Ricardo Formosinho vann lengi með Mourinho en er núna þjálfari Modern Future í Egyptalandi.
Liðið mætti Pyramids í undanúrslitum egypska ofurbikarsins á jóladag og leikurinn var dramatískur í meira lagi. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Hvorki fleiri né færri en 34 spyrnur þurfti til að knýja fram úrslit og að lokum var það Modern Future sem hafði sigur, 14-13.
Eftir leikinn ræddi Formosinho við blaðamenn en á miðjum fundi fékk hann símtal frá engum öðrum en Mourinho.
Formosinho baðst afsökunar á trufluninni en sagðist þurfa að svara enda væri Mourinho hinum megin á línunni. Þeir töluðu saman í um fimmtán sekúndur áður en fundurinn hélt áfram.
José Mourinho kept tabs on the Egyptian Super Cup semi-finals this evening.
— EuroFoot (@eurofootcom) December 25, 2023
He rung his former assistant coach Ricardo Formosinho during a press conference to congratulate him on the win.
"This guys, I have to... it's Mourinho!" pic.twitter.com/v5nQFkPj2J
Formisinho og Mourinho störfuðu meðal annars saman hjá Porto, Real Madrid, Manchester United og Tottenham.