„Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2024 23:20 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Arnar Jarðeðlisfræðingur segir ljóst að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga aukist með tímanum. Líklegast sé að eldgos yrði svipað gosinu sem hófst um miðjan desember. „Já, líkurnar eru að aukast. Við getum ekkert verið viss um þetta alveg, en meðan landrisið heldur áfram og tíminn líður, þá verða líkurnar meiri og meiri,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í myndveri Stöðvar 2 í kvöldfréttum í kvöld. Hægt hefur á landrisi á Reykjanesskaga. Magnús Tumi var beðinn að skýra út hvaða þýðingu það hefði fyrir framhaldið. „Það vill stundum hægja á áður, það byrjar kannski að gliðna neðar og þá hættir að lyftast eins mikið, spennan er bara orðin það mikil að það þarf að bresta. Við skulum sjá til.“ Gosið gæti komið upp sunnar en síðast Aðspurður hvar er líklegast að gjósi, sagði Magnús Tumi að það yrði líklega á svipuðum slóðum og í desember. „Það gæti gerst norðar, en það gæti líka gerst svolítið sunnar. Sundhnúkasprungan frá fyrir rúmum 2000 árum nær alla leið hingað,“ sagði Magnús Tumi og benti á punkt suðvestur af Hagafelli, ekki ýkja langt frá Grindavík. Það sé því ákveðin hætta á því að hraun renni í átt að bænum. „En við getum ekki verið viss um hvað gerist. Það þarf að taka því sem höndum ber og reyna sitt besta.“ Nánast öruggt að um hraungos verði að ræða Magnús Tumi segir sennilegast að atburðarásin verði svipuð gosinu sem hófst 18. desember. „Þetta verður hraungos, það eru ákaflega litlar líkur á öðru, ef það gýs á þessari sprungu. Og það er nánast öruggt að ef það gýs, þá gýs á Sundhnúkasprungunni. Þar er veikleikinn,“ sagði Magnús Tumi. Líkt og áður er óvissan mikil, og ómögulegt að segja nokkuð með vissu. „Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart. Maður er búinn að sjá eitthvað, maður telur að maður sé búinn að átta sig alveg á því hvernig það nákvæmlega gerist og svo kemur það aðeins öðruvísi. Þannig að við skulum vera viðbúin því að þetta sé ekki nákvæmlega eins, en langlíklegast er að þetta verði svipað,“ sagði Magnús Tumi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulegt gos líklega eins og það síðasta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur líklegt að mögulegt eldgos á Reykjanesskaga verði líkt síðasta gosi, sem varð í nýliðnum desember. 2. janúar 2024 13:41 Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2. janúar 2024 11:58 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
„Já, líkurnar eru að aukast. Við getum ekkert verið viss um þetta alveg, en meðan landrisið heldur áfram og tíminn líður, þá verða líkurnar meiri og meiri,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í myndveri Stöðvar 2 í kvöldfréttum í kvöld. Hægt hefur á landrisi á Reykjanesskaga. Magnús Tumi var beðinn að skýra út hvaða þýðingu það hefði fyrir framhaldið. „Það vill stundum hægja á áður, það byrjar kannski að gliðna neðar og þá hættir að lyftast eins mikið, spennan er bara orðin það mikil að það þarf að bresta. Við skulum sjá til.“ Gosið gæti komið upp sunnar en síðast Aðspurður hvar er líklegast að gjósi, sagði Magnús Tumi að það yrði líklega á svipuðum slóðum og í desember. „Það gæti gerst norðar, en það gæti líka gerst svolítið sunnar. Sundhnúkasprungan frá fyrir rúmum 2000 árum nær alla leið hingað,“ sagði Magnús Tumi og benti á punkt suðvestur af Hagafelli, ekki ýkja langt frá Grindavík. Það sé því ákveðin hætta á því að hraun renni í átt að bænum. „En við getum ekki verið viss um hvað gerist. Það þarf að taka því sem höndum ber og reyna sitt besta.“ Nánast öruggt að um hraungos verði að ræða Magnús Tumi segir sennilegast að atburðarásin verði svipuð gosinu sem hófst 18. desember. „Þetta verður hraungos, það eru ákaflega litlar líkur á öðru, ef það gýs á þessari sprungu. Og það er nánast öruggt að ef það gýs, þá gýs á Sundhnúkasprungunni. Þar er veikleikinn,“ sagði Magnús Tumi. Líkt og áður er óvissan mikil, og ómögulegt að segja nokkuð með vissu. „Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart. Maður er búinn að sjá eitthvað, maður telur að maður sé búinn að átta sig alveg á því hvernig það nákvæmlega gerist og svo kemur það aðeins öðruvísi. Þannig að við skulum vera viðbúin því að þetta sé ekki nákvæmlega eins, en langlíklegast er að þetta verði svipað,“ sagði Magnús Tumi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulegt gos líklega eins og það síðasta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur líklegt að mögulegt eldgos á Reykjanesskaga verði líkt síðasta gosi, sem varð í nýliðnum desember. 2. janúar 2024 13:41 Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2. janúar 2024 11:58 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Mögulegt gos líklega eins og það síðasta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur líklegt að mögulegt eldgos á Reykjanesskaga verði líkt síðasta gosi, sem varð í nýliðnum desember. 2. janúar 2024 13:41
Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2. janúar 2024 11:58