Af eitraðri jákvæðni Ingrid Kuhlman skrifar 3. janúar 2024 07:01 Þó að það sé almennt talið gagnlegt að hafa jákvætt viðhorf snýst eitruð jákvæðni (e. toxic positivity) um að viðhalda ávallt jákvæðu hugarfari burtséð frá þeim flóknu og tilfinningalega erfiðu aðstæðum sem maður finnur sig í. Eitruð jákvæðni getur tekið á sig margvíslegar myndir. Hún getur komið fram í aðstæðum þar sem einstaklingur gengur í gegnum erfiða tíma, eins og til dæmis við föðurmissi. Þegar hann tjáir sig um sorg sína og söknuð gæti svar sem sýnir eitraða jákvæðni verið: Ekki vera svona leiður, einbeittu þér bara að góðu stundunum. Þú ættir að vera þakklátur fyrir þann tíma sem þú áttir með föður þínum. Þetta svar, þó að það sé hugsanlega vel meint og sett fram til að hughreysta, afneitar eða vísar á bug réttmætum tilfinningum einstaklingsins um sorg og söknuð. Það þrýstir á hann að tileinka sér jákvætt hugarfar og ýta í burtu eðlilegum tilfinningalegum viðbrögðum við missi ástvinar. Í stað þess að viðurkenna sársaukafullar tilfinningar er hann hvattur til að bæla þær niður og einbeita sér aðeins að þeim jákvæðu. Þetta getur verið skaðlegt fyrir tilfinningalega úrvinnslu og heilun. Betri viðbrögð væru að viðurkenna sársauka þess sem syrgir, sýna samúð og leyfa upplifun og tjáningu raunverulegra tilfinninga. Annað dæmi um ofuráherslu á jákvæðar tilfinningar er að segja við einhvern sem glímir við heilsufarsáskorun: Vertu bara jákvæður, aðrir hafa það miklu verr en þú. Þetta svar gefur til kynna að tilfinningar viðkomandi séu ekki fullgildar vegna þess að aðrir eiga við alvarlegri heilsufarsáskoranir að etja. Það getur einnig skapað þrýsting um að vera ekki að íþyngja öðrum með áhyggjum sínum, sem getur mögulega leitt til einangrunar og skorts á stuðningi. Skaðlegar afleiðingar Eitruð jákvæðni getur verið skaðleg af ýmsum ástæðum: Ógilding raunverulegra tilfinninga: Með því að leggja eingöngu áherslu á jákvæðni getur eitruð jákvæðni ógilt upplifun sannra tilfinninga eins og sorgar, reiði eða gremju. Hún getur dregið úr okkur að tjá eða viðurkenna raunverulegar tilfinningar okkar, sem er mikilvægt fyrir tilfinningalega úrvinnslu og andlega heilsu. Forðumst tilfinningalega úrvinnslu: Að hunsa það sem tilfinningar okkur eru að reyna að segja okkur og ýta stöðugt undir jákvæðni getur leitt til þess að við forðumst að takast á við undirliggjandi vandamál. Að viðurkenna og vinna sig í gegnum erfiðar tilfinningar er nauðsynlegt til að byggja upp seiglu. Þrýstingur á að sýnast hamingjusamur: Eitruð jákvæðni skapar samfélagslegar væntingar um að vera hamingjusamur eða sáttur, óháð raunverulegum tilfinningum okkar. Þetta getur aukið einangrunartilfinningu þeirra sem glíma við tilfinningaleg vandamál þar sem þeir geta fundið fyrir því að þeir séu þeir einu sem ekki upplifa stöðuga jákvæðni. Skömm og sektarkennd: Þegar gefið er í skyn að sannar tilfinningar fólks séu óviðeigandi getur einstaklingur þróað með sér skömm og sektarkennd. Þetta getur skapað skaðlega hringrás þar sem einstaklingur kennir sjálfum sér um að vera ekki nógu hamingjusamur og þar með versnar tilfinningalegt ástand hans enn frekar. Áhrif á sambönd: Sambönd geta skaðast þegar fólk tjáir ekki tilfinningar og fælt það jafnvel frá því að leita félagslegs stuðnings. Eitruð jákvæðni getur þannig leitt til yfirborðslegra samskipta og hindrað þróun dýpri tengsla. Aukin streita: Að forðast eða bæla óþægilegar tilfinningar hefur streituvaldandi áhrif á sál og líkama. Þegar rannsakendur létu tvo hópa þátttakenda horfa á tilfinningalega ögrandi kvikmynd sýndi hópurinn sem var hvattur til að bæla tilfinningar sínar hærri hjartslátt en þeir sem gátu brugðist við að vild. Að finna allar tilfinningar Þótt jákvæðni sé vissulega gagnleg er einnig mikilvægt að horfast í augu við, samþykkja og vinna sig í gegnum krefjandi tilfinningar. Tilfinningar innihalda mikilvægar upplýsingar og það að upplifa allar tilfinningar að fullu er hluti af því að vera mannlegur. