetta eru fastir liðir í mínu lífi að standa yfir pottunum í tólf klukkutíma,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu. Íslenskt og strangheiðarlegt. Gerist ekki betra, að sögn Jóhannesar. Vísir/Birgir Skatan á Múlakaffi er ómissandi þáttur í lífi margra og margir koma ár eftir ár. „Maður þekkir bara nánast alla sem koma. En svo kemur líka alltaf fullt af nýju fólki inn á hverju ári sem er mjög gleðilegt. Þó ótrúlegt megi virðast verður skatan verður vinsælli og vinsælli með hverju árinu.“ Þetta er svona stemningsmatur, alveg eins og með þorramatinn, það er stemning í kringum þetta. Góður íslenskur matur. „Við höfum bara haft það þannig hér í Múlanum, að hér er bara heit skata í boði. Hún passar öllum, er ekki of sterk en samt bragðgóð. Svo er þetta klassíska með, íslenskar rófur, mörfeiti og kartöflur. Svo erum við með ris alamand í desert og hrísgrjónagraut með rúsínum og kanil, þannig að þetta er alveg rammíslenskt hérna. Alveg mergjað“ Lyktin sé dásamleg og fari fljótt Sumir veigra sér við því að elda skötuna heima vegna lyktarinnar og þykir því öruggara að fara á veitingastað. Jóhannes hefur þó engar áhyggjur af lyktinni, sem hann segir dásamlega. „Lyktin er nú þannig hún fer ótrúlega fljótt. Þú finnur þennan góða skötuilm í byrjun en svo er þetta bara farið. Þegar allir mæta hér til vinnu á morgun er lítil skötulykt.“ Jóhannes segir daginn sérstakann að því leiti að fjölskyldur komi saman, fólk komi með börn, unglinga og aldraða foreldra sína með sér og eigi notalega stund fjarri jólastressinu. „Fólk situr ekki hér að sumbli í einhverri drykkju, þambandi bjór eitthvað frameftir. Hérna kemur fólk og borðar, stoppar mátulega stutt við og svo er það farið. Þannig það er ofsa gaman af þessu,“ segir Jóhannes Stefánsson, eigandi og veitingamaður á Múlakaffi. Matur Jól Veitingastaðir Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Fyrstu skötugestirnir voru farnir að týnast inn á Múlakaffi fyrir klukkan ellefu í morgun. Þá var allt löngu klárt og ilmurinn farinn að berast um húsið, enda hafði Jóhannes Stefánsson, eigandi veitingahússins staðið vaktina ásamt starfsfólki frá því í nótt. Hann er þaulvalur enda búinn að standa vaktina þennan dag í þrjátíu ár. „Ég held ég hafi bara misst af einni þorláksmessu síðustu þrjátíu árin. Þetta eru fastir liðir í mínu lífi að standa yfir pottunum í tólf klukkutíma,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu. Íslenskt og strangheiðarlegt. Gerist ekki betra, að sögn Jóhannesar. Vísir/Birgir Skatan á Múlakaffi er ómissandi þáttur í lífi margra og margir koma ár eftir ár. „Maður þekkir bara nánast alla sem koma. En svo kemur líka alltaf fullt af nýju fólki inn á hverju ári sem er mjög gleðilegt. Þó ótrúlegt megi virðast verður skatan verður vinsælli og vinsælli með hverju árinu.“ Þetta er svona stemningsmatur, alveg eins og með þorramatinn, það er stemning í kringum þetta. Góður íslenskur matur. „Við höfum bara haft það þannig hér í Múlanum, að hér er bara heit skata í boði. Hún passar öllum, er ekki of sterk en samt bragðgóð. Svo er þetta klassíska með, íslenskar rófur, mörfeiti og kartöflur. Svo erum við með ris alamand í desert og hrísgrjónagraut með rúsínum og kanil, þannig að þetta er alveg rammíslenskt hérna. Alveg mergjað“ Lyktin sé dásamleg og fari fljótt Sumir veigra sér við því að elda skötuna heima vegna lyktarinnar og þykir því öruggara að fara á veitingastað. Jóhannes hefur þó engar áhyggjur af lyktinni, sem hann segir dásamlega. „Lyktin er nú þannig hún fer ótrúlega fljótt. Þú finnur þennan góða skötuilm í byrjun en svo er þetta bara farið. Þegar allir mæta hér til vinnu á morgun er lítil skötulykt.“ Jóhannes segir daginn sérstakann að því leiti að fjölskyldur komi saman, fólk komi með börn, unglinga og aldraða foreldra sína með sér og eigi notalega stund fjarri jólastressinu. „Fólk situr ekki hér að sumbli í einhverri drykkju, þambandi bjór eitthvað frameftir. Hérna kemur fólk og borðar, stoppar mátulega stutt við og svo er það farið. Þannig það er ofsa gaman af þessu,“ segir Jóhannes Stefánsson, eigandi og veitingamaður á Múlakaffi.
Matur Jól Veitingastaðir Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira