„Þeir eru örugglega búnir að vera að drekka sósuna í jólafríinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. desember 2023 07:00 Janus Daði Smárason verður klár í slaginn þegar Evrópumót karla í handbolta hefst í janúar. Vísir/Diego Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir til leiks á EM í handbolta þann 12. janúar næstkomandi. Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason segir að strákarnir séu hungraðir fyrir verkefnið. „Stemningin er frábær. Ég held að það séu allir bara spenntir og ferskir,“ sagði Janus Daði. „Það hlakkar öllum til að komast þarna út og það er alveg sama hvað menn eru búnir að vera að gera með sínum félagsliðum þá hefur maður bara heyrt það á mönnum að við erum bara klárir í að taka þessari áskorun.“ „Það verður gott að komast heim á parketið og pönkast aðeins á æfingum, taka fótbolta í upphitun og segja góða brandara í klefanum. Eins og við lítum á þetta þá eru allir möguleikar í stöðunni opnir fyrir okkur þannig við erum bara spenntir að mæta og koma með frammistöðu. Þetta snýst fyrst og fremst um það.“ „Við erum með mjög breiðan hóp og marga mjög góða handboltamenn. Það eitt og sér fleytir okkur ekkert sérstaklega langt því við þurfum að standa okkur vel og sýna hvað í okkur býr og úr hverju við erum gerðir.“ Spennandi verkefni með Snorra við stjórnvölin Eins og landsmenn vita urður þjálfaraskipti hjá íslenska landsliðinu þegar Snorri Steinn Guðjónsson tók við liðinu eftir að Guðmundur Þórður Guðmundsson hætti stuttu eftir síðasta stórmót. Þrátt fyrir stuttan tíma undir stjórn nýs þjálfara segist Janus finna fyrir nokkrum mun á handboltanum sem liðið mun koma til með að spila á EM í janúar eftir að Snorri tók við. „Það eru auðvitað öðruvísi áherslur sem eru kannski aðrar en voru. En þegar allt kemur til alls er þetta bara handbolti,“ sagði Janus. „Æfingafyrirkomulagið er kannski aðeins öðruvísi og svo er maður auðvitað spenntur að fá að vinna með Snorra varðandi sókn og hraðan leik. Við sáum hvað hann gerði með Valsarana þar sem þeir stýrðu tempóinu vel og héldu því yfirleitt bara í botni. Það er kannski það sem mér finnst við eiga inni, seinni bylgju og hraðaupphlaup. Sex á sex höfum við verið góðir, en þegar það gengur ekki þá höfum við lent í veseni.“ „Ég held að við eigum inni í hraðaupphlaupum og annað að verða enn beittari.“ Snorri Steinn Guðjónsson tók við stjórnartaumunum hjá íslenska landsliðinu í sumar.Vísir/Diego Þá segir Janus að þessi hraði bolti sem Snorri vill spila eigi alveg örugglega eftir að koma sér vel á móti þjóðunum sem munu leika með Íslandi í riðli á EM í janúar. Ísland verður með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi í riðli og allt eru þetta þjóðir sem oft og tíðum stilla upp stóru og þungu liði sem líður best í uppstilltum varnarleik. Þá sé gott að eiga hraðaupphlaup og seinni bylgju uppi í erminni. „Klárlega. Þeir eru örugglega búnir að vera að drekka sósuna í jólafríinu og gætu verið vel lúnir. Þá er gott að við mætum ferskir,“ sagði Janus að lokum. Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ef ég skít á mig þá verð ég bara að sitja á bekknum“ Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, segir að Pick Szeged sé lið sem stefni á að berjast við þau bestu um sæti í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. 25. desember 2023 18:01 Yfirgefur Magdeburg í sumar: „Þeir vildu hafa mig áfram“ Janus Daði Smárason mun ganga til liðs við ungverska liðið Pick Szeged næsta sumar frá Evrópumeisturum Magdeburg. 25. desember 2023 12:46 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira
„Stemningin er frábær. Ég held að það séu allir bara spenntir og ferskir,“ sagði Janus Daði. „Það hlakkar öllum til að komast þarna út og það er alveg sama hvað menn eru búnir að vera að gera með sínum félagsliðum þá hefur maður bara heyrt það á mönnum að við erum bara klárir í að taka þessari áskorun.“ „Það verður gott að komast heim á parketið og pönkast aðeins á æfingum, taka fótbolta í upphitun og segja góða brandara í klefanum. Eins og við lítum á þetta þá eru allir möguleikar í stöðunni opnir fyrir okkur þannig við erum bara spenntir að mæta og koma með frammistöðu. Þetta snýst fyrst og fremst um það.“ „Við erum með mjög breiðan hóp og marga mjög góða handboltamenn. Það eitt og sér fleytir okkur ekkert sérstaklega langt því við þurfum að standa okkur vel og sýna hvað í okkur býr og úr hverju við erum gerðir.“ Spennandi verkefni með Snorra við stjórnvölin Eins og landsmenn vita urður þjálfaraskipti hjá íslenska landsliðinu þegar Snorri Steinn Guðjónsson tók við liðinu eftir að Guðmundur Þórður Guðmundsson hætti stuttu eftir síðasta stórmót. Þrátt fyrir stuttan tíma undir stjórn nýs þjálfara segist Janus finna fyrir nokkrum mun á handboltanum sem liðið mun koma til með að spila á EM í janúar eftir að Snorri tók við. „Það eru auðvitað öðruvísi áherslur sem eru kannski aðrar en voru. En þegar allt kemur til alls er þetta bara handbolti,“ sagði Janus. „Æfingafyrirkomulagið er kannski aðeins öðruvísi og svo er maður auðvitað spenntur að fá að vinna með Snorra varðandi sókn og hraðan leik. Við sáum hvað hann gerði með Valsarana þar sem þeir stýrðu tempóinu vel og héldu því yfirleitt bara í botni. Það er kannski það sem mér finnst við eiga inni, seinni bylgju og hraðaupphlaup. Sex á sex höfum við verið góðir, en þegar það gengur ekki þá höfum við lent í veseni.“ „Ég held að við eigum inni í hraðaupphlaupum og annað að verða enn beittari.“ Snorri Steinn Guðjónsson tók við stjórnartaumunum hjá íslenska landsliðinu í sumar.Vísir/Diego Þá segir Janus að þessi hraði bolti sem Snorri vill spila eigi alveg örugglega eftir að koma sér vel á móti þjóðunum sem munu leika með Íslandi í riðli á EM í janúar. Ísland verður með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi í riðli og allt eru þetta þjóðir sem oft og tíðum stilla upp stóru og þungu liði sem líður best í uppstilltum varnarleik. Þá sé gott að eiga hraðaupphlaup og seinni bylgju uppi í erminni. „Klárlega. Þeir eru örugglega búnir að vera að drekka sósuna í jólafríinu og gætu verið vel lúnir. Þá er gott að við mætum ferskir,“ sagði Janus að lokum.
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ef ég skít á mig þá verð ég bara að sitja á bekknum“ Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, segir að Pick Szeged sé lið sem stefni á að berjast við þau bestu um sæti í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. 25. desember 2023 18:01 Yfirgefur Magdeburg í sumar: „Þeir vildu hafa mig áfram“ Janus Daði Smárason mun ganga til liðs við ungverska liðið Pick Szeged næsta sumar frá Evrópumeisturum Magdeburg. 25. desember 2023 12:46 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira
„Ef ég skít á mig þá verð ég bara að sitja á bekknum“ Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, segir að Pick Szeged sé lið sem stefni á að berjast við þau bestu um sæti í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. 25. desember 2023 18:01
Yfirgefur Magdeburg í sumar: „Þeir vildu hafa mig áfram“ Janus Daði Smárason mun ganga til liðs við ungverska liðið Pick Szeged næsta sumar frá Evrópumeisturum Magdeburg. 25. desember 2023 12:46