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Þó að það sé almennt talið gagnlegt að hafa jákvætt viðhorf snýst eitruð jákvæðni (e. toxic positivity) um að viðhalda ávallt jákvæðu hugarfari burtséð frá þeim flóknu og tilfinningalega erfiðu aðstæðum sem maður finnur sig í. Eitruð jákvæðni getur tekið á sig margvíslegar myndir. Hún getur komið fram í aðstæðum þar sem einstaklingur gengur í gegnum erfiða tíma, eins og til dæmis við föðurmissi. Þegar hann tjáir sig um sorg sína og söknuð gæti svar sem sýnir eitraða jákvæðni verið: Ekki vera svona leiður, einbeittu þér bara að góðu stundunum. Þú ættir að vera þakklátur fyrir þann tíma sem þú áttir með föður þínum. Þetta svar, þó að það sé hugsanlega vel meint og sett fram til að hughreysta, afneitar eða vísar á bug réttmætum tilfinningum einstaklingsins um sorg og söknuð. Það þrýstir á hann að tileinka sér jákvætt hugarfar og ýta í burtu eðlilegum tilfinningalegum viðbrögðum við missi ástvinar. Í stað þess að viðurkenna sársaukafullar tilfinningar er hann hvattur til að bæla þær niður og einbeita sér aðeins að þeim jákvæðu. Þetta getur verið skaðlegt fyrir tilfinningalega úrvinnslu og heilun. Betri viðbrögð væru að viðurkenna sársauka þess sem syrgir, sýna samúð og leyfa upplifun og tjáningu raunverulegra tilfinninga. Annað dæmi um ofuráherslu á jákvæðar tilfinningar er að segja við einhvern sem glímir við heilsufarsáskorun: Vertu bara jákvæður, aðrir hafa það miklu verr en þú. Þetta svar gefur til kynna að tilfinningar viðkomandi séu ekki fullgildar vegna þess að aðrir eiga við alvarlegri heilsufarsáskoranir að etja. Það getur einnig skapað þrýsting um að vera ekki að íþyngja öðrum með áhyggjum sínum, sem getur mögulega leitt til einangrunar og skorts á stuðningi. Skaðlegar afleiðingar Eitruð jákvæðni getur verið skaðleg af ýmsum ástæðum: Ógilding raunverulegra tilfinninga: Með því að leggja eingöngu áherslu á jákvæðni getur eitruð jákvæðni ógilt upplifun sannra tilfinninga eins og sorgar, reiði eða gremju. Hún getur dregið úr okkur að tjá eða viðurkenna raunverulegar tilfinningar okkar, sem er mikilvægt fyrir tilfinningalega úrvinnslu og andlega heilsu. Forðumst tilfinningalega úrvinnslu: Að hunsa það sem tilfinningar okkur eru að reyna að segja okkur og ýta stöðugt undir jákvæðni getur leitt til þess að við forðumst að takast á við undirliggjandi vandamál. Að viðurkenna og vinna sig í gegnum erfiðar tilfinningar er nauðsynlegt til að byggja upp seiglu. Þrýstingur á að sýnast hamingjusamur: Eitruð jákvæðni skapar samfélagslegar væntingar um að vera hamingjusamur eða sáttur, óháð raunverulegum tilfinningum okkar. Þetta getur aukið einangrunartilfinningu þeirra sem glíma við tilfinningaleg vandamál þar sem þeir geta fundið fyrir því að þeir séu þeir einu sem ekki upplifa stöðuga jákvæðni. Skömm og sektarkennd: Þegar gefið er í skyn að sannar tilfinningar fólks séu óviðeigandi getur einstaklingur þróað með sér skömm og sektarkennd. Þetta getur skapað skaðlega hringrás þar sem einstaklingur kennir sjálfum sér um að vera ekki nógu hamingjusamur og þar með versnar tilfinningalegt ástand hans enn frekar. Áhrif á sambönd: Sambönd geta skaðast þegar fólk tjáir ekki tilfinningar og fælt það jafnvel frá því að leita félagslegs stuðnings. Eitruð jákvæðni getur þannig leitt til yfirborðslegra samskipta og hindrað þróun dýpri tengsla. Aukin streita: Að forðast eða bæla óþægilegar tilfinningar hefur streituvaldandi áhrif á sál og líkama. Þegar rannsakendur létu tvo hópa þátttakenda horfa á tilfinningalega ögrandi kvikmynd sýndi hópurinn sem var hvattur til að bæla tilfinningar sínar hærri hjartslátt en þeir sem gátu brugðist við að vild. Að finna allar tilfinningar Þótt jákvæðni sé vissulega gagnleg er einnig mikilvægt að horfast í augu við, samþykkja og vinna sig í gegnum krefjandi tilfinningar. Tilfinningar innihalda mikilvægar upplýsingar og það að upplifa allar tilfinningar að fullu er hluti af því að vera mannlegur. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun