9 dagar í EM: Níunda besta Evrópumót strákanna okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 12:00 Aron Pálmarsson var algjör lykilmaður íslenska landsliðsins á þessum árum. epa/Fehim Demir EM 2016 og EM 2018 voru mjög lík mót með frábærri byrjun en á eftir fylgdi mjög snöggur og svekkjandi endir. Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir níu daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Tvö Evrópumót deila níunda sætinu en það eru EM í Póllandi 2016 og EM 2018. Bæði mótin byrjuðu vel en voru síðan stutt í annan endann. Íslenska landsliðið varð að sætta sig við þrettánda sæti á báðum þessum mótum og leikirnir urðu aðeins þrír. Mótin eiga það sameiginlegt að hafa keyrt upp allar væntingar með frábærum sigri í fyrsta leik en enduðu síðan á því að slæm staða í innbyrðis leikjum kostaði íslenska liðið sæti í milliriðlinum. Evrópumótið í Pólland fyrir átta árum byrjaði með eins marks sigri á Norðmönnum, 26-25, og útlitið því nokkuð bjart. Það breyttist hins vegar þegar íslenska liðið tapaði á móti Hvít-Rússum í næsta leik. Íslenska liðið var fjórum mörkum yfir, 24-20, þegar 22 mínútur voru eftir en tapaði lokakaflanum 14-19. Norðmenn unnu Króata og því blasti við úrslitaleikur við Króata um sæti í milliriðlinum. Íslensku strákarnir steinlágu þar með níu marka mun, 37-28, og sátu eftir á innbyrðis leik á móti Hvít-Rússum. Norðmenn unnu báða leiki sína eftir tapið á móti Íslandi og fóru alla leið í undanúrslitin þar sem þeir töpuðu á móti verðandi Evrópumeisturum Þjóðverja. Evrópumótið í Króatíu fyrir sex árum byrjaði líka á sigri, nú tveggja marka sigri á Svíum, 26-24. Íslenska liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik, 15-8, og keyrði yfir sænska liðið fyrir hlé. Sjö marka tap á móti Króötum í öðrum leiknum, 22-29, þýddi úrslitaleik á móti Serbum í lokaleik. Íslenska liðið hefði tryggt sig áfram með sigri en tapaði á endanum með þiggja marka mun, 29-26. Íslenska liðið var fjórum mörkum yfir, 20-16, þegar sautján mínútur voru eftir en tapaði lokakaflanum 6-13. Serbarnir fóru síðan áfram á innbyrðis viðureignum. Svíarnir unnu báða leiki sína eftir tapið á móti Íslandi og enduðu á því að fara alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir reyndar töpuðu á móti Spánverjum. Arnór Þór Gunnarsson var öflugur í hægra horninu á þessum tíma.Getty/TF-Images EM í Póllandi 2016 Lokastaða: 13. sæti Sigurleikir: 1 í 3 leikjum. Þjálfari: Aron Kristjánsson (4. stórmót) Fyrirliði: Guðjón Valur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Noregi (26-25) Versti leikur: Tap fyrir Hvíta-Rússlandi (38-39) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Guðjón Valur Sigurðsson 17/6 Aron Pálmarsson 12 Alexander Petersson 12 Arnór Þór Gunnarsson 11/4 Róbert Gunnarsson 8 Arnór Atlason 8 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Aron Pálmarsson spilaði frábærlega í fyrsta leik (8 mörk og 6 stoðsendingar) en hræðilega í þeim síðasta (0 mörk úr 5 skotum). Hann var besti leikmaður íslenska liðsins og liðið fór svolítið eins langt og hann tók það. Aron fór fyrir íslenska liðinu í sigurleiknum á móti Norðmönnum þar sem hann skoraði sjö mörk með langskotum. Hann skoraði þó aðeins þrjú mörk fyrir utan samanlagt í hinum tveimur leikjunum sem töpuðust báðir. Óvænta stjarnan: Arnór Þór Gunnarsson eignaði sér hægri hornastöðuna í þessu móti og skilaði 3,7 mörk í leik úr henni. Fyrsta mótið hjá: Guðmundur Hólmar Helgason. Síðasta mótið hjá: Snorri Steinn Guðjónsson, Róbert Gunnarsson og Vignir Svavarsson Alexander Petersson var langt frá því að vera sáttur.Getty/Simon Hofmann Viðtalið: „Við vorum að spila eins og litlir krakkar" „Mér líður mjög illa," sagði Alexander Petersson við Vísi eftir níu marka tap á móti Króatíu í lokaleiknum. „Þetta var alls ekki að ganga hjá okkur í fyrri hálfleik og frá þriðju mínútu til 21. mínútu þá voru alltaf margir tapaðir bolta hjá okkur og við vorum að spila eins og litlir krakkar. Ég ekki af hverju. Við undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik og við vorum tilbúnir í leikinn. Svo lítum við bara út eins og við höfum aldrei spilað handbolta áður," sagði Alexander. „Ég vil bið þjóðina afsökunar á þessari frammistöðu okkar í kvöld. Þetta er einn leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað fyrir landsliðið. Vörnin okkar í síðustu leikjum var eins og við værum að spila í 4. flokki. Við vorum bara tvisvar sinnum minni en hinir í bæði hausnum og hjartanu. Kannski var of mikil pressa á liðinu að vinna en ég vil ekki nota það sem afsökun," sagði Alexander. Ólafur Guðmundsson átti þarna mjög fínt mót með íslenska landsliðinu.Getty/Nikola Krstic EM í Krótaíu 2018 Lokastaða: 13. sæti Sigurleikir: 1 í 3 leikjum. Þjálfari: Geir Sveinsson (2. stórmót) Fyrirliði: Guðjón Valur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Svíþjóð (26-24) Versti leikur: Tap fyrir Serbíu (26-29) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Ólafur Guðmundsson 14 Guðjón Valur Sigurðsson 14/1 Aron Pálmarsson 12 Arnór Þór Gunnarsson 12/8 Rúnar Kárason 10 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður íslenska liðsins með 14 mörk og fína skotnýtingu. Hann fór fyrir liðinu í lokaleiknum þegar það vantaði svo mikið upp á hjá svo mörgum. Óvænta stjarnan: Ólafur Guðmundsson átti sitt besta stórmót og skilaði 4,7 mörkum að meðaltali í leik. Hann var markahæstur ásamt Guðjóni Val. Þar munaði miklu um frammistöðu hans í fyrsta leik þar sem hann var markahæstur í sigri á Svíum. Fyrsta mótið hjá: Ágúst Elí Björgvinsson og Ýmir Örn Gíslason. Síðasta mótið hjá: Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason. Guðjón Valur Sigurðsson átti enn eitt góða stórmótið með íslenska landsliðinu.epa/Robert Ghement Viðtalið: Undarlegt viðtal við landsliðsfyrirliðann eftir lokaleikinn Viðtal við Guðjón Val Sigurðsson landsliðsfyrirliða á RÚV eftir leik vakti mikla athygli enda virtist Guðjón Valur vera kátur og glaður þrátt fyrir skelfilegan lokakafla og tap. Hann vissi það ekki þá en seinna um kvöldið kom í ljós að tapið kostaði íslenska landsliðið sæti í milliriðlinum. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttamaður hjá RÚV, tók viðtalið við Guðjón Val og spurði hann fyrst um fyrstu hugsanir hans eftir þennan leik. „Alltaf skal þetta enda svona maður. Ha. Þegar þú mátt tapa með þremur þá tapar þú með þremur. Þetta er eins og þetta sé skrifað í skýin. Mikið ótrúlega er þetta gaman,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell spurði Guðjón þá út í leikinn og hvernig landsliðsfyrirliðinn upplifði hann. „Ofboðslega skemmtilegur. Fullt af fjöri og fullt af færum. Við að spila ágætlega en vorum kannski aðeins á handbremsunni. Mér fannst eins og við værum að verja sætið í milliriðli í staðinn fyrir að ná í það og taka það með okkur heim. Við áttum að vera búnir að klára þennan leik ef ég skora úr mínu hraðaupphlaupi og Malli (Arnór) úr sínu. Þá hefðum við verið komnir fimm mörkum yfir og værum að sigla lygnan sjó,“ sagði Guðjón Valur en skipti þá aftur í furðulega tóninn sem einkenndi þetta sérstaka viðtal. „Þetta skal alltaf að vera svona. Þetta er sportið maður. Ótrúlega gaman,“ sagði Guðjón Valur en Þorkell spurði hann síðan út í lokaskotið sem Björgvin Páll varði og hélt lífi í vonum íslenska liðsins. „Hann á skilið eitt gott nudd í kvöld. Herbergisfélaginn. Það verður eitthvað gott sem ég plana fyrir hann og geri fyrir hann,“ sagði Guðjón. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir níu daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Tvö Evrópumót deila níunda sætinu en það eru EM í Póllandi 2016 og EM 2018. Bæði mótin byrjuðu vel en voru síðan stutt í annan endann. Íslenska landsliðið varð að sætta sig við þrettánda sæti á báðum þessum mótum og leikirnir urðu aðeins þrír. Mótin eiga það sameiginlegt að hafa keyrt upp allar væntingar með frábærum sigri í fyrsta leik en enduðu síðan á því að slæm staða í innbyrðis leikjum kostaði íslenska liðið sæti í milliriðlinum. Evrópumótið í Pólland fyrir átta árum byrjaði með eins marks sigri á Norðmönnum, 26-25, og útlitið því nokkuð bjart. Það breyttist hins vegar þegar íslenska liðið tapaði á móti Hvít-Rússum í næsta leik. Íslenska liðið var fjórum mörkum yfir, 24-20, þegar 22 mínútur voru eftir en tapaði lokakaflanum 14-19. Norðmenn unnu Króata og því blasti við úrslitaleikur við Króata um sæti í milliriðlinum. Íslensku strákarnir steinlágu þar með níu marka mun, 37-28, og sátu eftir á innbyrðis leik á móti Hvít-Rússum. Norðmenn unnu báða leiki sína eftir tapið á móti Íslandi og fóru alla leið í undanúrslitin þar sem þeir töpuðu á móti verðandi Evrópumeisturum Þjóðverja. Evrópumótið í Króatíu fyrir sex árum byrjaði líka á sigri, nú tveggja marka sigri á Svíum, 26-24. Íslenska liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik, 15-8, og keyrði yfir sænska liðið fyrir hlé. Sjö marka tap á móti Króötum í öðrum leiknum, 22-29, þýddi úrslitaleik á móti Serbum í lokaleik. Íslenska liðið hefði tryggt sig áfram með sigri en tapaði á endanum með þiggja marka mun, 29-26. Íslenska liðið var fjórum mörkum yfir, 20-16, þegar sautján mínútur voru eftir en tapaði lokakaflanum 6-13. Serbarnir fóru síðan áfram á innbyrðis viðureignum. Svíarnir unnu báða leiki sína eftir tapið á móti Íslandi og enduðu á því að fara alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir reyndar töpuðu á móti Spánverjum. Arnór Þór Gunnarsson var öflugur í hægra horninu á þessum tíma.Getty/TF-Images EM í Póllandi 2016 Lokastaða: 13. sæti Sigurleikir: 1 í 3 leikjum. Þjálfari: Aron Kristjánsson (4. stórmót) Fyrirliði: Guðjón Valur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Noregi (26-25) Versti leikur: Tap fyrir Hvíta-Rússlandi (38-39) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Guðjón Valur Sigurðsson 17/6 Aron Pálmarsson 12 Alexander Petersson 12 Arnór Þór Gunnarsson 11/4 Róbert Gunnarsson 8 Arnór Atlason 8 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Aron Pálmarsson spilaði frábærlega í fyrsta leik (8 mörk og 6 stoðsendingar) en hræðilega í þeim síðasta (0 mörk úr 5 skotum). Hann var besti leikmaður íslenska liðsins og liðið fór svolítið eins langt og hann tók það. Aron fór fyrir íslenska liðinu í sigurleiknum á móti Norðmönnum þar sem hann skoraði sjö mörk með langskotum. Hann skoraði þó aðeins þrjú mörk fyrir utan samanlagt í hinum tveimur leikjunum sem töpuðust báðir. Óvænta stjarnan: Arnór Þór Gunnarsson eignaði sér hægri hornastöðuna í þessu móti og skilaði 3,7 mörk í leik úr henni. Fyrsta mótið hjá: Guðmundur Hólmar Helgason. Síðasta mótið hjá: Snorri Steinn Guðjónsson, Róbert Gunnarsson og Vignir Svavarsson Alexander Petersson var langt frá því að vera sáttur.Getty/Simon Hofmann Viðtalið: „Við vorum að spila eins og litlir krakkar" „Mér líður mjög illa," sagði Alexander Petersson við Vísi eftir níu marka tap á móti Króatíu í lokaleiknum. „Þetta var alls ekki að ganga hjá okkur í fyrri hálfleik og frá þriðju mínútu til 21. mínútu þá voru alltaf margir tapaðir bolta hjá okkur og við vorum að spila eins og litlir krakkar. Ég ekki af hverju. Við undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik og við vorum tilbúnir í leikinn. Svo lítum við bara út eins og við höfum aldrei spilað handbolta áður," sagði Alexander. „Ég vil bið þjóðina afsökunar á þessari frammistöðu okkar í kvöld. Þetta er einn leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað fyrir landsliðið. Vörnin okkar í síðustu leikjum var eins og við værum að spila í 4. flokki. Við vorum bara tvisvar sinnum minni en hinir í bæði hausnum og hjartanu. Kannski var of mikil pressa á liðinu að vinna en ég vil ekki nota það sem afsökun," sagði Alexander. Ólafur Guðmundsson átti þarna mjög fínt mót með íslenska landsliðinu.Getty/Nikola Krstic EM í Krótaíu 2018 Lokastaða: 13. sæti Sigurleikir: 1 í 3 leikjum. Þjálfari: Geir Sveinsson (2. stórmót) Fyrirliði: Guðjón Valur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Svíþjóð (26-24) Versti leikur: Tap fyrir Serbíu (26-29) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Ólafur Guðmundsson 14 Guðjón Valur Sigurðsson 14/1 Aron Pálmarsson 12 Arnór Þór Gunnarsson 12/8 Rúnar Kárason 10 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður íslenska liðsins með 14 mörk og fína skotnýtingu. Hann fór fyrir liðinu í lokaleiknum þegar það vantaði svo mikið upp á hjá svo mörgum. Óvænta stjarnan: Ólafur Guðmundsson átti sitt besta stórmót og skilaði 4,7 mörkum að meðaltali í leik. Hann var markahæstur ásamt Guðjóni Val. Þar munaði miklu um frammistöðu hans í fyrsta leik þar sem hann var markahæstur í sigri á Svíum. Fyrsta mótið hjá: Ágúst Elí Björgvinsson og Ýmir Örn Gíslason. Síðasta mótið hjá: Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason. Guðjón Valur Sigurðsson átti enn eitt góða stórmótið með íslenska landsliðinu.epa/Robert Ghement Viðtalið: Undarlegt viðtal við landsliðsfyrirliðann eftir lokaleikinn Viðtal við Guðjón Val Sigurðsson landsliðsfyrirliða á RÚV eftir leik vakti mikla athygli enda virtist Guðjón Valur vera kátur og glaður þrátt fyrir skelfilegan lokakafla og tap. Hann vissi það ekki þá en seinna um kvöldið kom í ljós að tapið kostaði íslenska landsliðið sæti í milliriðlinum. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttamaður hjá RÚV, tók viðtalið við Guðjón Val og spurði hann fyrst um fyrstu hugsanir hans eftir þennan leik. „Alltaf skal þetta enda svona maður. Ha. Þegar þú mátt tapa með þremur þá tapar þú með þremur. Þetta er eins og þetta sé skrifað í skýin. Mikið ótrúlega er þetta gaman,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell spurði Guðjón þá út í leikinn og hvernig landsliðsfyrirliðinn upplifði hann. „Ofboðslega skemmtilegur. Fullt af fjöri og fullt af færum. Við að spila ágætlega en vorum kannski aðeins á handbremsunni. Mér fannst eins og við værum að verja sætið í milliriðli í staðinn fyrir að ná í það og taka það með okkur heim. Við áttum að vera búnir að klára þennan leik ef ég skora úr mínu hraðaupphlaupi og Malli (Arnór) úr sínu. Þá hefðum við verið komnir fimm mörkum yfir og værum að sigla lygnan sjó,“ sagði Guðjón Valur en skipti þá aftur í furðulega tóninn sem einkenndi þetta sérstaka viðtal. „Þetta skal alltaf að vera svona. Þetta er sportið maður. Ótrúlega gaman,“ sagði Guðjón Valur en Þorkell spurði hann síðan út í lokaskotið sem Björgvin Páll varði og hélt lífi í vonum íslenska liðsins. „Hann á skilið eitt gott nudd í kvöld. Herbergisfélaginn. Það verður eitthvað gott sem ég plana fyrir hann og geri fyrir hann,“ sagði Guðjón.
EM í Póllandi 2016 Lokastaða: 13. sæti Sigurleikir: 1 í 3 leikjum. Þjálfari: Aron Kristjánsson (4. stórmót) Fyrirliði: Guðjón Valur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Noregi (26-25) Versti leikur: Tap fyrir Hvíta-Rússlandi (38-39) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Guðjón Valur Sigurðsson 17/6 Aron Pálmarsson 12 Alexander Petersson 12 Arnór Þór Gunnarsson 11/4 Róbert Gunnarsson 8 Arnór Atlason 8
EM í Krótaíu 2018 Lokastaða: 13. sæti Sigurleikir: 1 í 3 leikjum. Þjálfari: Geir Sveinsson (2. stórmót) Fyrirliði: Guðjón Valur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Svíþjóð (26-24) Versti leikur: Tap fyrir Serbíu (26-29) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Ólafur Guðmundsson 14 Guðjón Valur Sigurðsson 14/1 Aron Pálmarsson 12 Arnór Þór Gunnarsson 12/8 Rúnar Kárason 10
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira