Gullkynslóð Englendinga ekki mörg karöt þegar menn setjast í stjórastólinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 09:01 Wayne Rooney með Frank Lampard í leik með enska landsliðinu fyrir rúmum tíu árum. Getty/Steve Bardens Wayne Rooney er enn eitt dæmið um leikmann úr gullkynslóð Englendinga sem lendir í vandræðum í stjórastólnum. Rooney var í gær rekinn sem knattspyrnustjóri Birmingham en liðið hefur hreinlega hrunið niður töfluna síðan hann tók við. Rooney var ráðinn 11. október og náði aðeins að stýra b-deildarliðinu í fimmtán leikjum og í 83 daga. Hann tók við liðinu í sjötta sæti en skilur við það í því tuttugasta. Síðasti leikurinn var 3-0 tap á móti Leeds á mánudaginn sem var níunda tapið og sigurleikirnir urðu bara tveir. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Rooney hafði áður misst starfið hjá bæði Derby County og D.C. United í Bandaríkjunum. Hann segist nú ætla að taka sér hvíld frá fótboltanum en hver veit nema að þjálfaraferill þessa 38 ára gamla goðsagnar sé mögulega á enda. Tækifærunum hér eftir mun alla vega fækka verulega. Steven Gerrard og Frank Lampard hafa báðir þurft að taka pokann sinn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu árum og þeir eru samt þeir sem hafa náð besta árangrinum úr þessari svokallaðri gullskynslóð. Árangur Gary Neville, Rooney, Paul Scholes og Sol Campbell er mun verri. Gullkynslóð Englendinga eru stjörnur enska landsliðsins í byrjun aldarinnar en þrátt fyrir að verða með marga af bestu leikmönnum sinnar kynslóðar þá náðu þeir aldrei alvöru árangri á stórmótum liðsins. Gerrard er nú að stýra liði Al-Ettifaq í Sádí Arabíu en árangurinn er ekki upp á marga fiska. Gerrard gerði reyndar góða hluti með Rangers í Skotlandi frá 2018 til 2021 en var rekinn innan við ári eftir að hann tók við knattspyrnustjórastöðinni hjá Aston Villa. 65% prósent árangur með Rangers en síðan bara 33 prósent árangur með lið Villa og Al-Ettifaq. Frank Lampard byrjaði vel með Chelsea en missti svo starfið í janúar 2021. Hann náði aðeins 27 prósent árangri með Everton liðið frá janúar 2022 til janúar 2023 og vann síðan aðeins einn af ellefu leikjum þegar hann tók tímabundið við Chelsea í lok síðasta tímabils. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir árangur mannanna úr gullkynslóðinni þegar þeir hafa fengið tækifæri í stjórastólnum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira
Rooney var í gær rekinn sem knattspyrnustjóri Birmingham en liðið hefur hreinlega hrunið niður töfluna síðan hann tók við. Rooney var ráðinn 11. október og náði aðeins að stýra b-deildarliðinu í fimmtán leikjum og í 83 daga. Hann tók við liðinu í sjötta sæti en skilur við það í því tuttugasta. Síðasti leikurinn var 3-0 tap á móti Leeds á mánudaginn sem var níunda tapið og sigurleikirnir urðu bara tveir. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Rooney hafði áður misst starfið hjá bæði Derby County og D.C. United í Bandaríkjunum. Hann segist nú ætla að taka sér hvíld frá fótboltanum en hver veit nema að þjálfaraferill þessa 38 ára gamla goðsagnar sé mögulega á enda. Tækifærunum hér eftir mun alla vega fækka verulega. Steven Gerrard og Frank Lampard hafa báðir þurft að taka pokann sinn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu árum og þeir eru samt þeir sem hafa náð besta árangrinum úr þessari svokallaðri gullskynslóð. Árangur Gary Neville, Rooney, Paul Scholes og Sol Campbell er mun verri. Gullkynslóð Englendinga eru stjörnur enska landsliðsins í byrjun aldarinnar en þrátt fyrir að verða með marga af bestu leikmönnum sinnar kynslóðar þá náðu þeir aldrei alvöru árangri á stórmótum liðsins. Gerrard er nú að stýra liði Al-Ettifaq í Sádí Arabíu en árangurinn er ekki upp á marga fiska. Gerrard gerði reyndar góða hluti með Rangers í Skotlandi frá 2018 til 2021 en var rekinn innan við ári eftir að hann tók við knattspyrnustjórastöðinni hjá Aston Villa. 65% prósent árangur með Rangers en síðan bara 33 prósent árangur með lið Villa og Al-Ettifaq. Frank Lampard byrjaði vel með Chelsea en missti svo starfið í janúar 2021. Hann náði aðeins 27 prósent árangri með Everton liðið frá janúar 2022 til janúar 2023 og vann síðan aðeins einn af ellefu leikjum þegar hann tók tímabundið við Chelsea í lok síðasta tímabils. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir árangur mannanna úr gullkynslóðinni þegar þeir hafa fengið tækifæri í stjórastólnum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira