Sektuð fyrir að vera í Burberry skóm á HM í skák Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2023 09:00 Hin hollenska Anna-Maja Kazarian var mjög hneyksluð á sektinni frá Alþjóða skáksambandinu. Samsett/@AMKazarian Tískuskór frá Burberry eru á bannlista Alþjóða skáksambandsins en mjög strangar reglur gilda um klæðaburð á heimsmeistaramótunum í skák. Því fékk skákkonan Anna-Maja Kazarian að kynnast. Anna-Maja Kazarian er 23 ára Hollendingur sem var með 2184 skákstig í september síðastliðnum en fór hæst í 2320 skákstig árið 2016. Kazarian sagði frá því á samfélagsmiðlum að hún hafi fengið sekt vegna skónna sem hún gekk í á fyrstu dögum heimsmeistaramótsins í atskák sem stendur nú yfir í Samarkand í Úzbekistan „Þetta eru Burberry skór og ég fékk þá að gjöf,“ sagði Anna-Maja við norska ríkisútvarpið. Fréttin hjá norska ríkissjónvarpinu NRK.NRK NRK sýndi skónum áhuga eftir að Kazarian hafði sjálf greint frá því á X-inu (áður Twitter) að dómari hefði stoppað hana og beðið hana um að skipta um skó. „Það er sárt að ganga í þeim og ég myndi alls ekki nota Burberry skó þegar ég væri í íþróttum,“ skrifaði Anna-Maja. Einum og hálfum tíma síðar skrifaði hún aftur færslu þar sem kom fram að hún hefði fengið opinbera viðvörun og sekt upp á hundrað evrur. „Þetta er algjörlega fáránlegt. FIDE, vinsamlegast taktu þessa viðvörun og sekt til baka. Skórnir mínir eru ekki íþróttaskór,“ skrifaði Anna-Maja. Blaðamaður NRK vildi vita hvort að þetta væru ekki dýrir skór. „Jú þeir eru dýrir. Þetta er flott gjöf frá systur minni. Samkvæmt FIDE þá eru þetta íþróttaskór,“ sagði Anna-Maja og þar er liggur vandamálið. Keppendur á heimsmeistaramótinu í skák mega ekki mæta til leiks í íþróttaskóm. Slíkir skór eru ekki á listanum yfir leyfilegan fatnað. Ef skákmaður eða kona brýtur reglurnar aftur eftir viðvörun þá fær viðkomandi ekki leyfi til að keppa í næstu umferð. Anna-Maja hefur náð í þrjá vinninga af níu mögulegum fyrir lokadaginn. Hún er því langt frá því að blanda sér í baráttuna um heimsmeistaratitilinn. Efstar eru Humpy Koneru frá Indlandi og Mo Zhai frá Kína með sex og hálfan vinning hvor. One of the arbiters stopped me and asked me if I could change my shoes because they were strange shoes and considered sports shoes It hurts to even walk in those and I definitely don t want to use my Burberry sneakers for sports pic.twitter.com/5OD1CwlbBt— Anna-Maja Kazarian (@AMKazarian) December 27, 2023 Skák Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Anna-Maja Kazarian er 23 ára Hollendingur sem var með 2184 skákstig í september síðastliðnum en fór hæst í 2320 skákstig árið 2016. Kazarian sagði frá því á samfélagsmiðlum að hún hafi fengið sekt vegna skónna sem hún gekk í á fyrstu dögum heimsmeistaramótsins í atskák sem stendur nú yfir í Samarkand í Úzbekistan „Þetta eru Burberry skór og ég fékk þá að gjöf,“ sagði Anna-Maja við norska ríkisútvarpið. Fréttin hjá norska ríkissjónvarpinu NRK.NRK NRK sýndi skónum áhuga eftir að Kazarian hafði sjálf greint frá því á X-inu (áður Twitter) að dómari hefði stoppað hana og beðið hana um að skipta um skó. „Það er sárt að ganga í þeim og ég myndi alls ekki nota Burberry skó þegar ég væri í íþróttum,“ skrifaði Anna-Maja. Einum og hálfum tíma síðar skrifaði hún aftur færslu þar sem kom fram að hún hefði fengið opinbera viðvörun og sekt upp á hundrað evrur. „Þetta er algjörlega fáránlegt. FIDE, vinsamlegast taktu þessa viðvörun og sekt til baka. Skórnir mínir eru ekki íþróttaskór,“ skrifaði Anna-Maja. Blaðamaður NRK vildi vita hvort að þetta væru ekki dýrir skór. „Jú þeir eru dýrir. Þetta er flott gjöf frá systur minni. Samkvæmt FIDE þá eru þetta íþróttaskór,“ sagði Anna-Maja og þar er liggur vandamálið. Keppendur á heimsmeistaramótinu í skák mega ekki mæta til leiks í íþróttaskóm. Slíkir skór eru ekki á listanum yfir leyfilegan fatnað. Ef skákmaður eða kona brýtur reglurnar aftur eftir viðvörun þá fær viðkomandi ekki leyfi til að keppa í næstu umferð. Anna-Maja hefur náð í þrjá vinninga af níu mögulegum fyrir lokadaginn. Hún er því langt frá því að blanda sér í baráttuna um heimsmeistaratitilinn. Efstar eru Humpy Koneru frá Indlandi og Mo Zhai frá Kína með sex og hálfan vinning hvor. One of the arbiters stopped me and asked me if I could change my shoes because they were strange shoes and considered sports shoes It hurts to even walk in those and I definitely don t want to use my Burberry sneakers for sports pic.twitter.com/5OD1CwlbBt— Anna-Maja Kazarian (@AMKazarian) December 27, 2023
Skák Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira