PISA og þróun íslenskunnar Guðmundur Edgarsson skrifar 24. desember 2023 07:01 Seint á níundu öld numu hér land Norðmenn. Töluðu þeir tungumál sem kallast fornnorræna (e. Old Norse). Sú íslenska sem töluð er nú til dags er því í sínu upprunalega formi fornnorræna. Meðal helstu einkenna hennar er flókin málfræði og skringilegur orðaforði sem rekja má til bænda og sjómanna á víkingaöld. Nokkru eftir landnám varð fornnorræna á Íslandi viðskila við þá mállýsku sem Norðmenn töluðu í Noregi því þá fór norska mállýskan ásamt þeirri dönsku og sænsku að þróast yfir í svokallaða miðnorrænu (e. Middle-Norse). Ástæðan var aukin alþjóðavæðing á hinum Norðurlöndunum. Þessi umskipti tóku nokkrar aldir. Ísland einangrast Það sem helst breyttist við þessi umskipti var gífurleg einföldun á málkerfi fornnorrænu. Málfræðileg kyngreining lagðist af og beygingarmyndum fækkaði verulega. Fyrir áhrif endurreisnarinnar tók síðar að bera æ meira á alþjóðlegum orðaforða, aðallega úr latínu og síðar ensku með iðnbyltingunni. Varð þá til ný mállýska, nýnorræna, sem í dag skiptist í norsku, sænsku og dönsku. Á Íslandi hefur hin fornnorræna íslenska hins vegar lítið sem ekkert þróast í átt til einföldunar. Hún hefur heldur ekki opnað faðm sinn fyrir alþjóðlegum orðum. Ástæðan er einangrun landsins í árhundruð. Því er íslenska enn töluð með fornnorrænu sniði með öllu sínu þunglamalega beygingarkerfi og gamalgróna orðaforða. Þetta er hins vegar að breytast. Ástæðan er sú að netið og þá sér í lagi nettengdir snjallsímar hafa opnað slíkar flóðgáttir enskra áhrifa að engin dæmi eru um annað eins í gjörvallri málsögu Íslands. Sakir örsmæðar íslensks málsamfélags skellur þessi flóðbylgja svo á íslenskum ungmennum af mun meiri þunga en á þeim skandínavísku. Á ógnarhraða hefur því orðið sífellt erfiðara fyrir íslenska unglinga að fóta sig í hinu klossaða málkerfi móðurmálsins og hins forneskjulega orðaforða. Íslenska verði ísl-enska Birtingarmynd þessarar þróunar kemur einna skýrast fram í PISA. Þar fá skandinavísku krakkarnir að spreyta sig á textum sem ritaðir eru á vinalegu og léttmeltu nútímamáli þar sem enskublandinn orðaforði vinnur með þeim. Íslensku unglingarnir, hins vegar, þurfa að stauta sig í gegnum forna texta sem skrifaðir eru á stirðbusalegu bændamáli úr takti við alþjóðlega málþróun. Þessi leikur verður tæpast jafnaður fyrr en móðurmál íslenskra ungmenna verður ísl-enska, þ.e. íslenskt afbrigði nýnorrænu, sambærilegt í einfaldleika sínum og alþjóðlegu yfirbragði og nútíma skandínavíska. Höfundur er málfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Íslensk tunga Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Seint á níundu öld numu hér land Norðmenn. Töluðu þeir tungumál sem kallast fornnorræna (e. Old Norse). Sú íslenska sem töluð er nú til dags er því í sínu upprunalega formi fornnorræna. Meðal helstu einkenna hennar er flókin málfræði og skringilegur orðaforði sem rekja má til bænda og sjómanna á víkingaöld. Nokkru eftir landnám varð fornnorræna á Íslandi viðskila við þá mállýsku sem Norðmenn töluðu í Noregi því þá fór norska mállýskan ásamt þeirri dönsku og sænsku að þróast yfir í svokallaða miðnorrænu (e. Middle-Norse). Ástæðan var aukin alþjóðavæðing á hinum Norðurlöndunum. Þessi umskipti tóku nokkrar aldir. Ísland einangrast Það sem helst breyttist við þessi umskipti var gífurleg einföldun á málkerfi fornnorrænu. Málfræðileg kyngreining lagðist af og beygingarmyndum fækkaði verulega. Fyrir áhrif endurreisnarinnar tók síðar að bera æ meira á alþjóðlegum orðaforða, aðallega úr latínu og síðar ensku með iðnbyltingunni. Varð þá til ný mállýska, nýnorræna, sem í dag skiptist í norsku, sænsku og dönsku. Á Íslandi hefur hin fornnorræna íslenska hins vegar lítið sem ekkert þróast í átt til einföldunar. Hún hefur heldur ekki opnað faðm sinn fyrir alþjóðlegum orðum. Ástæðan er einangrun landsins í árhundruð. Því er íslenska enn töluð með fornnorrænu sniði með öllu sínu þunglamalega beygingarkerfi og gamalgróna orðaforða. Þetta er hins vegar að breytast. Ástæðan er sú að netið og þá sér í lagi nettengdir snjallsímar hafa opnað slíkar flóðgáttir enskra áhrifa að engin dæmi eru um annað eins í gjörvallri málsögu Íslands. Sakir örsmæðar íslensks málsamfélags skellur þessi flóðbylgja svo á íslenskum ungmennum af mun meiri þunga en á þeim skandínavísku. Á ógnarhraða hefur því orðið sífellt erfiðara fyrir íslenska unglinga að fóta sig í hinu klossaða málkerfi móðurmálsins og hins forneskjulega orðaforða. Íslenska verði ísl-enska Birtingarmynd þessarar þróunar kemur einna skýrast fram í PISA. Þar fá skandinavísku krakkarnir að spreyta sig á textum sem ritaðir eru á vinalegu og léttmeltu nútímamáli þar sem enskublandinn orðaforði vinnur með þeim. Íslensku unglingarnir, hins vegar, þurfa að stauta sig í gegnum forna texta sem skrifaðir eru á stirðbusalegu bændamáli úr takti við alþjóðlega málþróun. Þessi leikur verður tæpast jafnaður fyrr en móðurmál íslenskra ungmenna verður ísl-enska, þ.e. íslenskt afbrigði nýnorrænu, sambærilegt í einfaldleika sínum og alþjóðlegu yfirbragði og nútíma skandínavíska. Höfundur er málfræðingur
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun