Plötuðu gesti Vikunnar upp úr skónum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 09:41 Fjórmenningarnir á mynd fyrir þáttinn. Róbert setti svo á sig loðhúfuna, sólgleraugun og áhorfendur tóku ekki eftir neinu. gústiB Síðasti Vikuþáttur ársins hjá Gísla Marteini á RÚV fór fram laugardagskvöldið 30. desember þar sem árið var gert upp. Skína með Patrik Atlasyni, Prettyboitjokko, var valið lag ársins og Patrik boðið í þáttinn til að flytja lagið. Lagið var flutt í þættinum og virtist flutningurinn hafa tekist nokkuð vel. Nú hefur hins vegar komið í ljós að Patrik var ekki á svæðinu. Hann var ekki einu sinni á landinu. Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, segir frá því á samfélagsmiðlum að flugi Patrik til landsins hafi verið frestað og því góð ráð dýr á næstsíðasta degi ársins. Ekki hafi komið til greina að sleppa því að mæta í þáttinn. Hann hafi fengið hugmynd að lausn. Hugmyndin fólst í því að klæða Róbert Frey Samaniego, stundum nefndur Done-gæinn vegna samnefnds mysupróteindrykks sem hann framleiðir, upp sem Prettyboitjokko og láta reyna á það. Gústi þeytti skífum, Logi Tómasson hóf sönginn og Adam Ægir Pálsson var á svæðinu. Svo virtist Patrik vera mættur á sviðið en nú liggur fyrir að hann var alls ekki á svæðinu, ekki einu sinni á landinu. Róbert klæddi sig upp eins og Patrik og enginn tók eftir neinu. Gísli Marteinn og hópur barna kom upp á svið í síðari hluta ársins til að dansa með Patrik og félögum. Enginn Patrik var á svæðinu.RÚV „Sorry RÚV“ segir Gústi á Instagram og birtir myndband af samtali þeirra Patriks þegar sá síðarnefndi upplýsir að hann missi af þættinum. Samkvæmt heimildum fréttastofu vissi Gísli Marteinn af breytingunni á skipan sveitarinnar um klukkustund áður en atriðið fór í loftið. Gústi og félagar kynntu þá fyrir Gísla stöðuna sem upp var komin og hvernig þeir ætluðu að flytja atriðið. Atriðið fékk grænt ljós og var flutt í sjónvarpi allra landsmanna þótt Patrik sjálfur væri enn erlendis. Engin umræða hefur farið fram um fjarveru Patriks síðan og ljóst að fáir hafi gert athugasemd við Patrikslausan flutning á hans vinsælasta lagi í sjónvarpinu. Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Fleiri fréttir Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Sjá meira
Lagið var flutt í þættinum og virtist flutningurinn hafa tekist nokkuð vel. Nú hefur hins vegar komið í ljós að Patrik var ekki á svæðinu. Hann var ekki einu sinni á landinu. Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, segir frá því á samfélagsmiðlum að flugi Patrik til landsins hafi verið frestað og því góð ráð dýr á næstsíðasta degi ársins. Ekki hafi komið til greina að sleppa því að mæta í þáttinn. Hann hafi fengið hugmynd að lausn. Hugmyndin fólst í því að klæða Róbert Frey Samaniego, stundum nefndur Done-gæinn vegna samnefnds mysupróteindrykks sem hann framleiðir, upp sem Prettyboitjokko og láta reyna á það. Gústi þeytti skífum, Logi Tómasson hóf sönginn og Adam Ægir Pálsson var á svæðinu. Svo virtist Patrik vera mættur á sviðið en nú liggur fyrir að hann var alls ekki á svæðinu, ekki einu sinni á landinu. Róbert klæddi sig upp eins og Patrik og enginn tók eftir neinu. Gísli Marteinn og hópur barna kom upp á svið í síðari hluta ársins til að dansa með Patrik og félögum. Enginn Patrik var á svæðinu.RÚV „Sorry RÚV“ segir Gústi á Instagram og birtir myndband af samtali þeirra Patriks þegar sá síðarnefndi upplýsir að hann missi af þættinum. Samkvæmt heimildum fréttastofu vissi Gísli Marteinn af breytingunni á skipan sveitarinnar um klukkustund áður en atriðið fór í loftið. Gústi og félagar kynntu þá fyrir Gísla stöðuna sem upp var komin og hvernig þeir ætluðu að flytja atriðið. Atriðið fékk grænt ljós og var flutt í sjónvarpi allra landsmanna þótt Patrik sjálfur væri enn erlendis. Engin umræða hefur farið fram um fjarveru Patriks síðan og ljóst að fáir hafi gert athugasemd við Patrikslausan flutning á hans vinsælasta lagi í sjónvarpinu.
Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Fleiri fréttir Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Sjá meira