Flestir vilja Kristrúnu sem forsætisráðherra: „Þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart“ Jón Þór Stefánsson skrifar 31. desember 2023 15:55 Kristrún Frostadóttir er líklegt forsætisráðherra efni ef marka má könnun Maskínu Vísir/Hulda Margrét Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir Íslendinga myndu vilja sjá sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 27,6 prósent myndu vilja hana sem forsætisráðherra, en hún hefur bætt við sig um fimm prósentum frá síðasta ári. Aðspurð um hvort Kristrún og flokkur hennar væru búin að toppa svaraði hún: „Ég veit það ekki, hvort við séum búin að toppa, það héldu það margir í fyrra.“ „Ég skal samt vera ærleg með það: þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart, ekki af því að ég hafi ekki trú á því sem við erum að gera. Þetta er bara búið gerast hratt og vera mikill viðsnúningur. Ber að taka niðurstöðunni alvarlega Næst flestir vilja að núverandi forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, haldi ráðherrastólnum, eða 21 prósent. Í fyrra vildu flestir hafa hana sem forsætisráðherra, eða tæp 34 prósent. „Okkur ber að taka þetta alvarlega. Fyrir mig sem formann Vinstri grænna er þetta áhyggjuefni, að flokkurinn liggi við fimm prósentin samkvæmt síðustu könnun. Það er auðvitað ekki árangur sem mér finnst ásættanlegur,“ sagði Katrín um árangurinn. Katrín benti á að þarna mætti benda á að ríkisstjórnin sé nú komin á sjötta ár og að efnahagsmálin hafi verið erfið. Hún sagði þrátt fyrir það mikilvægt að líta inn á við. Blendnar tilfinningar varðandi meiri vinsældir Á eftir Kristrúnu og Katrínu koma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 10,8 prósent stuðning, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 10,4 prósent. Bæði bæta sig umtalsvert frá því í fyrra, en þá var Sigmundur með fimm prósenta stuðning og Þorgerður með 6,2 prósent. Sigmundur Davíð sagðist hafa blendnar tilfinningar varðandi það að stærri hluti segði hann standa sig vel en árið áður. „Ég hef alltaf svolitlar áhyggjur af því þegar fleirum fer að líka við mann í ljósi þess hversu mörgum hefur stundum verið í nöp við mig, en ég hef reynt að pirra það fólk. Þannig ef ég er farinn að pirra færri með því að segja hlutina eins og þeir eru, þá þarf ég að fara að velta þessu fyrir mér.“ 7,2 prósent vilja Bjarna Benediktsson, núverandi utanríkisráðherra og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, sem forsætisráðherra. Þrátt fyrir það myndu næst flestir kjósa Sjálfstæðisflokkinn samkvæmt könnun Maskínu, eða 17,3 prósent. Samkvæmt skoðanakönnuninni finnst fólki að Bjarni hafi staðið sig illa. 45,5 prósent fannst hann hafa staðið sig verst af ráðherrunum á árinu. Bjarni segist ekki hafa of miklar áhyggjur af skoðanakönnunum. Hann telur að þessar tölur endurspegli að hann hafi verið í átakamálum. Mestu máli skipti hvernig traustið verði þegar talið sé úr kjörkössunum. Niðurstöður könnunar Maskínu gefa einnig til kynna að 6,3 prósent vilji Ingu Sæland, hjá Flokki fólksins, sem forsætisráðherra, 6,2 prósent vilja formann Framsóknar Sigurð Inga Jóhannsson, og tvö prósent vilja Gísla Rafn Ólafsson hjá Pírötum í forsætisráðherrastólinn. 8,5 prósent myndu vilja einhvern annan en áðurnefnda kandídata, en sú tala hefur lækkað frá því í fyrra, en þá vildu 10,7 prósent einhvern annan. Kryddsíld Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira
Aðspurð um hvort Kristrún og flokkur hennar væru búin að toppa svaraði hún: „Ég veit það ekki, hvort við séum búin að toppa, það héldu það margir í fyrra.“ „Ég skal samt vera ærleg með það: þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart, ekki af því að ég hafi ekki trú á því sem við erum að gera. Þetta er bara búið gerast hratt og vera mikill viðsnúningur. Ber að taka niðurstöðunni alvarlega Næst flestir vilja að núverandi forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, haldi ráðherrastólnum, eða 21 prósent. Í fyrra vildu flestir hafa hana sem forsætisráðherra, eða tæp 34 prósent. „Okkur ber að taka þetta alvarlega. Fyrir mig sem formann Vinstri grænna er þetta áhyggjuefni, að flokkurinn liggi við fimm prósentin samkvæmt síðustu könnun. Það er auðvitað ekki árangur sem mér finnst ásættanlegur,“ sagði Katrín um árangurinn. Katrín benti á að þarna mætti benda á að ríkisstjórnin sé nú komin á sjötta ár og að efnahagsmálin hafi verið erfið. Hún sagði þrátt fyrir það mikilvægt að líta inn á við. Blendnar tilfinningar varðandi meiri vinsældir Á eftir Kristrúnu og Katrínu koma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 10,8 prósent stuðning, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 10,4 prósent. Bæði bæta sig umtalsvert frá því í fyrra, en þá var Sigmundur með fimm prósenta stuðning og Þorgerður með 6,2 prósent. Sigmundur Davíð sagðist hafa blendnar tilfinningar varðandi það að stærri hluti segði hann standa sig vel en árið áður. „Ég hef alltaf svolitlar áhyggjur af því þegar fleirum fer að líka við mann í ljósi þess hversu mörgum hefur stundum verið í nöp við mig, en ég hef reynt að pirra það fólk. Þannig ef ég er farinn að pirra færri með því að segja hlutina eins og þeir eru, þá þarf ég að fara að velta þessu fyrir mér.“ 7,2 prósent vilja Bjarna Benediktsson, núverandi utanríkisráðherra og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, sem forsætisráðherra. Þrátt fyrir það myndu næst flestir kjósa Sjálfstæðisflokkinn samkvæmt könnun Maskínu, eða 17,3 prósent. Samkvæmt skoðanakönnuninni finnst fólki að Bjarni hafi staðið sig illa. 45,5 prósent fannst hann hafa staðið sig verst af ráðherrunum á árinu. Bjarni segist ekki hafa of miklar áhyggjur af skoðanakönnunum. Hann telur að þessar tölur endurspegli að hann hafi verið í átakamálum. Mestu máli skipti hvernig traustið verði þegar talið sé úr kjörkössunum. Niðurstöður könnunar Maskínu gefa einnig til kynna að 6,3 prósent vilji Ingu Sæland, hjá Flokki fólksins, sem forsætisráðherra, 6,2 prósent vilja formann Framsóknar Sigurð Inga Jóhannsson, og tvö prósent vilja Gísla Rafn Ólafsson hjá Pírötum í forsætisráðherrastólinn. 8,5 prósent myndu vilja einhvern annan en áðurnefnda kandídata, en sú tala hefur lækkað frá því í fyrra, en þá vildu 10,7 prósent einhvern annan.
Kryddsíld Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira